Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 54
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Ráðningarsamninga Brims við
áhöfn Sólbaks.
Reykjavík.
Sjö.
42 7. október 2004 FIMMTUDAGUR
Myndband við lagið Who Is It með
Björk Guðmundsdóttur var frum-
sýnt í París í síðustu viku. Mynd-
bandið verður þó ekki gefið út
fyrr en síðar í mánuðinum, á
sama tíma og smáskífan Who Is It
sem tekin er af nýjustu breiðskífu
söngkonunnar, Medúlla.
Myndbandið við Who Is It var
tekið austur á Söndum og við
Hjörleifshöfða. Björk kemur þar
fram í bjöllubúningi ásamt börn-
um sem klæðast svipuðum bún-
ingum.
Leikstjóri myndbandsins er
Dawn Shadforth en íslenska kvik-
myndafyrirtækið Pegasus Pan-
arctica sá um tökur á því. Pegasus
framleiddi einnig myndband við
Bjarkarlagið The Triumph of a He-
art. Myndbandið við Who Is It var
framleitt í samvinnu við fyrirtæk-
ið Black Dog, sem er í eigu Ridley
Scott, þeim hinum sama og leik-
stýrði myndum á borð við Gladi-
ator, Alien og Hannibal.
Hægt verður að nálgast mynd-
bandið á vef Bjarkar, bjork.com,
innan skamms en myndbandið
var frumsýnt í París í síðustu
viku.
Björk hefur hlotið mikla at-
hygli fyrir plötuna Medúlla enda
er mannsröddin eina hljóðfærið
sem notast er við.
Í lok síðasta mánaðar var vef-
ur Bjarkar valinn besta vefsíða
alþjóðlegs listamanns á online-
music-verðlaunahátíðinni.
Michael Stipe, söngvari R.E.M.
sá um að veita verðlaunin en hann
gerði það með stuttu myndbroti.
Hægt er að nálgast upptökuraf
verðlaunaafhendingu Stipe á
bjork.com.
kristjan@frettabladid.is
– hefur þú séð DV í dag?
Hallbjörn Hjartarson
kántríkóngur
Á sterum vegna
blóðsýkingar
Nýr afþreyingarstaður fyrir lesb-
íur verður opnaður á efri hæð
skemmtistaðarins Jóns forseta í
Aðalstræti næsta laugardags-
kvöld. Á neðri hæð staðarins
verða hommar hins vegar áfram í
miklum meirihluta.
Svanfríður Lárusdóttir, með-
limur samtakanna Konur með
konum, hefur átt þátt í skipulagn-
ingu staðarins. „Þetta hefur geng-
ið vel. Það er mikill spenningur
fyrir þessu,“ segir Svanfríður.
„Þetta er búið að vera fyrirhugað
lengi og verður ábyggilega mjög
skemmtilegur staður.“
Svanfríður játar að þörf hafi
verið á stað sem þessum í mið-
bænum. „Þó svo að samkyn-
hneigðir skemmti sér saman er
músíksmekkur ólíkur og ýmislegt
annað. Þarna verður svo sem ekk-
ert lokað fyrir karla en þetta verð-
ur allt öðruvísi andrúmsloft, og
kvenvænna,“ segir hún og bætir
við að engin rokktónlist muni
hljóma á efri hæðinni. „Það
verður náttúrlega rokkað
einhvern tímann. En mein-
ingin er að það svífi rólegri
andi yfir vötnum þarna en á
neðri hæðinni.“
Um næstu helgi verður
haldin ráðstefna Interpride
hér á landi, en það eru samtök
þeirra nefnda sem skipuleggja
gay pride göngurnar víðs vegar
um heiminn. Í tilefni þess verður
haldinn dansleikur á Jóni forseta
sem upphaflega átti að vera í
Þjóðleikhúskjallaranum. ■
SVANFRÍÐUR
LÁRUSDÓTTIR
Svanfríður á
von á góðri
stemningu á
efri hæð
Jóns forseta
á næst-
unni.
