Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 18
18 7. október 2004 FIMMTUDAGUR VOPNAÐUR HAGLABYSSU Byssur þurfa ekki að vera stórar til að vera hættulegar. Það sannar haglabyssan sem Patrick Teel hefur í hendi sinni með fingur- inn á gikknum. Byssan er á stærð við greiðslukort og tekur tvö skothylki í senn. Tryggingastofnun: 500 milljónir í gallað gigtarlyf LYFJAMÁL Tryggingastofnun hefur á síðustu árum greitt tæpar 500 milljónir króna vegna Vioxx gigt- arlyfsins sem tekið var af markaði í síðustu viku um heim allan vegna alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram á vefsíðu TR. Vioxx kom á markað hér á landi árið 2000 og var eina lyfið í Cox-2 lyfjaflokknum tvö fyrstu árin, en að sögn Ingu J. Arnardóttur deild- arstjóra lyfjadeildar TR hefur notkunin síðustu árin dreifst á fleiri lyf innan sama flokks. Engu að síður var Vioxx algengasta gigt- arlyfið í þessum flokki þar til það var tekið úr umferð. Ákvörðun um að taka Vioxx um- svifalaust af markaði um heim all- an var tekin í kjölfar niðurstaðna úr klínískri þriggja ára saman- burðarrannsókn. Í rannsókninni kom meðal annars fram aukin hlut- fallsleg áhætta á alvarlegum auka- verkunum frá hjarta- og æðakerfi, svo sem hjartaáfalli og heilablóð- falli eftir átján mánaða samfellda meðferð. ■ Skálað í skjóli menningar Myrkar hliðar fylgja breyttum drykkjusiðum Íslendinga. Þeim fjölgar sem drekka áfengi daglega. Hættulegt, segir Þórarinn Tyrfingsson og bendir á að hófsemdarmörkin fyrir heilbrigðan mann liggi við tvo áfengisskammta á dag – ekki dropanum meira. HEILBRIGÐISMÁL „Fólk verður að bera ábyrgð á heilsu sinni,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, fram- kvæmdastjóri meðferðarsviðs sjúkrahússins Vogs. Í Fréttablað- inu í fyrradag var fjallað um breyt- ta drykkjusiði landsmanna og þá staðreynd að æ fleiri velja að drek- ka vín með mat nokkrum sinnum í viku. Sala léttvíns hefur aukist stór- lega á undanförnum árum en sterk- ir drykkir á borð við vodka eru á undanhaldi. Sumir myndu ætla að þróunin væri jákvæð en slíkt þarf ekki endilega að vera. Reglulegt rauðvínssull getur verið hættulegt. „Menn hafa sett hófsemdar- mörk á drykkju,“ segir Þórarinn en leggur áherslu á að hófsemd- armörk séu ekki sama og ráðlagð- ur dagskammtur. „Hófsemdar- mörk eru efstu mörk þess sem drekka má á dag án þess að heilsu sé stefnt í voða og fylgikvillar vegna neyslu geri vart við sig.“ Það kann að koma einhverjum á óvart hvar þessi mörk liggja, jafnvel hreyfa við fólki sem drekkur léttvín nokkrum sinnum í viku. „Mörkin, fyrir algjörlega heilbrigðan karlmann á aldrinum 20 til 60 ára, eru við tvo áfengis- skammta á dag. Og fyrir algjör- lega heilbrigða konu á sama aldri er hámarkið einn skammtur,“ segir Þórarinn Tyrfingsson. Áfengisskammtur er einn ein- faldur sterkur drykkur eða eitt létt- vínsglas. Drekki fólk meira en hóf- semdarmörkin segja til um getur það farið að ógna eigin heilsu. „Þegar ég tala um algjörlega heilbrigt fólk á ég við fólk sem ekki stríðir við neina sjúkdóma og tekur engin lyf. Það er til fullt af fólki sem má alls ekki drekka áfengi, sumt af því hefur ríka ættarsögu um áfengissýki og er því í enn meiri hættu.“ Drykkja er ekki menning Jón K. Guðbergsson áfengisráð- gjafi segir meðalhófið vandratað og getur ómögulega mælt með víndrykkju með mat nokkur kvöld vikunnar. „Hvað gerir fólk þá um helgar?“ spyr hann. „Hugsanlega ráða einhverjir við slíka drykkju en við erum svo öfgafull í mörgu, það er hætt við að glösunum fjölgi með tímanum og endi í flösku á dag eða ein- hverju þaðan af meiru.“ Hann bendir á heilsufarslega þáttinn, líkt og Þórarinn, og seg- ir lifrarbólgu vel þekkta meðal þjóða sem sötri vín nokkrum sinnum í viku. „Sumir vísinda- menn eru þeirrar skoðunar að regluleg rauðvínsdrykkja leiði af sér lifrarbólgu og bara þess vegna ber að fara varlega,“ segir Jón, sem gefur lítið fyrir orðið vínmenning. „Mér finnst vín- drykkja ekki vera menning, hvort sem drykkjan er lítil eða mikil.“ Misjafnt er hversu vel fólk hugsar um heilsuna og Þórarinn Tyrfingsson hefur þungar áhyggjur af andvaraleysi lands- manna vegna hennar. „Fólk verð- ur að bera ábyrgð á heilsu sinni og gæta að sér, bæði í mat og drykk. Það er eins og fjarað hafi undan þessari ábyrgð einstak- lingsins með allri læknisþjónust- unni og lyfjunum. Stundum halda menn að það sé pilla á leið- inni sem geti læknað allt en það er bara ekki þannig. Svo segjast sumir bara fara í meðferð ef eitt- hvað gengur illa.