Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 26
Farðu út í garð eða næsta göngustíg og tíndu flott
lauf og greinar sem þú finnur. Keyptu þér ramma með
engu gleri. Festu laufið eða greinina á vegg og hengdu
rammann síðan upp. Þá er bakgrunnur rammans bara
litur veggjarins og laufin fá að njóta sín.
Öryggis-
hurðir
B Í L S K Ú R S
OG IÐNAÐAR H U RÐ I R
Smíðað
eftir máli
Hurðir til
á lager
Eldvarnar-
hurðir
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
LISTASMIÐJAN
KERMIK OG GLERGALLERÝ
Kothúsum, Garði , s: 422-7935
Opið alla daga: Mánudaga- föstudaga 10-18
Laugardaga og sunnudaga 13-18
Námskeið að hefjast í glerbræðslu og
keramikmálun. Einnig fyrir hópa
Hnífapör frá Boda Nova
Falleg hönnun
DUKA vandaðar heimilis og gjafavörur
„Við kærastinn minn fluttum til Berlínar haustið
1996 og tókum með okkur búslóðina. Það fór ekki
betur en svo að allt var skemmt, meðal annars
forláta antíksófi sem við áttum,“ segir Sesselja
Kristjánsdóttir óperusöngkona um sögu fjöl-
skyldusófans. „Við fengum bætur úr tryggingun-
um en vorum sófalaus og fórum því að leita að
staðgengilssófa. Einn daginn rakst ég á bólstrara á
markaði í Berlín sem seldi húsgögn sem voru
bólstruð með nautsleðri. Ég spurði hvort hann ætti
sófa og hann bauð mér í heimsókn á vinnustofuna
sína. Við fórum þangað og þá var hann þar með
alls konar handónýtar sófagrindur. Við völdum
okkur eina og ætluðum svo bara að láta hann
bólstra hana með efni því okkur fannst að leðrið
hlyti að vera of dýrt. Hann sagði okkur þá að sér
þætti mjög leiðinlegt að bólstra með efni og spurði
hvað við hefðum efni á því að borga mikið fyrir
sófa. Við nefndum tryggingaupphæðina fyrir
gamla sófann og hann lét okkur fá grindina sem
við völdum, bólstraða með fínasta nautsleðri.“
Og þetta reyndust mikil kjarakaup. „Sófinn er
frábær, hann er svo breiður að það geta tveir legið
í honum og horft á sjónvarpið og það er hægt að
þurrka úr honum með tusku. Hann er barnvænn og
sulluvænn og því hinn besti fjölskyldusófi.“
Sesselja syngur í óperunni Sweeney Todd en
verður leyndardómsfull á svip þegar hún er spurð
út í hlutverkið sem hún syngur í óperunni um rak-
arann blóðþyrsta:
„Hlutverkið gengur undir nafninu betlikellingin
og það borgar sig ekki að segja neitt of mikið frá
henni og örlögum hennar því það skemmir fyrir
áhorfendum. Hún vekur forvitni, það er það eina
sem ég vil segja.“ Aðspurð um hvort hún hafi nokk-
uð fengið skrýtnar hugmyndir við að æfa þessa
blóðugu óperu segir hún :„Ég held að sófinn minn sé
ekki úr höfuðleðrum. Bútarnir eru of stórir til að
geta verið mannshúð.“
brynhildurb@frettabladid.is
Hjörtur Nielsen bregst við stellstressi:
Tilboðsverð ef pantað er í tíma
„Við lendum svo oft í því að fólk
kemur rétt fyrir jól og vill kaupa
heilt stell. Þá er það stell sem það
valdi sér stundum búið og þá
verður fólk oft fyrir vonbrigðum.
Einnig kemur oft fyrir að fólk
neyðist til að kaupa eitthvað ann-
að stell sem því líkar ekki eins vel
við og þess vegna viljum við ýta
við fólki að ganga frá þessum
kaupum snemma,“ segir Margrét
Rögnvaldsdóttir, eigandi verslun-
arinnar Hjartar Nielsen ásamt
Hlín Kristinsdóttur.
Til að sporna við þessu stressi
býður verslunin upp á gott tilboð
þessa dagana. Fólk getur pantað
stell að eigin vali fyrir 10. október
og þá er pottþétt að það berist
fyrir jól. Ekki skemmir fyrir að
tuttugu prósenta afsláttur er af
öllum stellum í versluninni ef
þessi pöntunarþjónusta er nýtt.
Verslunin Rosenthal sameinað-
ist Hirti Nielsen í apríl á þessu ári
og af þeim sökum er verslunin
með um þrjátíu stell á lager.
Einnig er hægt að panta ótal mörg
stell úr vörulista verslunarinnar.
Vert er að taka fram að öll stell úr
versluninni mega fara í upp-
þvottavél. „Það er mjög algengt í
Evrópu að panta þurfi stell með
góðum fyrirvara og er það gert til
að lækka verð bæði kaupandans
og verslunarinnar. Við stefnum að
því að bjóða upp á þessa þjónustu
allt árið um kring en lágmarks-
pöntun til að nýta sér þessa þjón-
ustu er sex manna stell og þrír
fylgihlutir,“ segir Guðný en þess
má geta að Hjörtur Nielsen er
elsta starfandi sérverslun með
postulínsgjafavörur á Íslandi.
lilja@frettabladid.is
Sesselja í fjölskyldusófanum góða.
Sesselja Kristjánsdóttir:
Sófinn er líklega ekki
úr höfuðleðrum
Margrét Rögnvaldsdóttir og Hlín Krist-
insdóttir eru eigendur verslunarinnar
Hjartar Nielsen í Smáralind.
Glæsileg stell úr versluninni.
Öll stellin mega fara í uppþvottavél.