Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 50
38 7. október 2004 FIMMTUDAGUR FRÁBÆR SKEMMTUN PRINCESS DIARIES 2 kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 THE TERMINAL SÝND kl. 10.30 SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 og 10.30 THUNDERBIRDS kl. 4 og 6 HAROLD AND KUMAR kl. 8 B.I. 14 GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 3.45 M/ÍSL.TALI COLLATERAL kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.20 B.I. 16SÝND kl. 6, 8 og 10 GRETTIR SÝND KL. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND KL. 4 kr. 450 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4 og 6SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.15 B.I. 16 SÝND kl. 5.40 og 10.15 WICKER PARK kl. 10.15 B.I. 12 TOM CRUISE JAMIE FOXX Þetta hófst sem hvert annað kvöld Hörku spennumynd frá Michael Mann, leikstjóra Heat FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE HHH kvikmyndir.is HHHH Mbl. SÝND kl. 8 B.I. 16 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 MYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON SÝND kl. 5.30, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.15 SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.15 Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargel- lan Alice í svölustu hasarmynd ársins.HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH Ó.Ö.H DV SÝND kl. 5.50, 8 og 10.15 B.I. 14 FRÉTTIR AF FÓLKI ■ TÓNLIST ■ FÓLK Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Akranes Fjarstýrðir bensínbílar verð frá 39.999. Startpakkinn fylgir öllum bílum. Úrval varahluta og aukahluta. Kringlunni 568-8190 Smáralind 522-8322 Söng- og leikkonan Jennifer Lopez segist hafa verið á barmi taugaáfalls eftir að slitnaði upp úr sambandi hennar og leikarans Ben Affleck. Hún segist hafa átt erfitt með að höndla fjölmiðlafárið sem varð vegna sambandsins og það hafi átt stóran þátt í hvernig fór á endan- um. „Á þessum tíma fannst mér þrýstingurinn aukast jafnt og þétt og ég hafði ekki stjórn á neinu,“ sagði Lopez. „Ég hugsaði með mér: „Hvað er eiginlega að koma fyrir mig?.“ Ég var mjög ósátt við þessa þróun.“ Lopez og Affleck voru saman í átján mánuði og léku saman í myndunum Gigli og Jers- ey Girl sem báðar kolféllu í miða- sölunni. Sambandinu lauk síðan í janúar á þessu ári eftir að þau höfðu aflýst brúðkaupi sínu. J-Lo, sem er 34 ára, er nú gift söngvaranum Marc Anthony og segist loksins hafa fundið ham- ingjuna. Hún veit hvað þarf til að halda út langtímasamband. „Þú verður að vera ánægður með sjálfan þig innst inni til að geta verið í ástríku sambandi í langan tíma.“ ■ Mark Chapman, morðingja Johns Lennon, hefur verið synjað um reynslulausn í þriðja sinn. Hann þarf að dúsa áfram í fangelsi eftir að skilorðsnefnd hafnaði umsókn hans á þeim rökum að hann hefði sýnt „mjög ákveðinn brotavilja“ þegar hann skaut Bítilinn fyrrver- andi í Manhattan árið 1980. Skil- orðsnefndin sagði Chapman jafn- framt „bera litla virðingu fyrir mannslífum“ og að Yoko Ono, ekkja Lennons, hefði gengið í gegnum mikla þjáningu þegar hún varð vitni að glæpnum. Í loka- orðum niðurstöðunnar segir nefndin að „væri Chapman sleppt nú væri það óvirðing við lögin“. Ákvörðunin var byggð á viðtölum og öðrum gögnum. Chapman sótti um skilorð árið 2000, þegar hann hafði setið inni í tuttugu ár, og svo aftur árið 2002. Yoko Ono skrifaði skilorðs- nefndinni bréf þar sem hún mælti gegn skilorði Chapmans og minnti á að hann hefði hótað henni og sonum Lennons, Sean og Julian. Chapman skaut John Lennon fyrir utan Dakota-bygginguna í New York þann 8. desember árið 1980. Þá var Lennon nýbúinn að gefa Chapman eiginhandaráritun. Þegar Chapman