Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 46
7. október 2004 FIMMTUDAGUR
Það er ekki alveg vitað af hverju
Brian Wilson lagði plötuna SMiLE
á hilluna, eftir að hafa unnið að
henni undir merkjum The Beach
Boys í rúmt ár fyrir 37 árum.
Sumir vilja kenna LSD-notkun
Wilsons um, aðrir brothættu sam-
bandi við fjölskyldu hans, aðrir að
hann hafi ekki þolað samkeppnina
við Bítlana og enn aðrir því að
hinum liðsmönnum The Beach
Boys hafi fundist platan of fram-
andi fyrir sveitina og efast í
fyrsta skiptið um svokallaða
„snilligáfu“ Brians. Það að texta-
höfundurinn Van Dyke Parks hafi
yfirgefið verkefnið, sem átti að
verða „Táningasinfónía til Guðs“,
hefur svo líklega verið spark í
punginn. Pressan frá útgáfufyrir-
tækinu hefur svo ekki verið mjög
uppbyggjandi heldur, enda Brian
löngu fallinn á skilatíma. Hverjar
sem ástæðurnar voru, þá fékk
Brian Wilson taugaáfall og eyddi
mestum hluta áttunda áratugarins
í rúminu.
Eftir að Pet Sounds sló í gegn
árið 1966 var Brian fullur af sjálfs-
öryggi. Hann var þá löngu hættur
að fara í tónleikaferðir með The
Beach Boys. Hann lét hina um að
ferðast og kynna lögin á meðan
hann hélt áfram að smíða hvern
slagarann á fætur öðrum í hljóð-
verinu.
Hann hafði stórtækar hugmynd-
ir um næstu plötu og ætlaði sér að
skila sínu meistarastykki. Hann
var yfir sig heillaður af Bítlaplöt-
unum Revolver og Rubber Soul og
var staðráðinn í því að gera betur.
Hans hugmynd um hina „full-
komnu plötu“ var að hanna eitt-
hvað sér-bandarískt. Plötu sem
reyndi að fanga kjarna Bandaríkj-
anna á 50 mínútum. Til þess að sjá
þennan draum rætast réð Wilson til
sín dópfélaga sinn, Van Dyke
Parks, til þess að semja súrrealíska
texta. Í ágúst 1966 var lagt í það að
hljóðrita meistarastykkið.
Þetta ætlaði Wilson að gera með
því að taka upp plötuna í litlum
pörtum, í mismunandi hljóðverum,
og raða svo bútunum saman í eina
heild. Í mörgum bútunum vann
Wilson með stærðarinnar hljóm-
sveitir, með fjölda blásturs- og
slagverksleikara. Sérviska Wil-
sons þótti heldur betur undarleg.
Hann krafðist þess til dæmis að
allir liðsmenn hljómsveitarinnar
settu á höfuð sér brunahjálma við
upptökur lagsins Fire (sem heitir
víst Mrs. O’Leary’s Cow í dag). Bri-
an kveikti líka lítið bál í ruslatunnu
hljóðversins til að fanga réttu
stemninguna. Þegar hann frétti
svo af því að vöruhús í nágrenninu
hefði brunnið til grunna kenndi
hann sjálfum sér um. Wilson átti
það líka til að biðja alla sveitina um
að hrína eins og svín. Fáir skildu
hvað Wilson var að reyna að skapa.
Í janúar 1967 var það sem átti
að vera fyrsta smáskífulagið af
plötunni, Good Vibrations, búið að
seljast í tveimur milljónum ein-
taka og pressan á Wilson að klára
meistarastykkið sitt orðin heilmik-
il. Van Dyke Parks var þá byrjaður
að huga meira að sínum eigin ferli
en að klára SMiLE og öllum að
óvörum lagðist Wilson í gífurlegt
þunglyndi í febrúar sama ár og
hætti allri vinnu að plötunni. Hann
var þá orðinn frekar skemmdur
eftir stöðuga LSD-notkun frá árinu
1965. Á þessum tíma var þegar
búið að prenta 400 þúsund eintök
af umslagi plötunnar, sem svo hafa
aldrei verið notuð. Segulböndin
fóru í geymslu hjá Capitol-plötu-
fyrirtækinu. Nokkur laganna birt-
ust þó í vatnsþynntum útgáfum
hinna strandadrengjanna á plöt-
unni Smiley Smile, en sú plata var
ljósár frá meistarastykki Wilsons.
Í gegnum árin hafa svo brota-
brot af plötunni birst hér og þar á
safnboxum um The Beach Boys
auk þess sem safnarar hafa sett
saman „bootleg“-útgáfur með því
að raða saman brotum hér og þar,
eftir hálfkláruðum leiðbeiningum.
