Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 14
14 7. október 2004 FIMMTUDAGUR MÓTMÆLT VIÐ ÞINGIÐ Það hefur verið líf og fjör bæði innan veggja þinghúss Hong Kong og utan í tengslum við setningu þess. Þingmaðurinn Leung Kwok-hung, þekktur sem Síðhærður, öskraði slagorð þegar hann sór embættis- eið. Næsta dag stóðu mótmælendur fyrir framan þingið og sögðu hann skrýtinn. Kennarar ræddu við foreldra sem hugðust standa að gæslunni: Gæslu í grunnskóla Súðavíkur frestað VERKFALL Frjálsri viðveru barna í íþróttahúsi og matsal grunnskóla Súðavíkur í verkfalli kennara hefur verið frestað að sinni, segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Ástæðuna segir Ómar vera viðbrögð kennaranna við notkun húsnæðisins sem og að fulltrúar kennarar hafi rætt við foreldra og varað þá við að standa að gæslunni. Svava Pétursdóttir, formaður verkfallsstjórnar kennara, segir að fylgst verði með aðgerðum sveitarfélagsins. „Kennarar skól- ans í Súðavík fá aðstoð við að stöðva verkfallsbrotið verði af því. Óvíst er hvort það verði frá kennurum frá Ísafirði eða hvort við komum héðan að sunnan.“ Ómar segir að reynt hafi verið að koma til móts við kennarana með því að einskorða barnagæsl- una við íþróttasal og mötuneyti skólans á þeim tímum sem kennsla í sölunum hefði ekki farið fram. „Með því töldum við okkur vera að gefa eftir eins og kostur var, með túlkun Félags grunnskólakennara á verkfallsbrotum í huga. Við bund- um vonir um að breytingin nyti skilnings þar sem við höfum ekki annað húsrými til að nýta undir slíka gæslu,“ segir Ómar. Það hafi ekki gengið eftir. ■ Íraskar konur eru uggandi um sinn hag Margt hefur færst til betri vegar í Írak síðan einræðisstjórn Saddams var hrakin frá völdum. Konur í landinu óttast hins vegar að ótryggt öryggis- ástand og uppgangur heittrúarmanna leiði til versnandi stöðu þeirra. Þótt hagur írösku þjóðarinnar hafi vænkast á ýmsa lund síðan stríðinu þar lauk hefur staða kvenna í þessu stríðshrjáða landi á margan hátt versnað. Íraskar konur hafa síðustu áratugi notið meiri samfélagsréttinda en kyn- systur þeirra víðast hvar í araba- heiminum. Þróun mála í landinu hefur hins vegar gert það að verk- um að þær óttast nú um sinn hag. Það er algengur misskilningur að staða kvenna fyrir innrásina í Írak fyrir hálfu öðru ári síðan hafi verið afar slæm og núverandi her- nám hafi haft sérstaklega jákvæð áhrif á þeirra hag, rétt eins og í Afganistan. Enda þótt Saddam Hussein hafi verið sannkallaður harðstjóri sem leiddi miklar hörmungar yfir þjóð sína nutu íra- skar konur á valdatíma hans meiri réttinda en venja er í Mið-Austur- löndum. Konur voru hvattar til að afla sér menntunar og þeim var heimilað að ganga í nánast öll störf sem í öðrum löndum voru frátekin fyrir karlmenn. Þessi stefna stafaði öðrum þræði af hagrænum ástæðum, stríðsrekst- urinn gegn Íran á níunda áratugn- um gerði það að verkum að kvenna var einfaldlega meiri þörf í atvinnulífinu. Lagaleg staða kvenna var jafnframt nokkuð góð. Upp úr 1970 var þeim heimilað að velja sér mannsefni og skilja síð- an við eiginmenn sína en nauð- ungarhjónabönd voru bönnuð með öllu, svo og fjölkvæni. Hinn ver- aldlegi Bath-flokkur Saddams lagði ekki síst áherslu á þessa stefnu til að grafa undan áhrifum klerka í landinu. Eftir 1991 fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina fyrir íraskar