“ Þórarinn hefur heyrt ýmislegt í áratugastarfi sínu að meðferð- armálum, t.d. að menn séu í með- ferð út af of miklu sulli. „Auðvit- að eru þeir ekki í meðferð út af sulli. Auðvitað eru þeir í meðferð út af of mikilli drykkju.“ 120 manns eru í meðferð hjá SÁÁ í dag. bjorn@frettabladid.is Öryrkjabandalagið: Fordæmir stjórnvöld ÖRYRKJAR Aðalstjórn Öryrkja- bandalags Íslands fordæmir harð- lega að „ríkisstjórnin skuli enn áforma að svíkja samninginn við öryrkja sem kynntur var hátíðlega fyrir síðustu Alþingiskosningar,“ að því er segir í frétt frá samtökun- um. „Í stað þess að skýla sér með fjölgun öryrkja, þróun sem hófst um miðjan síðasta áratug, verða stjórnvöld að hefja heiðarlega rannsókn á því gerbreytta at- vinnustigi sem ráðið hefur mestu um þessa þróun,“ segir í ályktun aðalstjórnar ÖBÍ sem send var fjölmiðlum í gærdag. ■ SKARÐIÐ EKIÐ Hallinn á veginum um Almannaskarð er sá mesti á hringveginum, eða 16 gráður. Almannaskarð: Sturla brýst í gegn SAMGÖNGUR Á morgun verður brotist í gegn í nýjum jarðgöngum sem verið er að gera undir Al- mannaskarð. Það verður Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem brýst í gegn með lokaspreng- ingu klukkan þrjú. Göngin undir skarðið verða 1.150 metra löng og á gerð þeirra að vera lokið í júní á næsta ári. Al- mannaskarð er rétt austan við Höfn í Hornarfirði. Þar er bratt- asta brekkan á hringveginum. ■ GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI ...einfaldlega betri! Dekkjalagerinn er nú á 11 stöðum um land allt! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ BELGÍA, AP Ólýðræðislegir stjórn- unarhættir víða í Arabalöndum ala á hryðjuverkum, sagði Hol- lendingurinn Gijs de Vries sem fer með baráttuna gegn hryðju- verkum, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hann sagði pólitískar umbætur nauðsynlegar til að sporna gegn hryðjuverkum og ofsatrúarhópum. „Hryðjuverkamenn koma oft frá löndum þar sem stjórnvöld eru slæm, frelsi ónógt og ekki nóg gert til að efla menntakerfið,“ sagði de Vries í viðtali við belg- íska dagblaðið De Morgen. „Það er ljóst að gremja í hinum íslamska heimi elur á hryðjuverk- um,“ sagði de Vries. „Það er aðal- lega til komið vegna þess að stjórnvöld í Arabaríkjum fylgja slæmri stefnu á mörgum sviðum og neita borgurum sínum um ýmis mannréttindi.“ De Vries lagði áherslu á sam- starf Evrópuríkja og Bandaríkj- anna í baráttunni gegn hryðju- verkum. Bandaríkjamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að líta of einhliða á baráttuna gegn hryðju- verkum, það er að segja að þeir líti aðeins á hana sem vopnaða baráttu. Þessu mótmælti de Vries og tók fram að sér þætti þessi sýn manna á stefnu Bandaríkja- stjórnar ósanngjörn. Hann sagði Bandaríkjastjórn skilja hvað um væri að ræða og að hún hefði unnið mikið starf að umbótum í arabaríkjum. ■ Nóbelsverðlaun: Rannsökuðu dauðakoss SVÍÞJÓÐ, AP Tveir ísraelskir vís- indamenn og einn bandarískur hlutu Nóbelsverðlaunin í efna- fræði fyrir uppgötvun sína um hvernig frumur eyða óæskilegum prótínum. Nefna þeir aðferð frumanna koss dauðans. Rannsóknirnar leiddu í ljós að þegar koss dauðans fer úrskeiðis getur það aukið hættu á að fólk sýkist af nokkur hundruð sjúk- dómum, en þeirra á meðal er leg- hálskrabbamein. Aaron Sicechanover og Avram Hershko eru fyrstu Ísraelarnir til að vinna vísindaverðlaun Nóbels. Samstarfsmaður þeirra heitir Irwin Rose. ■ Baráttan gegn hryðjuverkum: Umbætur eru forsenda árangurs FREYÐANDI FREISTING Sala bjórs hefur snaraukist frá því hann var leyfður fyrir 15 árum. ÁNÆGJA EÐA ÁHÆTTA Æ algengara er að fólk fái sér léttvínsglas með matnum virka daga sem um helgar. VIÐ ÖLLU BÚNIR Stjórnvöld um allan heim hafa hert við- búnað gegn hryðjuverkum. KAMPAKÁTIR Ísarelarnir Sicechanover og Hershko fagna nóbelsverðlaununum. AF MARKAÐI Vioxx gigtarlyfið hefur nú verið tekið af markaði um allan heim. Ný lög um fasteignasölur: Skipað í nefndir FASTEIGNASÖLUR Ráðherra hefur skipað í prófnefnd fasteignasala og eftirlitsnefnd Félags fasteigna- sala, samkvæmt nýjum lögum um fasteignasölur sem tóku gildi 1. október. Prófnefndina leiðir Friðjón Örn Friðjónsson hæstaréttarlög- maður en eftirlitsnefndinni stýrir Þorsteinn Einarsson lögmaður. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.