Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 7. október 2004 23
Minnisvarðar um tímann
Það er komin fram ný kynslóð. Það er
meira að segja gömul frétt en hún er að
taka á sig skýrari mynd. Þetta eru borg-
arbörn fyrst og fremst – líklega fyrsta
heila íslenska kynslóðin sem aldrei fór í
sveit. Hún sýnist ekki fyrirferðarmikil í
fyrstu – en er samt úti um allt. Söknuð-
ur og minningar um paradís eru undir-
liggjandi. Hún elskar vita og yfirgefna
sveitabæi. Gengur um í lopapeysum, ís-
landsúlpum og gúmmískóm. Sumir
kölluðu hana KRÚTTIN eða kynslóð
hinnar eilífu bernsku. Þau neita að
verða fullorðin. Þau lesa Richard
Brautigan og Gyrði Elíasson. Þau hlusta
og spila á barnahljóðfæri og harmóníku.
Í glóbalisma dagsins í dag er Ísland kjör-
lendi fyrir þessar huglægu aðstæður,
náttúra, bernska, heimóttarskapur og
hversdagsleiki. Það að Ísland er „inn“ er
vegna andstæðunnar við glóbalismann
og vegna þess að í andstæðunni finnst
hið sérstaka og hið sanna – þar býr feg-
urðin. Það ljóta kemur fram í gervi
Microsoft, McDonalds, Nike og Adidas.
Viðspyrnan er „fast-food-nation, super-
size-me, buy-nothing-day, no-logo“ og
þessi sýning í Norræna húsinu. Hún
virðist sjálfsprottin, lítil og fátækleg við
fyrstu sýn. Það er enginn sýningarstjóri
– og hún á upphaf sitt á Seyðisfirði, há-
borg þessa huglæga ástands þar sem
Finnar, Svíar og Íslendingar hittust og
sýningarhugmynd fæddist.
Málverkin eru áhugaverð á þessari
sýningu. Þau fljúga, eru bernsk – „anti-
intellektúelì,“ hafa sláandi líka
„ekstasíu“ lita-palettu innbyrðis. Hug-
myndaheimurinn lýsir mótþróa við að
fullorðnast, hætta ekki að lita – glata
ekki bernskunni, þessum paradísarmissi
sem finnst fyrir í lendingunni. Dæmi um
þetta er Ragnar Jónasson, með dýra-
myndum sem eru á mörkum leikfanga
og martraða, Karri Kuoppala sem gerir
sjálfsmyndir sem „Ice Cream Bear,“
Huginn Þór Arason sem „málar“með
barnaleir skrautið úr barnaafmælum!
Pétur Már Gunnarsson er í raun með
sama skopparakringluskrautið og
Hildigunnur Birgisdóttir, þótt hún máli
með vídeói og hann með tölvu. Sami
mórall og sami barnaleirinn er í verki
Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Finnst líka í
lundamyndum úr lakkrís eftir Sólveigu
Einarsdóttur, í límmiða popp-módern-
isma Rakelar Gunnarsdóttur, legókubb-
um úr gifsi og lakki eftir Hörn Harðar-
dóttur og saumuðum skúlptúrum
Sanna Gabrielson. Allt þetta fólk er á
kafi í bernskunni – vill ekki út. Þau krútt
sem eru meira í hversdagsleikanum og
nostalgíunni eru Hans Anderson, Malin
Ståhl, Markus Perälä og Darri Lorenzen.
Í náttúrinni eru Carl Boutard með teikn-
ingar og afsteypu af grenitré, Dodda
Maggý með senu úr sænska skerjagarð-
inum með smá Caspar-David Friedrich
ívafi, Guðný Rúnars með íkorna og svo
Finninn Milja Viita með lekandi mjólk úr
geirvörtu. Eitt stórkostlegasta verkið í
þessum flokki á þó Kolbeinn Hugi
Höskuldsson. Margir hafa staðið við
Strokk og beðið eftir gosi. Tekur nokkrar
mínútur. Ryþminn er stígandi og svo allt
í einu! Óborganlegt!