konur rétt eins og þjóðina alla. Viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna gerðu það að verkum að atvinnuástand snarversnaði og karlar gerðust því frekari á störf- in. Samhliða þessari þróun jukust áhrif íslams í samfélaginu. Þannig hættu margir foreldrar að senda dætur sínar í skóla og höfuð- blæjur kvenna urðu æ meira áberandi. Þannig eru mörg dæmi um að mæður séu vel menntaðar en dætur þeirra ólæsar. Vaxandi misskipting í samfélaginu varð enn fremur til þess að boðskapur bókstafstrúarmanna átti greiðari leið að hjörtum fólks. Í dag virðast flestar íraskar konur tvístígandi um hvort staða þeirra hafi batnað síðan Saddam var steypt af stóli. Í aðra röndina fagna þær nýfengnu skoðana- frelsi, bættari efnahag og að- gangi að fjölmiðlum og interneti. Í hina röndina óttast þær upp- gang heittrúarafla og ofbeldið í landinu en þær hafa ekki farið varhluta af því. Upplausnin sem fylgdi falli einræðisstjórnar- innar hefur valdið því að mann- rán, barsmíðar og nauðganir eru nú daglegt brauð víða um Írak. Mansal hefur jafnframt færst í vöxt og svokölluð „heiðursmorð“ sem áður voru nánast óþekkt í Írak gerast æ algengari. Víða hætta konur sér sjaldnast út fyrir hússins dyr nema undir verndar- hendi vopnaðra karlmanna. Í því pólitíska umróti sem nú ríkir í Írak hafa íslamskar hreyf- ingar verið að festa sig í sessi. Sumar þeirra eru hófsamar, t.d. Dawa-flokkur sjíamúslima, á meðan aðrar hafa lýst yfir vilja til að koma á fót klerkaveldi í landinu að íranskri fyrirmynd þar sem dómsvald verður í hönd- um klerka. Hreyfing Muqtada al- Sadr er ein þessara hreyfinga. Vart þarf að fara í grafgötur um hvaða áhrif slíkt hefði á stöðu kvenna í landinu. Fátt virðist benda til að Bandaríkjamenn hafi mikinn áhuga á að bæta hag þeir- ra þrátt fyrir fögur fyrirheit Bandaríkjaforseta um þessi efni. Þvert á móti hafa kvennahreyf- ingar bent á að réttindi íraskra kvenna eru nánast notuð sem skiptimynt í því valdatafli sem nú á sér stað. Aðeins sex konur eru í 33 manna bráðabirgðastjórn landsins og eru margar íraskar konur uggandi um að þeim eigi aldrei eftir að takast að komast til frekari valda ef staða þeirra verður ekki fljótlega styrkt. Þeirri skoðun hefur verið fleygt að aukin stjórnmálaþátttaka íra- skra kvenna sé nauðsynlegt til eigi Írak ekki að liðast í sundur. Sé þetta mat rétt er mikið í húfi fyrir írösku þjóðina. ■ FRAMKVÆMDASTJÓRNIN Lagt var til að aðildarviðræður yrðu hafnar við Tyrkland. ESB-aðild Tyrkja: Vilja hefja viðræður BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því að viðræður verði hafnar við Tyrki um að þeir fái aðild að sam- bandinu. Framkvæmdastjórnin leggur þó til að Evrópusambandið setji nokkur skilyrði fyrir aðildar- viðræðum svo tyrknesk stjórn- völd dragi ekki til baka umbætur í lýðræðis- og mannréttindamálum. Recep Erdogan, forsætisráð- herra Tyrklands, sagðist vonast til að hefja aðildarviðræður á fyrri hluta næsta árs. Framkvæmdastjórnin stefnir að því að ljúka aðildarviðræðum við Rúmeníu og Búlgaríu fyrir árslok svo löndin geti orðið aðilar að ESB árið 2007. ■ Hjónabönd: Breytingin var ólögleg BANDARÍKIN, AP Aðeins þremur vik- um eftir að kjósendur í Louisiana samþykktu með nær 80 prósent- um atkvæða að setja bann við hjónaböndum samkynhneigðra í stjórnarskrána komst dómstóll í ríkinu að þeirri niðurstöðu að bannið stæðist ekki. Dómarinn