Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 4
4 7. október 2004 FIMMTUDAGUR Kjarabarátta í landinu: Áratugastarfi rústað KJARADEILUR Fyrir handtöku á bryggju Brims í gær sögðu for- svarsmenn sjómannasamtaka að ekki þyrfti annað til að leysa hnút- inn varðandi Sólbak EA 7 en að Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, færi „að kjarasamn- ingum og lögum“. Þeir voru þó meðvitaðir um að til handtöku kynni að koma, en sögðu það ein- ungis veita útgerðinni gálgafrest. „Við höfum stuðning starfsgreina- sambandsins og ljóst að þá verður skipinu neitað um afgreiðslu þegar það kemur næst í höfn,“ sagði Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og óttaðist að ef Brim kæmist upp með að semja við áhöfn Sólbaks án aðkomu stéttarfélaga myndi fjöldi atvinnurekenda fylgja í kjölfarið með ámóta samninga. Hann sagð- ist furða sig á hversu lítið hafi heyrst frá stjórnmálamönnum landsins vegna þessa mikla hags- munamáls verkafólks í landinu. „Eru menn sáttir við að rústað sé áratugastarfi og baráttu stéttarfé- laga í landinu?“ spurði hann. ■ Fyrirtæki verður ekki rekið með ógnunum Tekist er á um félagafrelsi og lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum í deilu samtaka sjó- manna og útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Samtök sjómanna boða áframhaldandi aðgerðir, en útgerðin segist hafa hreinan skjöld og telur aðgerðirnar ólöglegar. KJARADEILUR Guðmundur Kristjáns- son, forstjóri Brims, neitar því al- farið að útgerðarfélagið sé komið á svig við lög og reglur með samn- ingum sínum við áhöfn Sólbaks. „Það er félagafrelsi í landinu,“ bendir Guðmundur á og segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðarfélagið sátt við samninginn. „Landslög kveða á um að ekki megi semja undir gildandi lágmarkslaunum og það erum við heldur ekki að gera,“ sagði hann og bætti við að ekki væri hægt að tala um að kjaradeila væri í gangi þar sem forsvars- menn samtaka sjómanna væru ekki með aðgerðir að beiðni áhafn- arinnar. Guðmundur fordæmdi það sem hann kallaði „ólöglegar of- beldisaðgerðir“ forystumanna samtaka sjómanna og sagði stór- yrði þeirra síst til að stuðla að lausn deilunnar. Þá hafnar Guðmundur því al- farið að útgerðin beiti áhöfn Sól- baks ofríki. „Þetta er algjör della. Það rekur enginn fyrirtæki með því að ógna fólki. Vinnustaðir þurfa samheldni,“ segir hann og bætti við að í upphafi hefði útgerð- in viljað vinna með stéttarfélögum sjómanna í að aðlaga kjarasamn- inga að þörfum útgerðarinnar sem yrði að geta brugðist við auknum kröfum um fljótari afhendingar- tíma vörunnar. „En það fékkst ekki, heldur fengum við bara „nei“ eins og alltaf,“ sagði hann. Þá benti Guðmundur á að ekki hefðu tekist samningar með útgerðarmönnum og sjómönnum árum og áratugum saman. „Það er eitthvað í kerfinu sem þarf að breyta fyrst svona illa gengur að ná samkomulagi,“ sagði hann og taldi að samningar í ætt við vinnustaðasamninga sem Verslunarmannafélag Reykja- víkur hafi hvatt til geta verið byrj- unina á jákvæðri þróun. olikr@frettabladid.is Ertu sátt(ur) við fyrirhugaðar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar? Spurning dagsins í dag: Eiga aðgerðir forystu sjómanna gegn Brimi rétt á sér? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 56% 44% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun HANDTEKNIR Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn tilkynnir forystumönnum sjómanna að þeir séu handteknir. Vinnudeila: Teknir höndum KJARADEILUR Forsvarsmenn samtaka sjómanna sem handteknir voru í gær, eru þeir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Ís- lands, Konráð Alfreðsson, varafor- maður Sjómannasambands Íslands og formaður Sjómannasambands Eyjafjarðar, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasam- bands Íslands, Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykja- víkur, Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands. ■ KJARADEILUR Misræmis gætti í frá- sögn lögregluyfirvalda og hafnar- stjórnar um hvers vegna komið hefði til handtöku forsvarsmanna samtaka sjómanna við Akureyrar- höfn í gær. Lögregla segir hafnarstjórn hafa farið fram á að mennirnir væru fjarlægðir, en því neitar Hörður Blöndal hafnarstjóri. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að útgerðin hafi sent erindi til hafn- arstjóra um að fyrirtækið vildi að tryggður yrði vinnufriður við höfn- ina til að hægt yrði að skipa upp úr Sólbaki AK 7. Hafnarstjóri heim- sótti forsvarsmenn sjómanna um hádegisbil og lýsti því yfir að hafn- arstjórnin tæki ekki afstöðu í mál- inu og gæti ekki kveðið upp úr um hvort löglegar aðgerðir í vinnudeilu væri að ræða eður ei. Þetta viðhorf staðfesti svo Hörður í samtali við blaðið. „Það er lögreglunnar að túlka hvort aðgerðirnar voru lögleg- ar eða ekki og við tókum enga af- stöðu í málinu. Við bara hörmum náttúrlega að menn gátu ekki komið sér saman,“ sagði hann. „Við kröfð- umst þess ekki að farið yrði í ákveð- na aðgerð gegn forystumönnum sjó- mannasamtakanna sem þarna voru, heldur var þetta ákvörðun sýslu- manns sem byggir á hafnarreglu- gerð að hluta, en örugglega líka á fleiri atriðum.“ ■ HAFNARSTJÓRI Hörður Blöndal, hafnarstjóri á Akureyri, segir það ekki hafa verið að sínu undirlagi að forsvarsmenn sjómannasamtaka sem komu í veg fyrir uppskipun úr Sólbaki EA 7 hafi verið handteknir. Aðgerðir við uppskipun úr Sólbaki: Misræmi í rökstuðningi handtöku GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Forstjóri Brims fylgdist með aðgerðum á bryggjunni út um skrifstofugluggann hjá sér í gær. Hann þvertekur fyrir að lög séu brotin með samningum útgerðarinnar við áhöfn Sólbaks. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA TEKNIR HÖNDUM Forystumenn samtaka sjómanna handteknir og færðir til skýrslutöku. MÁLIN RÆDD Guðjón Björnsson, staðgengill sýslu- manns á Akureyri (til vinstri), leitaði samkomulags við Árna Bjarnason, for- seta Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, áður en til handtöku forsvars- manna sjómannasamtakanna kom í gær. Slökkviliðsmenn: Átelja vinnubrögð UPPSAGNIR Slökkviliðsmenn á Kefla- víkurflugvelli átelja vinnubrögð við uppsagnir sautján slökkviliðs- manna í lok september síðastliðins. „Löggiltum slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum er sagt upp á meðan ófaglærðir starfsmenn halda áfram störfum. Það er ljóst að þess háttar vinnubrögð líðast ekki annars staðar á Íslandi,“ segir í fréttatilkynningu frá Landssam- bandi slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingsmanna. Þá er skorað á íslensk stjórnvöld að upplýsa starfsmenn á varnarsvæðinu um framtíð þeirra og eyða þeirri óþolandi óvissu sem þeir búa við. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.