Catharsisì! Kolbeinn gerir sína útgáfu
af þessari rómantísku stemmingu með
vídeóverki, sem tekur á þolinmæðina
og svo allt í einu... óborganlegt!
Örlítið gelgjulegri eru verk Mattiasar
Åkerfeldt þar sem Georg Bush syngur
Unbreak my heart. Marjaterttu Harri er
lent og kallar verk sitt „Reality bites.“
Guðmundur Thoroddsen fer með mál-
verkið á flug í POP, seventies anda.
Myndir flestra eru á spottprís. Í raun er
kjörið tækifæri fyrir fátæku íslensku
myndlistarsöfnin að ná sér í verk sem
skipta máli og eru minnisvarðar um tím-
ann. Bíða ekki með að kaupa þau upp á
uppsprengdu verði eftir ca 10 ár. ■
MYNDLIST
GODDUR
Samsýning
í Norrænahúsinu
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
VERÐ FYRIR 16 ÁRA OG YNGRI: 3.400 KR.
VERÐ FYRIR FULLORÐNA: 5.100 KR.
Verð aðeins 14.450 kr. fyrir mömmu, pabba
og tvö börn ef greitt er með Visa kreditkorti.
9. OKTÓBER Á ferð og flugi
13. NÓVEMBER Charlie Chaplin og Harold Lloyd
18. DESEMBER Jólatónleikar
2. APRÍL Ævintýri H. C. Andersen
Tónsprotinn er ævintýraleg ný áskriftarröð Sinfóníuhljómsveitarinnar sem mun örugglega slá í gegn
hjá fjölskyldunni enda spennandi kostur á góðu verði. Nú geta pabbi, mamma og krakkarnir
öll farið saman á jólatónleika, kvikmyndatónleika eða upplifað ævintýri úr öllum heimshornum.
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SINFONIA.IS
Rumon Gamba verður fararstjóri í þessari hressilegu heimsreisu
Hljómsveitin leikur undir hjá konungum grínmyndanna
Jólagleði með himneskum hátíðarbrag.
„Þegar orðin bregðast talar tónlistin“ – H. C. Andersen
ER BAKHJARL TÓNSPROTANS
16 ÁRA OG YNGRI
aðeins850 kr.pr. tónleika
FULLO
RÐNIR
aðeins
1.275 kr.
pr. tónleik
a
Alvöru
fjölskylduskemmtun
í allan vetur
FYRSTU TÓNLEIKARERU ÁLAUGARDAG
Duo Astor í
Norræna húsinu
Alliance française býður til klass-
ískra gítartónleika í Norræna hús-
inu föstudaginn 8. október. Flytj-
endur eru hinir heimsþekktu lista-
menn dúettsins „Duo Astor,“ þau
Francisco Bernier og Gaëlle
Chiche sem hlotið hafa fjölda verð-
launa. Þau leggja nú af stað í nýja
tónleikaferð um heiminn og hefst
hún í Reykjavík. Héðan halda þau
til Bandaríkjanna svo til Kanada
og þaðan til Mexíkó. Hápunktur
tónleikaferðarinnar er upptaka
breiðskífu þeirra ásamt Berkeley
Symphonic Orchestra of San
Francisco undir stjórn Kent Nag-
ano. Tónleikarnir hefjast kl.20.00.
Aðgangur er ókeypis. ■
Málþing
um Aquino
Hið íslenzka bókmenntafélag og
félagsvísinda- og lagadeild Há-
skólans á Akureyri standa fyrir
málþingi um athafna- og lögspeki
heilags Tómasar af Aquino
(1224/25-1274) sunnudaginn 10.
október í tilefni af útgáfu bókar-
innar Um lög, sem kom út í ritröð-
inni Lærdómsrit bókmenntafé-
lagsins á þessu ári. Málþingið
verður í stofu 14 í húsakynnum
Háskólans á Akureyri við Þing-
vallastræti frá kl. 11.00 til kl.