var handtekinn sagði hann að raddir í höfði hans hefðu hvatt hann til að skjóta Bítilinn. ■ LOS ANGELES, AP Bandaríski grínistinn Rodney Danger- field er látinn 82 ára að aldri. Dangerfield gekkst undir hjartaaðgerð þann 25. ágúst í Los Angeles en fór í dá eftir hana. Hann hafði vaknað úr dáinu skömmu áður en hann lést. „Þegar Rodney vaknaði úr dáinu kyssti hann mig, kreisti hönd mína og brosti,“ sagði Joan, eiginkona Dangerfield, í yfirlýsingu sinni. Dangerfield lætur einnig eftir sig tvö börn úr fyrra hjónabandi. Hinn stóreygði Danger- field, sem hét réttu nafni Jacob Cohen, öðlaðist frægð fyrir gamansemi sína í klúbbum, í sjónvarpinu og í kvikmyndum. Átti hann blómatíma sinn á níunda áratugnum og lék þá meðal annars í myndunum Caddy- shack og Back to School. Var hann þekktur fyrir frasa sína á borð við „I don’t get no respect,“ eða „Ég fæ enga virðingu“. Einnig var hann þekktur fyrir stutta brandara á borð við: „Þegar ég fæddist var ég svo ljótur að læknirinn sló móður mína utan undir“. Ferill Dangerfield í skemmt- anabransanum var ekki hefð- bundinn. Nítján ára gamall hóf hann uppistand. Ferðaðist hann á milli fjölmargra staða með grín sitt en gekk heldur illa að ná end- um saman. Þegar hann kvæntist, 27 ára, ákvað hann taka sér frí frá uppistandinu til að geta fram- fleytt fjölskyldu sinni betur. Dangerfield var 42 ára þeg- ar hann sneri aftur í skemmtanabransann og þá fór hann að vekja athygli. Hann kom sjö sinnum fram í þætti Ed Sullivan og yfir sjötíu sinnum í The Tonight Show hjá Johnny Carson. Dangerfield lék í sinni fyrstu kvikmynd, The Projectionist, árið 1971 en varð ekki þekktur á hvíta tjaldinu fyrr en 1980 í Caddyshack. Meðleikarar hans þar voru Chevy Chase, Bill Murray og Ted Knight. Síðan tóku við myndir á borð við Easy Money, Back to School, The Scout og Ladybugs. Árið 1994 vakti Dangerfield athygli fyrir dramatískt hlutverk í hinni umdeildu mynd Oliver Stone, Natural Born Killers. Í júní á þessu ári gaf hann síðan út sjálfsævisögu sína sem heitir, It’s Not Easy Bein’ Me. Dangerfield var ákaflega virtur á meðal bandarískra grínista. Átti hann meðal annars þátt í að hjálpa þeim Jim Carrey og Jerry Sein- feld að verða þekkt nöfn í bransanum. Einnig var hann góð- vinur spjallþáttastjórnandans Jay Leno og kom margoft fram í þætti hans, The Tonight Show. ■ LeikkonanKeira Knightley er aðleita að felustað í Dublin. Breska stjarnan leitar sér nú að heimili í borginni eftir að hafa verið þar við tökur á myndinni King Arthur. „Keira leigði íbúð í Dublin fyrir myndina og fannst borgin og fólkið yndislegt. Hún varð hrifin af því hversu auðvelt það var fyrir hana að komast á milli staða án þess að verða fyrir nokkru áreiti. Hún ætlar því að kaupa íbúð þar og nota hana til að flýja frá öllu saman,“ segir h e i m i l d a r - maður. Keira er nú við tök- ur á mynd- inni Pride and Prejudice. Framleiðendur söng-leiksins The Ten Commandments, sem nú er sýndur í Los Angeles með leikaranum Val Kilmer í hlut- verki Móse, hafa ákveðið að fækka sýn- ingum vegna n e i k v æ ð r a r g a g n r ý n i . Söngleikurinn, sem var afar dýr í framleiðslu, var frumsýndur í síðustu viku. Var á barmi taugaáfalls LOPEZ OG AFFLECK Hin snoppufríða Jennifer Lopez átti erfitt með að glíma við fjölmiðlafárið í kringum samband sitt við Ben Affleck. MARK CHAPMAN Morðingi Lennons verður að dúsa áfram í fangelsi. Skilorði Chapmans hafnað Grínistinn með stóru augun látinn RODNEY DANGERFIELD Dangerfield ásamt spjallþáttastjórnandanum Jay Leno. Dangerfield kom margoft fram hjá Leno í þættinum The Tonight Show, og hjá forvera hans, Johnny Carson. AP /M YN D FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.