Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 36
„Ég fer í mesta lagi út að borða í tilefni dagsins, fæ mér kannski hamborgara,“ segir afmælisbarn dagsins, Dr. Gunni, eða Gunnar Lárus Hjálmarsson eins og hann heitir réttu nafni, sem fagnar 39 ára afmæli sínu í dag. Dr. Gunni er fjölhæfur maður sem meðal annars hefur fengist við tónlist, skriftir og dagskrár- gerð, og því var ekki auðvelt að finna titil á kappann. „Kallaðu mig bara lífskúnster,“ segir doktorinn og skellihlær og bætir svo við: „Nei, það gengur ekki, höfum það frekar tónlistar- og dagskrárgerð- armann.“ Aðspurður segist hann ekki vera mikið afmælisbarn. „Ég reyni alltaf að vera að heiman á af- mælisdaginn og til dæmis var ég einhvers staðar í Frakklandi á tón- leikaferðalagi með Unun þegar ég varð þrítugur og var ekkert meira gert úr því – ég held að þau hafi ekki einu sinni gefið mér að éta, félagarnir í hljómsveitinni,“ segir Dr. Gunni, sem útilokar þó ekki að hann haldi upp á daginn að ári liðnu þegar hann verður fertugur. „Þá er tilefni til að gera eitt- hvað en ég held að það verði nú bara aðallega eitthvað fyrir sjálf- an mig, fer kannski til útlanda og læt mér líða vel en ég hef ár til að spá í það.“ Honum finnst bara ágætt að eldast. „Ég hef nú ekki verið mjög upptekinn af því að pæla í aldrin- um hingað til, ég er á því að lífið hafi ekkert með aldur að gera, það snýst fyrst og fremst um líðan og stöðu manns hverju sinni,“ segir Dr. Gunni, sem þessa dagana situr við skriftir en vill lítið tjá sig um þær. „Ég er bara að skrifa,“ segir hann leyndardómsfullur. „Eins og er vil ég ekkert segja meira um það. Ég er hins vegar að stússast í ýmsu og sé til að mynda um viku- legan þátt á útvarpsstöðinni Skon- rokk á laugardögum og þá er ver- ið að bíða eftir að Popppunktsspil- ið komi til landsins úr verksmiðj- unni í Kína. Þar er komið jólaspil- ið í ár, engin spurning, þátturinn sjálfur fer svo í loftið eftir jól,“ sagði afmælisbarn dagsins, Dr. Gunni. sms@frettabladid.is 24 7. október 2004 FIMMTUDAGUR THOM YORKE Söngvari Radiohead er 36 ára í dag. Lífið hefur ekkert með aldur að gera DR. GUNNI: HELDUR SENNILEGA UPP Á 39 ÁRA AFMÆLIÐ MEÐ HAMBORGARA. „En ég er ógeð, ég er furðufugl. Hvern fjandann er ég að gera hérna? Hér á ég ekki heima.“ - Afmælisbarn dagsins kyrjaði þetta í tilvistarkreppu í laginu Creep. timamot@frettabladid.is GUNNAR HJÁLMARSSON Reynir að vera alltaf að heiman þegar hann á afmæli en útilokar ekki veisluhöld að ári þegar hann nær fertugu. 7. október 1943 Shigematsu Sakaibara, aðmíráll og yfirmaður jap- anska setuliðsins á Wake-eyju, fyrirskipaði á þess- um degi árið 1943 aftöku 96 bandarískra stríðs- fanga. Hermönnunum var gefið að sök að hafa reynt að ná talstöðvarsambandi við bandaríska heraflann á Kyrrahafinu og guldu fyrir það með lífi sínu. Wake-eyja er smáeyja í Norður-Kyrrahafi um 3.200 kílómetra vestan við Hawaii en lítill hópur banda- rískra hermanna náði að verja eyjuna fyrir ásókn japanska hersins þar til Japanir stórefldu herafla sinn og báru Bandaríkjamennina ofurliði í lok des- ember 1941. Þeir Bandaríkjamenn sem lifðu orr- ustuna af voru fluttir af eyjunni í fangabúðir. Japan- ir héldu þó 96 manns eftir og notuðu þá í þrælk- unarvinnu. Bandamenn svöruðu aðgerðum Japana með reglulegum sprengjuárásum é eyjuna en létu frekari landhernað eiga sig en þessi aðgerð var liður í áætlun þeirra um að ein- angra hersetnar eyjar á Kyrrahafinu með það fyrir augum að svelta her- námsliðið beinlínis í hel. Aftaka bandarísku her- mannanna þykir með grimmilegustu atburðun- um í stríðsátökunum á Kyrrahafinu en hermenn- irnir voru leiddir fyrir af- tökusveit þar sem bundið var fyrir augu þeirra og þeir skotnir með köldu blóði. BANDARÍSKUM HERMÖNNUM Tókst lengi vel að halda Wake-eyju þrátt fyrir þunga sókn Japana. Þeir létu þó í minni pokann að lokum og voru hnepptir í þrælkunarvinnu. ÞETTA GERÐIST JAPANIR TÓKU BANDARÍSKA STRÍÐSFANGA AF LÍFI. Grimmileg aftaka á Wake-eyju MERKISATBURÐIR 1849 Rithöfundurinn Edgar Allan Poe deyr 40 ára að aldri. 