16.40 og er öllum opið. Ólafur Páll
Jónsson, ritstóri Lærdómsritanna,
fer með fundarstjórn. ■
Aukatónleikar
Nuñez í Salnum
Uppselt er á Duende - Flamenco
funi & fusion tónleika Gerardos
Nuñez í Salnum í tilefni af
spænskum menningardögum á
föstudagskvöldið. Tónleikarnir
verða endurteknir laugardags-
kvöldið 9. október klukkan 20.00.
Flytjendur eru Gerardo
Nuñez, spænskur gítar, Carmen
Cortés, flamenco-dans og lófa-
klapp, Rafael de Utrera, djúp-
söngur, Pablo Marín, kontra-
bassi, og Cepillo, slagverk.
Listamennirnir flytja bræðing
klassískrar flamenco-tónlistar
og nútímalegra strauma, þar
sem gætir áhrifa tónlistar frá
ýmsum heimshornum, einkum
þó djassi. ■
Senn líður að fyrstu frumsýningu
Nemendaleikhússins, sem er út-
skriftarárgangur leiklistardeildar
Listaháskólans og telur níu tilvon-
andi leikara að þessu sinni. Níu
leikarar sem vita ekkert hvað bíð-
ur þeirra þar sem atvinnuöryggi
er beinlínis tryggt í stéttinni. Það
er því forvitnilegt að grennslast
fyrir um hvað tveir af efnilegustu
leikurunum úr útskriftarárgangi
2003 eru að gera þessa dagana, þau
Ilmur Kristjánsdóttir og Björn
Thors.
„Ég er að æfa á Akureyri,“ seg-
ir Ilmur, „í verki sem heitir Ausan
og er eftir Lee Hall. Þetta er ein-
þáttungur og verður settur upp
sem kvöldsýning á móti Stólunum
eftir Eunesco þar sem leikarar
verða Þráinn Karlsson og Guðrún
Ásmundsdóttir.“
Frumsýning verður 4. nóvem-
ber en meðan á æfingatíma stend-
ur kemur Ilmur
suður um helgar
til þess að sýna
Línu langsokk
og Belgísku
Kongó í Borgar-
leikhúsinu og
Hárið í Austur-
bæ. Allar sýn-
ingarnar ganga
mjög vel og ljóst
að Ilmur hefur nóg að gera. En
hvað tekur svo við?
„Eftir áramót fer ég að æfa á
Nýja sviði Borgarleikhússins í
Terrorisma í leikstjórn Stefáns
Jónssonar. Það verður eitthvað
brjálað.“
Björn Thors er að leika í Hárinu
og Þetta er allt að koma í Þjóðleik-
húsinu. Sýning-
um á Græna
landinu, frá
fyrra leikári, er
nýlokið og segir
Björn allt opið í
augnabl ik inu ,
fyrir utan að
reka Hárið. „Við
erum að reka
sjálfstætt leikhús
og það er erfitt að samkeyra sýn-
ingar okkar með sýningarplani
Þjóðleikhússins. Ég hef ekki tekið
að mér verkefni í öðrum leikhúsum
í vetur vegna þess að ég vildi sjá
hvernig Hárið gengi. Við höfum
ekkert efni á að missa sýningar þar
út af sýningum annars staðar.“
Björn er einn fjögurra ungra
leikara sem reka Hárið og segir það
heilmikla skólun. „Það er mikil
reynsla að fara út í rekstur, Þetta er
margþætt starf og maður sér leik-
húsið í allt öðru ljósi en þegar mað-
ur er á leiksviði. Það hefðu flestir
leikarar gott af því að prófa þetta.“
Hvernig gekk sýningin á Akur-
eyri?
„Við erum nú enn að jafna okk-
ur eftir þá ferð. Hún var í einu orði
sagt frábær. Við náðum 20% bæj-
arbúa inn á einu kvöldi og okkur
var mjög vel tekið. Það eru allir
brjálæðislega þreyttir eftir ferð-
ina – en sáttir.“ ■
Leikið norðan heiða og sunnan
ILMUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
BJÖRN THORS