Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 28
Taktu flugið
flugfelag.is | 570 3075 | hopadeild@flugfelag.is
Komdu hópnum þínum á óvart!
Við gerum hópnum þínum frábær ferðatilboð til
allra áfangastaða okkar innanlands og til Færeyja.
hopadeild@flugfelag.is (Lágmarksfj. er 10 manns.)
FERÐASKRIFSTOFA
GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF.
Borgartúni 34, sími 511 1515
netfang: outgoing@gjtravel.is
heimasíða: www.gjtravel.is
SKÍÐAFERÐ TIL SVISS
UM PÁSKANA
Enn býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar páskaferð til
hins frábæra skíðastaðar Crans Montana í Sviss.
Flogið verður um Kaupmannahöfn til Genfar þann 18. mars og
heim aftur sömu leið þann 27. mars.
Í Crans Montana verður gist á Grand Hotel du Parc, sem er fjögurra
stjörnu hótel, og farþegum okkar vel kunnugt fyrir góða þjónustu, stað-
setningu og almenn gæði.
Crans Montana er úrvals skíðasvæði og
mjög snjóöruggt, lyftugeta mikil og lyftur
allar mjög nýlegar.
Verð á mann frá 119.700,- krónum
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar,
akstur milli Genfar og Crans Montana við
komu og brottför, gisting í 9 nætur í
tveggjamanna herbergi, morgunverður
og íslensk fararstjórn
(Lágmarksfjöldi er 20 manns)
Fararstjóri er William Þór Dison
Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is
Færð þú MasterCard
Ferðaávísun?
Að vinna að sjálfboðastörfum er gott tækifæri til þess að læra tungumál og
kynnast framandi menningu. Dvölin hefst á málanámi og undirbúningi fyrir störf
hjá hjálparstofnunum, þjóðgörðum og við samfélagsþjónustu.
Guatemala, Costa Rica, Su›ur Afríka og Perú
„Skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í var til
Túnis,“ segir María Reyndal leikstjóri ákveðin en
hún fór þangað í apríl 1996. „Ég var í leiklistarskóla
í London og við hjónin urðum að komast í smáfrí.
Við fengum ódýra ferð til Túnis og hoppuðum þang-
að án þess að hafa skipulagt nokkuð. Við fórum á
túristastað aðeins fyrir utan höfuðborgina, svona
sólbaðsstað en af því að þetta var í apríl var ekki
mikið af fólki. Það sem var sennilega merkilegast
fyrir okkur að upplifa var menningarsamfélagið
sem var svo ólíkt okkar að við göptum oft á dag. Það
er t.d mjög algengt að sjá karlmenn haldast í hend-
ur úti á götu og jafnvel kyssast en konur sjást varla
nema á sunnudögum klukkan þrjú þegar þær fara í
gönguferðir með tilvonandi eiginmönnum sínum.
Annars var það alltaf sama sagan hvert sem við fór-
um, til dæmis á veitingastöðunum, ég og fimmtíu
karlmenn og hvergi konu að sjá,“ segir María og
viðurkennir að það hafi verið svolítið skrýtið. En
ferðin var að öllu leyti frábær. „Við gerðum svo
margt skemmtilegt, skoðuðum fornleifar, leigðum
okkur vespu og fórum upp í fjöll að drekka ótrúlega
gott kaffi og fórum út á bát. Það má eiginlega segja
að þetta frí hafi verið allt með öllu. Þetta var ekki
stressferð og ekki vinnuferð, frí og slökun en samt
upplifðum við svo margt að við komum endurnærð,
breytt og betri til baka.“
María kemst ekki mikið í frí þessa dagana því
hún er svo mikið að leikstýra. Geitin í leikstjórn
hennar var frumsýnd í Borgarleikhúsinu um síð-
ustu helgi og þegar þetta viðtal birtist verður hún á
Akureyri að leggja síðustu hönd á fyrstu frumsýn-
ingu vetrarins hjá Leikfélagi Akureyrar á einþátt-
ungunum Ausu eftir Lee Hall og Stólunum eftir
Ionescu.
brynhildurb@frettabladid.is
Í Öxnadalnum – þar sem háir hól-
ar hálfan dalinn fylla – er lítið og
snoturt veitingahús sem heitir
Halastjarnan. Húsfreyja er Guð-
veig Anna Eyglóardóttir er hóf
reksturinn snemmsumars og hef-
ur veitingasöluna nú opna á föstu-
dags- og laugardagskvöldum, auk
þess sem hún tekur á móti litlum
hópum sem panta með smá fyrir-
vara. Salurinn tekur 16-20 manns í
sæti og auk þess er
vistleg setustofa í
viðbyggingu. Inn-
anstokksmunir eru
blanda af antík og
austurlenskum stíl
og þá kveðst Guð-
veig Anna hafa
keypt sjálf þótt
hún leigi húsnæð-
ið. Í Halastjörn-
unni býður hún
upp á fjögurra til
fimm rétta máls-
verð sem getur verið ólíkur frá
degi til dags. „Við látum fólk ekki
vera með valkvíða yfir einhverj-
um matseðli heldur ákveðum sjálf
hvað borið er fram hverju sinni og
það hefur gefist vel. Við köllum
þetta fyrirkomulag „kenjar kokks-
ins“,“ segir hún.
S t a ð u r i n n
heitir Háls og
er næsti bær
við Hraun þar
sem Jónas Hall-
grímsson fæddist. Anna segir anda
listaskáldsins svífa yfir vötnum og
í umræðu sé að setja upp fræðaset-
ur á Hrauni í minningu þess.
„Öxnadalurinn er allur að lifna
við,“ segir hún brosandi og kveðst
ánægð með hve duglegir Norð-
lendingar hafi verið að heimsækja
hana. „Enda er bara 20 mínútna
akstur hingað frá Akureyri,“ bend-
ir hún á.
Þótt Guðveig Anna sé aðeins 28
ára hefur hún starfað sem aðstoð-
arhótelstjóri á Búðum í fimm ár.
Hún kveðst fyrir löngu hafa hugs-
að sér að opna svona sælkerastað
og láta hann heita Halastjörnuna.
Vissi bara ekki hvar á landinu það
yrði. Nú hefur draumurinn ræst –
í Öxnadalnum ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
María Reyndal leikstjóri fer ekki mikið í skyndiferðalög á næstunni.
María Reyndal leikstjóri hoppaði út í heim:
Skyndiferð til Túnis
Halastjarnan í Öxnadal:
Býður upp á kenjar kokksins
Þegar pakkað er fyrir ferðalög, hve löng sem
þau eru, þá gleymast litlir nauðsynjahlutir
yfirleitt. Ekki gleyma tannbursta,
tannkremi, rakvél eða málningunni.
Það er alveg nauðsynlegt.
Halastjarnan er í huggulegum bæ á jörðinni Hálsi. Þar býr Guð-
veig Anna með ketti, hund og nokkur hross. Kannski bætast
hænur í húsdýrahópinn næsta sumar.
Guðveig Anna tekur sjálf á móti sínum
gestum en hefur yfirleitt kokka bak-
sviðs til að elda.
Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
MÁNUDAGUR