Fréttablaðið - 07.10.2004, Page 4

Fréttablaðið - 07.10.2004, Page 4
4 7. október 2004 FIMMTUDAGUR Kjarabarátta í landinu: Áratugastarfi rústað KJARADEILUR Fyrir handtöku á bryggju Brims í gær sögðu for- svarsmenn sjómannasamtaka að ekki þyrfti annað til að leysa hnút- inn varðandi Sólbak EA 7 en að Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, færi „að kjarasamn- ingum og lögum“. Þeir voru þó meðvitaðir um að til handtöku kynni að koma, en sögðu það ein- ungis veita útgerðinni gálgafrest. „Við höfum stuðning starfsgreina- sambandsins og ljóst að þá verður skipinu neitað um afgreiðslu þegar það kemur næst í höfn,“ sagði Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og óttaðist að ef Brim kæmist upp með að semja við áhöfn Sólbaks án aðkomu stéttarfélaga myndi fjöldi atvinnurekenda fylgja í kjölfarið með ámóta samninga. Hann sagð- ist furða sig á hversu lítið hafi heyrst frá stjórnmálamönnum landsins vegna þessa mikla hags- munamáls verkafólks í landinu. „Eru menn sáttir við að rústað sé áratugastarfi og baráttu stéttarfé- laga í landinu?“ spurði hann. ■ Fyrirtæki verður ekki rekið með ógnunum Tekist er á um félagafrelsi og lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum í deilu samtaka sjó- manna og útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Samtök sjómanna boða áframhaldandi aðgerðir, en útgerðin segist hafa hreinan skjöld og telur aðgerðirnar ólöglegar. KJARADEILUR Guðmundur Kristjáns- son, forstjóri Brims, neitar því al- farið að útgerðarfélagið sé komið á svig við lög og reglur með samn- ingum sínum við áhöfn Sólbaks. „Það er félagafrelsi í landinu,“ bendir Guðmundur á og segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðarfélagið sátt við samninginn. „Landslög kveða á um að ekki megi semja undir gildandi lágmarkslaunum og það erum við heldur ekki að gera,“ sagði hann og bætti við að ekki væri hægt að tala um að kjaradeila væri í gangi þar sem forsvars- menn samtaka sjómanna væru ekki með aðgerðir að beiðni áhafn- arinnar. Guðmundur fordæmdi það sem hann kallaði „ólöglegar of- beldisaðgerðir“ forystumanna samtaka sjómanna og sagði stór- yrði þeirra síst til að stuðla að lausn deilunnar. Þá hafnar Guðmundur því al- farið að útgerðin beiti áhöfn Sól- baks ofríki. „Þetta er algjör della. Það rekur enginn fyrirtæki með því að ógna fólki. Vinnustaðir þurfa samheldni,“ segir hann og bætti við að í upphafi hefði útgerð- in viljað vinna með stéttarfélögum sjómanna í að aðlaga kjarasamn- inga að þörfum útgerðarinnar sem yrði að geta brugðist við auknum kröfum um fljótari afhendingar- tíma vörunnar. „En það fékkst ekki, heldur fengum við bara „nei“ eins og alltaf,“ sagði hann. Þá benti Guðmundur á að ekki hefðu tekist samningar með útgerðarmönnum og sjómönnum árum og áratugum saman. „Það er eitthvað í kerfinu sem þarf að breyta fyrst svona illa gengur að ná samkomulagi,“ sagði hann og taldi að samningar í ætt við vinnustaðasamninga sem Verslunarmannafélag Reykja- víkur hafi hvatt til geta verið byrj- unina á jákvæðri þróun. olikr@frettabladid.is Ertu sátt(ur) við fyrirhugaðar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar? Spurning dagsins í dag: Eiga aðgerðir forystu sjómanna gegn Brimi rétt á sér? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 56% 44% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun HANDTEKNIR Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn tilkynnir forystumönnum sjómanna að þeir séu handteknir. Vinnudeila: Teknir höndum KJARADEILUR Forsvarsmenn samtaka sjómanna sem handteknir voru í gær, eru þeir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Ís- lands, Konráð Alfreðsson, varafor- maður Sjómannasambands Íslands og formaður Sjómannasambands Eyjafjarðar, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasam- bands Íslands, Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykja- víkur, Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands. ■ KJARADEILUR Misræmis gætti í frá- sögn lögregluyfirvalda og hafnar- stjórnar um hvers vegna komið hefði til handtöku forsvarsmanna samtaka sjómanna við Akureyrar- höfn í gær. Lögregla segir hafnarstjórn hafa farið fram á að mennirnir væru fjarlægðir, en því neitar Hörður Blöndal hafnarstjóri. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að útgerðin hafi sent erindi til hafn- arstjóra um að fyrirtækið vildi að tryggður yrði vinnufriður við höfn- ina til að hægt yrði að skipa upp úr Sólbaki AK 7. Hafnarstjóri heim- sótti forsvarsmenn sjómanna um hádegisbil og lýsti því yfir að hafn- arstjórnin tæki ekki afstöðu í mál- inu og gæti ekki kveðið upp úr um hvort löglegar aðgerðir í vinnudeilu væri að ræða eður ei. Þetta viðhorf staðfesti svo Hörður í samtali við blaðið. „Það er lögreglunnar að túlka hvort aðgerðirnar voru lögleg- ar eða ekki og við tókum enga af- stöðu í málinu. Við bara hörmum náttúrlega að menn gátu ekki komið sér saman,“ sagði hann. „Við kröfð- umst þess ekki að farið yrði í ákveð- na aðgerð gegn forystumönnum sjó- mannasamtakanna sem þarna voru, heldur var þetta ákvörðun sýslu- manns sem byggir á hafnarreglu- gerð að hluta, en örugglega líka á fleiri atriðum.“ ■ HAFNARSTJÓRI Hörður Blöndal, hafnarstjóri á Akureyri, segir það ekki hafa verið að sínu undirlagi að forsvarsmenn sjómannasamtaka sem komu í veg fyrir uppskipun úr Sólbaki EA 7 hafi verið handteknir. Aðgerðir við uppskipun úr Sólbaki: Misræmi í rökstuðningi handtöku GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Forstjóri Brims fylgdist með aðgerðum á bryggjunni út um skrifstofugluggann hjá sér í gær. Hann þvertekur fyrir að lög séu brotin með samningum útgerðarinnar við áhöfn Sólbaks. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA TEKNIR HÖNDUM Forystumenn samtaka sjómanna handteknir og færðir til skýrslutöku. MÁLIN RÆDD Guðjón Björnsson, staðgengill sýslu- manns á Akureyri (til vinstri), leitaði samkomulags við Árna Bjarnason, for- seta Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, áður en til handtöku forsvars- manna sjómannasamtakanna kom í gær. Slökkviliðsmenn: Átelja vinnubrögð UPPSAGNIR Slökkviliðsmenn á Kefla- víkurflugvelli átelja vinnubrögð við uppsagnir sautján slökkviliðs- manna í lok september síðastliðins. „Löggiltum slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum er sagt upp á meðan ófaglærðir starfsmenn halda áfram störfum. Það er ljóst að þess háttar vinnubrögð líðast ekki annars staðar á Íslandi,“ segir í fréttatilkynningu frá Landssam- bandi slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingsmanna. Þá er skorað á íslensk stjórnvöld að upplýsa starfsmenn á varnarsvæðinu um framtíð þeirra og eyða þeirri óþolandi óvissu sem þeir búa við. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.