Svo í fyrra gerðist hið stórkost-
lega. Brian Wilson kláraði plöt-
una. Það eigum við að þakka
manni sem heitir Darian Sahanaja
sem hefur verið hljómborðsleik-
ari og bakraddasöngvari í tón-
leikasveit Wilsons um árabil.
Hann raðaði saman SMiLE á tölvu
sína og endurvakti áhuga Wilsons
á verkefninu þegar hann spilaði
þetta fyrir hann. Á fáránlega
skömmum tíma kláruðu Van Dyke
Parks og Wilson að setja verkið
saman og fóru svo á tónleika-
ferðalag til þess að spila meistara-
stykkið sem aldrei kom út. Þegar
SMiLE var frumflutt í London í
fyrra var talað um að fullvaxta
menn hefðu brostið í grát.
Því næst var ráðist í að endur-
hljóðrita alla plötuna. Í síðustu
viku kom svo hið týnda meistara-
stykki Brians Wilson í búðir, und-
ir hans eigin nafni. Gagnrýnend-
ur um allan heim virðast sam-
mála um að Wilson hafi loksins
náð að skapa það meistarastykki
sem hann ætlaði sér fyrir 37
árum síðan. Við getum brosað á
ný.
biggi@frettabladid.is
Brian brosir enn á ný
SMILE: KEMUR ÚT EFTIR 37 ÁRA HLÉ.
VIÐ HLJÓÐNEMANN SMiLE átti að vera
meistaraverk Beach Boys.
BRIAN WILSON Enginn skildi af hverju hann lagði SMiLE á hilluna og komu fram
margvíslegar skýringar. Í febrúar 1967 hætti hann að vinna að plötunni þegar hann varð
óstarfhæfur vegna þunglyndis.
Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is
Í spilaranum hjá ritstjórninni
Brian Wilson: SMiLE, Interpol: Antics, R.E.M.: Around the Sun, The
Birthday Party: The John Peel Sessions, The Bonzo Dog Band: Vol.1
The Intro, Dusty Springfield: Am I the Same Girl?, Bubbi: Tvíburinn,
Hot Chip: Coming on Strong og Portishead: Dummy.
söngkabarett
- eftir frumsýningu er dansleikur með...
ÁRA
SÖN
GAF
MÆ
LI50
RAGGI BJARNA
Ekki missa af þessu
einstaka tækifæri!
Vegna fjölda
áskoranna
verður
aukasýning
15. október
Glæsilegur þriggja
rétta matseðill.
Aðgangseyrir
á söngskemmtun 2.500
en kr. 5.900 með mat.
Miðasalan opin alla virka daga til kl. 18:oo
Nánari upplýsingar í síma 533-1100 og á www.broadway.is
St
af
ræ
na
h
ug
m
yn
da
sm
ið
ja
n
Fimm stelpur
Uppistand á Broadway
AÐEINS TVÆR SÝNINGAR EFTIR!
Næsta sýning föstudaginn
8.október
Síðasta sýning fimmtudaginn
21.október
Frumsýning
9. október - Laus sæti
Brimkló
laugardaginn 9. október
Rokkarinn Marilyn Manson er al-
deilis að stokka upp í sínu lífi þessa
dagana. Hann gaf á dögunum út
safn sinna vinsælustu laga og sýnir
í fyrsta skipti tákn þess að hann ætli
sér að sökkva örlítið í leðursófasett-
ið sitt. Hann ætlar nefnilega að gifta
sig í Berlín á næstunni.
Manson, sem heitir réttu nafni
Brian Warner, leitar nú að kastala í
borginni til þess að halda brúð-
kaupsveislu sína og kærustunnar
Dita von Teese. Brian er kominn á
fjölskyldualdurinn, 35 ára gamall,
en kærastan er þremur árum
yngri.
Von Teese er nektarfyrirsæta
auk þess sem hún hannar undir-
föt. Hún skrifaði einnig bók, og
gaf út, sem fjallaði um þá list-
grein að fækka fötum í takt við
tónlist. Nokkuð sem Manson kann
örugglega að meta.
Brúðkaupið á að fara fram í
nóvember, þegar söngvarinn
verður staddur í borginni fyrir
tökur á kvikmynd. Spurningin er
bara hvort verður í fallegri sokka-
buxum, Manson eða brúður hans?
Á nýju safnplötunni, sem ber
nafnið Lest We Forget, má finna
öll hans vinsælustu lög, eins og
Beautiful People, The Dope Show,
mOBSCENE, Tainted Love, This
Is the New Shit, Sweet Dreams og
Personal Jesus. ■
Marilyn Manson upp að altarinu
MARILYN MANSON Kannski ekki
draumatengdasonurinn, en hann hefur
fundið draumadísina.