komst að þeirri nið- urstöðu að bannið væri gallað þar sem það hefði fleiri en einn til- gang. Þannig væru ekki aðeins hjónabönd samkynhneigðra bönn- uð heldur einnig staðfest sambúð. Samtök samkynhneigðra og mannréttindasamtök fögnuðu niðurstöðunni en fylgismenn stjórnarskrárbreytingarinnar sögðu dómarann hafa farið út fyrir valdsvið sitt. ■ LANDSPÍTALINN Þrjár konur og þrír karlar sitja í fram- kvæmdastjórn LSH. Spítalinn er fjölmenn- asti vinnustaður landsins með næstum fimm þúsund manns á launaskrá. Framkvæmdastjórn LSH: Jafnt á komið með kynjum JAFNRÉTTI Þrjár konur og þrír karl- ar skipa framkvæmdastjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss þetta árið en LSH er fjölmennasti vinnustaður landsins. Áður sátu þar tvær konur og fjórir karlar en í ársleyfi Magnúsar Péturssonar forstjóra hefur staðan jafnast. Jóhannes Gunnarsson, sem áður var framkvæmdastjóri lækningasviðs, er forstjóri í fjar- veru Magnúsar og við starfi Jó- hannesar tók Vilhelmína Haralds- dóttir. Hinar konurnar tvær í framkvæmdastjórn eru Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Anna Lilja Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri fjár- reiðna og upplýsinga. Að auki eru í stjórn LSH þeir Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri kennslu, vís- inda og þróunar, og Ingólfur Þór- isson, framkvæmdastjóri tækni og eigna. ■ Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515 www.kraftvelar.is Opið virka daga frá 8-18. Lokað um helgar. Leigjum út öflugar laufsugur með safnpoka Ertu að drukkna í laufi? Hótelgisting í ágúst: 2% aukning HÓTELGISTING Samkvæmt tölum frá Hagstofunni fjölgaði gistinóttum á hótelum í ágústmánuði um tæp 2% frá því á sama tíma í fyrra, voru 133.163 samanborið við 135.755 nú. Mest varð fjölgunin á Austurlandi, eða 12,5%, en þar fór fjöldi gistinátta úr 6.909 í 7.771 á milli ára. Fjölgun varð einnig á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum og nam hún 5,2%, fór úr 11.398 í 11.992. Á höfuðborgar- svæðinu var fjölgunin upp á 2,5% en þar fór gistináttafjöldinn úr 79.147 í 81.124. Ekki var þó alls staðar fjölgun en gistinóttum á Suðurlandi fækk- aði lítillega, fóru úr 19.451 í 19.224, sem er fækkun upp á 1,2%. Aðeins meiri fækkun átti sér stað á Norðurlandi vestra og eystra, þar sem fjöldi gistinátta nú var 15.644 samanborið við 16.258 á sama tíma í fyrra og nem- ur fækkunin 3,8%. ■ SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING STAÐA KVENNA Í ÍRAK ÍRÖSK KONA Margar íraskar konur eru á báðum áttum um hvort hagur þeirra hafi batnað síðan ráðist var inn í landið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Malasískur karlmaður: Kvænist í 53. sinn MALASÍA, AP 47 árum eftir að Kamaruddin Mohammed og Khadijah Udin kvæntust í fyrsta sinn gengu þau aftur í hjónaband á dögunum. Í millitíðinni hafði Khadijah gifst einu sinni en Kamaruddin var öllu stórtækari og kvæntist 51 konu í millitíð- inni. „Ég er ekki glaumgosi, ég elska bara að sjá fallegar konur,“ sagði Kamaruddin, sem nú er 72 ára. Hjónabönd hans hafa enst misjafnlega lengi. Það sem varði skemmst stóð aðeins í tvö daga. Langlífasta hjónabandið entist í tuttugu ár. ■ ÍÞRÓTTAHEIMILI SÚÐAVÍKUR Fyrirhugaðri gæslu grunnskólabarna í hús- næði skólans hefur verið frestað. M YN D /Ó M AR M ÁR J Ó N SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.