1963 Kennedy Bandaríkjaforseti undirritar samning við Breta og Sovétmenn um bann við kjarnorkuvopna- tilraunum. 1985 Aurskriður í Ponce í Púertó Ríkó verða 91 að bana. 2001 Bandaríkjamenn og Bretar hefja loftárásir á Afganistan vegna stuðnings landsins við Osama bin Laden og aðra hryðjuverkamenn. Þetta var fyrsta hernaðar- aðgerðin sem gripið var til eftir árásina á Bandaríkin þann 11. september. 2003 Arnold Schwarzenegger er kosinn ríkisstjóri í Kaliforn- íu. 2003 Leikarinn Randy Quaid fær stjörnu með nafni sínu á Hollywood Walk of Fame. Ástkær sonur okkar, bróðir, ömmubarn og langömmubarn, Gunnar Karl Gunnarsson Bæjarholti 13 Laugarási, Biskupstungum sem lést af slysförum fimmtudaginn 30. september verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 9. október kl. 14.00. Ragnheiður Sigurþórsdóttir, Gunnar Sigurþórsson, Kristrún Harpa Gunnarsdóttir, Sigrún Kristín Gunnarsdóttir, Kristrún Stefánsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Áslaug Bachmann. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Tómas Guðmundsson rafvirkjameistari, Hrafnistu Hafnarfirði, síðast til heimilis að Austurvegi 16 Grindavík verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 9. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda Ingibergur Guðmundsson. Geirlaugur Magnússon skáld varð sextíu ára þann 25. ágúst og um það leyti kom út ljóðabókin hans „dýra líf“. „Það er nú ekkert afrek að verða sextíu ára í dag en bókin kom nokkurn veginn út á afmælisdaginn. Þetta er einhver hégómagirnd,“ segir Geirlaugur. „Þetta er sautjánda eða átjánda ljóðabókin mín og ég reyni þarna að fara aðrar leiðir og vinn með rímlausar sonnettur. Þetta er hundgamalt form og ég veit svo sem ekki hvernig þessi tilraun hefur tekist en með hverri nýrri bók reynir maður að fara aðrar leiðir en áður enda eru yrkisefn- in í heiminum ekki svo mörg þegar allt kemur til alls.“ Geirlaugur sendi einnig á dög- unum frá sér þýðingu á „lág- mynd“, ljóðabók eftir pólska skáldið Tadeusz Rozewicz. Rozewicz fæddist árið 1921 en Geirlaugur telur yrkisefni kyn- slóðar hans eiga brýnt erindi við samtímann. „Þessi kynslóð upp- lifði sterkt hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar og þær hörmungar sem gengu yfir Pól- verja þá. Skáldskapurinn ber þess svolítil merki og Rozewicz tók þá afstöðu að það þyrfti að skapa sér nýtt tungumál, skapa í raun allt upp á nýtt þar sem allar fagurfræðilegar viðmiðanir væru úreltar. Hann er á sinn máta að svara þeirri spurningu heimspek- ingsins Adorno um hvernig hægt sé að yrkja eftir Auschwitz? Þeg- ar grimmd og mannfyrirlitning hefur gert út af við alla fagur- fræði.“ Geirlaugur svarar með spurn- ingu þegar hann er inntur eftir því hvort mannkynið hafi ef til vill lítinn lærdóm dregið af hörmungum heimsstyrjaldarinn- ar og því eigi skáldskapur kyn- slóðar Rozewics erindi við sam- tímann. „Verðum við ekki að trúa því að þó tíminn líði hratt verðum við að halda einhverjum tengls- um við það sem gerst hefur? Rozewics minnir á þetta á skemmtilega hvassan hátt.“ ■ AFMÆLI Randver Þorláksson leikari, 55 ára. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, 52 ára. Magnús Geir Þórðarson leikstjóri, 31 árs. Hildur Rúna Hauksdóttir hómópati, 58 ára. ANDLÁT Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, Eld- járnsstöðum, Blöndudal, lést 27. septem- ber. Eggert Ólafsson, frá Brautarholti, Hofsósi, lést 27. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjördís Kjartansdóttir, Seilugranda 9, Reykjavík, lést 4. október. Örn Friðfinnsson, Dalalandi 1, lést 4. október. Örn Sigurjónsson lést 5. október. JARÐARFARIR 11.00 Ásgeir Einarsson, Smáratúni 35, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 13.30 Gunnar Loftsson, Sogavegi 32, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. Að yrkja eftir Auschwitz GEIRLAUGUR MAGNÚSSON Gaf sér góðan tíma til að þýða ljóðabókina „lág- mynd“. Hann telur sig hafa glímt við hana í 6 til 7 ár og er þegar farinn að fást við aðra, nýrri bók höfundarins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.