Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 48
7. október 2004 FIMMTUDAGUR
■ TÓNLEIKAR
Benjamin Britten ::: Russian Funeral
Gustav Mahler ::: Kindertotenlieder
Dímitríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 5 í d-moll, op. 47
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einsöngvari ::: Ólafur Kjartan Sigurðarson
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Rauða röðin
byrjar með látum
Fá tónverk tuttugustu aldar hafa notið jafn mikilla vinsælda og fimmta
sinfónía Sjostakovítsj og sagt er að fagnaðarlæti áheyrenda eftir frum-
flutninginn hafi næstum staðið jafn lengi yfir og flutningurinn sjálfur.
Ólafur Kjartan Sigurðarson skráði nafn sitt í sögubækur sem fyrsti
fastráðni óperusöngvarinn á Íslandi og er vel af þeim heiðri kominn.
HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER KL. 19.30Rauð áskriftaröð #1
FIMMTUDAGUR 7/10
BELGÍSKA KONGÓ
eftir Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Kl 20:00 Örfáar sýningar
RÓMEÓ OG JÚLÍA
eftir SHAKESPEARE
Kl 20:00 Örfáar sýningar
FÖSTUDAGUR 8/10
HÉRI HÉRASON
eftir Coline Serreau
kl 20:00 Frumsýning Uppselt
GEITIN
eftir Edward Albee
Kl 20:00
RÓMEÓ OG JÚLÍA
eftir SHAKESPEARE
Kl 20:00 Örfáar sýningar
LAUGARDAGUR 9/10
MENNINGARDAGSKRÁ FEB
Kl 14:30
CHICAGO
eftir Kender, Ebb og Fosse
Tvenn Grímuverðlaun
Kl 20:00 Fáar sýningar eftir
RÓMEÓ OG JÚLÍA
eftir Shakespeare
Kl 20:00 Örfáar sýningar
SUNNUDAGUR 10/10
LÍNA LANGSOKKUR
eftir Astrid Lindgren
kl 14:00
HÉRI HÉRASON
eftir Coline Serreau
kl 20:00 - Gul kort
GEITIN
eftir Edward Albee
Kl 20:00
RÓMEÓ OG JÚLÍA
eftir SHAKESPEARE
Kl 20:00 Uppselt - Örfáar sýningar
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
SÍÐASTA SÖLUVIKA
- ÁSKRIFTARKORT Á 6 SÝNINGAR -
VERTU MEÐ Í VETUR
Miðasala á net inu:
www.borgar le ikhus. is
Miðasala, sími 568 8000
Fim 7. og Fös 8. okt kl. 20
DUENDE - FLAMENCO FUNI & FUSION
UPPSELT
Lau 9. okt kl. 10 – 12
MÁLÞING UM SPÆNSKA MENNINGU
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir
Lau 9. okt kl. 20
DUENDE - FLAMENCO FUNI & FUSION
Gerardo Nuñez og flamenco-hópur
hans halda þessa einu aukatónleika í
Salnum.
NOKKUR SÆTI LAUS
Sjóðandi djass á Borginni
Ólafur Kjartan Sigurðarson syng-
ur með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands í kvöld á vikulegum tónleik-
um hljómsveitarinnar í Háskóla-
bíói. Hann syngur þar Kinder-
totenlieder, eða Barnadauðaljóð,
eftir Gustav Mahler.
„Þetta er verk sem ég er af-
skaplega hrifinn af,“ segir Ólafur
Kjartan. „Mig hefur langað til að
syngja þetta í langan tíma. Þetta
er því mjög kærkomið fyrir mig
og alveg ómetanlegt í rauninni.“
Barnadauðaljóðin, eða Kinder-
totenlieder, eru samin við fimm
ljóð eftir Friedrich Rückert. Ljóð-
in eru ort stuttu eftir að Rückert
missti tvö börn sín úr skarlatssótt,
en aftur á móti lék allt í lyndi hjá
Mahler þegar hann samdi lög sín
við þessi dapurlegu ljóð.
Tveimur árum síðar missti
Mahler hins vegar dóttur sína úr
skarlatssótt, og kenndi sjálfum
sér um að hafa storkað örlögunum
með því að semja þessi lög.
