Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 15. júlí 2004 ■ ÍRAK LEIGUBÍLSTJÓRI FÉLL Íraskur leigubílstjóri lét lífið og tíu manns særðust í sprengjuárás í Basra. Fjórir þeirra sem særð- ust eru lögreglumenn. Sprengjuárásinni var beint að breskri hersveit sem átti leið um en hún slapp, ólíkt leigubíl- stjóranum og farþegum hans. RÆÐA VIÐ MANNRÆNINGJA „Við getum ekki gengið til samninga en ef mannræningj- arnir hafa skilaboð erum við reiðubúnir að hlusta á þá,“ sagði Jack Straw, utanríkisráð- herra Bretlands, sem er á ferð í Bagdad. Hann var að ræða um þá sem halda Bretanum Kenn- eth Bigley í gíslingu. VILJA STARFSFÓLKIÐ BURT Sam- tök sem hafa 60 þúsund starfs- menn Sameinuðu þjóðanna inn- an sinna raða hafa hvatt Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, til að kalla starfsfólk samtakanna frá Bagdad. For- svarsmenn samtakanna segja starfsfólkið í meiri hættu en áður hafi steðjað að starfsfólki Sameinuðu þjóðanna. NAUT STUÐNINGS MOSKVU Forsætisráðherra Abkasíu vill náin tengsl við Moskvu og naut stuðnings Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Forsetakosningar: Kjósa þarf upp á nýtt ABKASÍA, AP Kjörstjórn í Abkasíu hefur ógilt úrslit forsetakosn- inganna í einu kjördæmi þessa héraðs sem krefst aðskilnaðar frá Georgíu. Því verður að kjósa aftur og þar til úrslit þeirra kosninga liggja ljós fyrir er óvíst hver verður næsti forseti Abkasíu. Ástæða ógildingarinn- ar er sú að uppvíst varð um margvíslegt kosningasvindl. Stjórnarandstæðingurinn Sergei Bagapsh hafði þegar lýst sig sigurvegara kosning- anna og yfirkjörstjórn hafði lýst því yfir að hann hefði feng- ið fimm þúsund atkvæðum meira en Raul Khadzhimba for- sætisráðherra. ■ Þingflokksfundur Framsóknar: Kristinn mætti í frystinn ALÞINGI Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður sat sinn fyrsta þing- flokksfund hjá Framsóknarflokkn- um í gær eftir að ákveðið var að hann sæti í engum þingnefndum fyrir flokkinn. „Við drukkum saman kaffi og ræddum þau mál sem lágu fyrir,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson og sagðist ekki hafa þótt erfitt að sitja fundinn eftir það sem á undan var gengið. „Kannski var það erfiðara fyrir hina.“ Hjálmar Árnason þingflokksfor- maður sagði að þetta hefði að öllu leyti verið hefðbundinn fundur. „Kristinn sat fundinn og tók þátt í umræðum eins og hann er vanur.“ ■ FRAKKLAND, AP Jacques Chirac Frakklandsforseti íhugaði allt þar til tveir mánuðir voru til innrásar- innar í Írak að senda franskt herlið til að taka þátt í innrásinni. Þessu er haldið fram í nýrri franskri bók þar sem segir að ástæðan fyrir því að hann ákvað að senda ekkert her- lið hafi verið sú að Bandaríkja- menn voru ákveðnir í að gera inn- rás með eða án samþykkis Samein- uðu þjóðanna. Höfundar bókarinnar, Thomas Cantaloube og Henri Vernet, sem báðir eru blaðamenn á franska blað- inu Le Parisien, segja Chirac hafa íhugað að senda allt að fimmtán þúsund manna herlið til Íraks. ■Á ÞINGFLOKKSFUNDI Kristinn sat þingflokksfund eins og ekkert hefði í skorist. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M CHIRAC Í KÍNA Íhugaði fram í janúar 2003 að senda her til Íraks. Jacques Chirac: Íhugaði að senda her ■ ASÍA RÁÐIST Á FRAMBJÓÐANDA Ráðist var á bílalest Ahmed Zia Massoud, varaforsetaefnis Hamid Karzai forseta í afgönsku forsetakosningunum. Massoud slapp ómeiddur úr árásinni en einn lést og fjórir særðust, þar á meðal ríkisstjórinn í Badakhshan þar sem árásin átti sér stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.