FRÉTTIR AF FÓLKI
1
5 6
87
9
12
15
10
13
16 17
11
14
18
2 3 4
AÐ MÍNU SKAPI
TÓMAS ÞÓRARINN MAGNÚSSON LJÓSMYNDARI
TÓNLISTIN
Ég hef verið mjög upptekinn af „David
Bowie at the Beeb“ sem eru þær bestu af
„BBC-Sessions“-upptökum Bowies sem
fóru fram milli 1968 til 1972. Upptökurnar
rakst ég á í Danmörku í sumar en Bowie
hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá
mér.
BÓKIN
Ég gluggaði nýlega í ljósmyndabók Man
Ray. Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun og
þykir einna skemmtilegast að skoða verk
gömlu snillinganna.
BÍÓMYNDIN
Sú mynd sem er mér að skapi er „Ichi the
Killer“ eftir japanska meistarann Takashi
Miike sem gerði meðal annars „Audition“
og „Visitor Q“. Þetta er japönsk hágæða-
mynd eins og ég vil hafa þær.
BORGIN
Ég verða að segja þýska hafnarborgin
Hamborg. Var ekki búinn að vera þar
nema í nokkra klukkutíma þegar ég var
kolfallinn fyrir henni. Andrúmsloftið er svo
frjálst og fullt af innblæstri, og allir svo ein-
staklega viðkunnanlegir. Kostur líka að til-
tölulega ódýrt er að komast af í Hamborg.
Þangað fer ég pottþétt einhvern daginn til
að búa um hríð.
BÚÐIN
Ætli ég segi ekki bara „second-hand“-búð-
ir í útlöndum til að kaupa flott föt, þótt
engin sérstök komi í huga mér núna. Og ef
ég ætlaði að kaupa mér einhverja dótafíg-
uru, því ég er forfallinn dótasafnari, vil ég
nefna „Lucky Lucy“ sem er búð í gotnesk-
um stíl og anda við Marktstrasse í Ham-
borg. Þar var víst örugglega til nóg af dóti.
VERKEFNIÐ
Þessa dagana er ég að setja saman mynd-
band fyrir vídeóinnstillingu sem ég og
þýskur félagi minn sýnum í Düsseldorf í
desember. Þá er ég einnig að útbúa „visu-
al“ fyrir hljómsveit sem verður á Airwaves
síðar í mánuðinum. Og svo er ég líka at-
vinnulaus og bráðvantar vinnu.
Hamborg, Bowie og japanskar gæðamyndir
...fær Baltasar Kormákur fyrir að
vera með heimsfræga banda-
ríska kvikmyndaleikara í vinnu á
Hlemmi.
HRÓSIÐ
Lárétt: 1 hávaðagangur, 5 náttúrufar, 6
framsöguháttur nútíðar af vera, 7 öfugur
tvíhljóði, 8 á litinn, 9 rámt, 10 hvíldist, 12
gerast, 13 snæða, 15 frá, 16 sin, 18 frá n-
afríku.
Lóðrétt: 1 mjög létt, 2 sómi, 3 tveir eins,
4 kemur fyrir í skák, 6 unna, 8 hólf, 11
svif, 14 sár, 17 líta.
Lausn.
Lárétt: 1læti,5art, 6er, 7ua,8blá,9
hást,10lá,12ske,13éta,15af, 16taug,
18mári.
Lóðrétt: 1lauflétt,2æra,3tt,4þrátefli,
6elska,8bás,11áta,14aum,17gá.
„Síðan brunaði ég úr Kópavoginum
og heim til að hafa mig til fyrir leik-
sýningu en við Birkir fórum að sjá
Eldað með Elvis í Loftkastalanum.
Sýningin var frábær og leikararnir
fóru á kostum,“ bloggar þingkonan
Dagný Jónsdóttir á vefsíðu sinni og á
að sjálfsögðu við félaga sinn úr
Framsóknar f lokknum,
Birki Jón Jónsson þing-
mann. Ljóst er að mikill
samhugur er meðal þing-
manna í flokknum þessa
dagana, að minnsta
kosti meðal yngstu
þingmannanna.
BÖRNIN Börnin klæðast bjöllubúningi eins og Björk.
BJÖRK: FRUMSÝNDI NÝTT MYNDBAND Í SÍÐUSTU VIKU. FÉKK VERÐLAUN FYRIR HEIMASÍÐU.
Styttist í nýtt myndband Bjarkar
BJÖRK Nýja myndbandið við lagið Who Is It
verður gefið út seinna í mánuðinum.
Kvenvænna andrúmsloft