„Eins og gefur að skilja eru
þetta stór og mikil ljóð, og
drungaleg. Tónlist Mahlers við
þau er alveg hreint mögnuð og
mjög krefjandi fyrir alla sem að
flutningnum koma, hvort sem það
er einsöngvarinn, hljómsveitin
eða hljómsveitarstjórinn. Upp-
lifunin á þessari tónlist getur ver-
ið afskaplega sterk og þegar vel
tekst til getur þetta verið mjög
áhrifamikill flutningur.“
Annars er Ólafur Kjartan
þessa dagana á tónleikaferð um
England og Wales, þar sem hann
syngur hlutverk Rigolettos í sam-
nefndri óperu Verdis. Nú síðast
söng hann Rigoletto á mánudags-
kvöldið og næsta sýning verður á
sunnudagskvöld þannig að Ólafur
er bara í skreppitúr hingað til
lands á milli sýninga.
„Svo býð ég spenntur eftir að
byrja að æfa Toscu hér heima í
janúar. Ég er farinn að ferðast um
allt með Toscu undir hendinni og
hreinlega get ekki beðið.“
Stjórnandi á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitarinnar í kvöld verð-
ur Rumon Gamba, aðalstjórnandi
hljómsveitarinnar. Á efnisskrá
tónleikanna eru tvö önnur verk,
sem hljómsveitin flytur án Ólafs
Kjartans. Annað þeirra er Rúss-
nesk jarðarför eftir Benjamin
Britten, en hitt er fimmta sinfónía
Sjostakovitsj. ■
Skrapp heim til að syngja
um barnamissi
Á árunum 1961 til 1966 streymdi
frá kvartett saxófónleikarans
Johns Coltrane hvert lagið á
fætur öðru sem enn þann dag í
dag fær alla sanna djassáhuga-
menn til þess að iða í sætinu.
Kvartett Kára Árnasonar
trommuleikara ætlar að flytja
nokkur af þessum lögum á tón-
leikum djassklúbbsins Múlans,
sem haldnir verða í gyllta salnum
á Hótel Borg í kvöld.
„Þessi tónlist er algjörlega jafn
spennandi og hún hefur alltaf
verið,“ segir Kári, sem hefur
fengið til liðs við sig þá Sigurð
Flosason á saxófón, Ómar Guð-
jónsson á gítar og Agnar Má
Magnússon á orgel.
Á þessum árum spiluðu með
Coltrane þeir McCoy Tyner á
píanó, Reggie Workman á bassa
og Elvin Jones á trommur.
„Jones er bara nýlátinn karlinn.
Hann var að verða áttræður og
það lá við að hann hefði dáið við
settið. Karlinn var svo öflugur.“
Sjálfur dó Coltrane árið 1967,
en tónlist hans er fyrir löngu orð-
in klassík í djassheiminum.
„Það er ennþá verið að kenna
þessi lög sem dæmi um það
hvernig á að spila svona tónlist.“
En það sem var svo skemmti-
legt við þennan kvartett var sam-
setningin á lögunum. Þau eru yfir-
leitt byggð bara á einum hljómi,
sem gengur í gegnum allt lagið.
Einhver gæti nú haldið að það
hljóti að vera einfalt mál, en það
er mjög erfitt að gera svona lagað
svo það verði verulega áhuga-
vert.“
Tónleikarnir á Múlanum hefj-
ast klukkan 21 í kvöld. Aðgangs-
eyrir er þúsund krónur. ■
■ ■ TÓNLEIKAR
19.30 Ólafur Kjartan Sigurðarson
syngur einsöng með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands á tónleikum í
Háskólabíói. Flutt verða verk eftir
Britten, Mahler og Sjostakovitsj.
Stjórnandi er Rumon Gamba.
20.00 Flamenco-hópur Gerardo
Núñezar sýnir hreinræktað fla-
menco í Salnum, Kópavogi.
Ástríðufullur djúpsöngur, gítarleikur
og dans með tilheyrandi klappi.
20.30 Söngkvartettinn Opus heldur
tónleika í Duus, Reykjanesbæ. Á
efnisskránni eru þekkt lög úr
söngleikjum og kvikmyndum.
Miðaverð 1200 kr.
20.30 Tékkneski strengjakvartettinn Pi-
Kap spilar í Ketilhúsinu á Akureyri.
21.00 Kvartett Kára Árnasonar
trommuleikara flytur tónlist eftir
John Coltrane á tónleikum Múl-
ans á Hótel Borg. Með Kára spila
þeir Sigurður Flosason á saxó-
fón, Agnar Már Magnússon á
Hammond orgvél og Ómar Guð-
jónsson á gítar.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
4 5 6 7 8 9 10
Fimmtudagur
OKTÓBER
ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON Syngur Barnadauðaljóð Mahlers á tónleikum Sin-
fóníunnar í kvöld.
KÁRI ÁRNASON TROMMULEIKARI Kári spilar ásamt kvartett sínum sjóðandi heita
tónlist eftir John Coltrane í Múlanum í kvöld.
■ TÓNLEIKAR