Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2004, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 07.10.2004, Qupperneq 2
2 7. október 2004 FIMMTUDAGUR KENNARAVERKFALL Grafalvarleg staða er komin upp í kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna, segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands Íslands: „Deilan er í hnút og ég er langt frá því að vera bjart- sýnn.“ Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitarfélag- anna, segir olnbogarými nefndanna til samninga lítið. Kennarar setji fram ófrávíkjanlegar kröfur sem ekki nái fram að ganga nema launa- nefndin gangi að þeim: „Umræðan gengur því út á hvað þeir vilja fá. Forysta kennara er ekki til umræðu um annað.“ Eiríkur segir að allt bendi til þess að síðasti kjarasamningur hafi ekki skilað umsömdu fé til skól- anna. Kennarasambandið hafi ítrek- að kallað eftir efndum samningsins, meðal annars með málaferlum. Birgir Björn segir að staðið hafi verið við kjarasamninginn að fullu leyti. Miklar breytingar hafi verið gerðar á skólastarfi grunnskól- anna. Sveitarfélögin hafi ekki tap- að dómsmálum nema í undantekn- ingartilvikum. „Ég tel að fólk hafi sætt sig illa við breytingarnar og því miður stóð Kennarasambandið ekki með kjarasamningnum í þeim málum.“ ■ KENNARAVERKFALL Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasam- band Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árang- urs, segir Hannes Þorsteinsson, skrifstofustjóri sambandsins. Hannes segir að hægt sé að fresta verkfalli á almennum vinnumarkaði sé komið samn- ingahljóð í menn. Forysta kennara hafi ítrekað sótt eftir því að lögum opinberra starfsmanna verði breytt í samræmi við það sem þar gerist en mætt lokuðum dyrum. Hannes segir hvata sveitarfé- laganna til að fá grunnskólakenn- ara aftur á launaskrá engan. „Pressan er öll á launanefndinni og Birgi Birni Sigurjónssyni. Sveitarfélögin losna við 60 til 70 prósent af launaútgjöldum sínum sem bjargar fjárhag þeirra þessar vikurnar,“ segir Hannes: „Sveitar- félögin hagnast hvern einasta mánuð sem þau geta dregið að semja. Ástæðan er að kjarasamn- ingar eru almennt ekki afturvirk- ir heldur frá þeim tíma sem samið er að nýju. Það er því þeirra hag- ur að draga lappirnar og láta ekk- ert gerast,“ segir Hannes. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir launanefnd- ina í góðu sambandi við sveita- stjórnarmenn. Hún njóti fulls trausts. „Hvati sveitarfélaganna og þjóðarinnar allrar til að leysa verkfall kennara er mikill. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna af verkfallinu eru jafnmiklar og annarra landsmanna,“ segir Vil- hjálmur. Hann hafi ekki hitt einn einasta sveitarstjórnarmann sem hafi velt upp umræðum um hve hagkvæmt verkfall kennara sé sveitarfélögunum. Samkvæmt fyrri fréttum blaðs- ins er sparnaður sveitarfélaganna um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur hvern dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara. Launakostn- aður sveitarfélaganna vegna kenn- ara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna. Hann lækkar eftir því sem verk- fallið dregst á langinn. gag@frettabladid.is Hvammstangi: Brak úr trillu í veiðarfæri LÖGREGLA Gúmmíbjörgunarbátur, rekkverk og fleira komu upp í híf- ingu í Hörpu HU klukkan rúmlega fimm í gærdag. Skipstjóri Hörpu HU frá Hvammstanga taldi hlut- ina vera úr trillunni Jóhannesi HU-28 sem fórst með tveimur mönnum á Húnaflóa í nóvember árið 1990. Hæglætisveður en undiralda var daginn sem trillan sökk fyrir fjórtán árum. Strax eftir að neyð- arkall barst um að trillan væri að sökkva hélt fjöldi báta til leitar á svæðinu. Þá komu þyrla, varðskip- ið Týr og fokker Landhelgisgæsl- unnar að leitinni auk um fimmtíu björgunarsveitarmanna. ■ Nei, ef guð lofar ætla ég að vera í fæðingarorlofi í Reykjavík. Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri hjá Pennanum, sagði í Fréttablaðinu í gær, ótrúlegt að forsætisráherra hefði séð ástæðu til að nefna jarðgöng til Siglu- fjarðar í stefnuræðu sinni. Göngin snerti álíka marga og hraðahindrun á Gullteignum. SPURNING DAGSINS Bryndís, ætlarðu á Síldarævintýrið á Siglufirði næsta sumar? SLÖSUÐ EFTIR BARDAGA Palestínumenn hafa sagt að brotthvarf frá Gaza sé aðeins liður í að styrkja veru Ísra- ela á Vesturbakkanum. Ráðgjafi Sharons: Vill ekki viðræður ÍSRAEL, AP Markmið áætlunar Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, um brotthvarf frá Gaza er að koma í veg fyrir að til verði sjálfstætt Palestínuríki. Þetta sagði Dov Weisglass, helsti ráð- gjafi Sharons í samskiptum við Bandaríkjastjórn, í viðtali við ísraelska dagblaðið Haaretz. Blaðið hefur eftir Weisglass að með brotthvarfi frá Gaza vilji Ísraelsstjórn forðast viðræður við Palestínumenn sem leitt geti til stofnunar sjálfstæðs Palestínurík- is. Hugmyndin er sú, segir hann, að grafa undan samstöðu Palest- ínumanna. Palestínumenn hafa lengi verið efins um ágæti áætl- unarinnar um brotthvarf frá Gaza. ■ FALSARAR HANDTEKNIR Búlg- arska lögreglan handtók þrjá ein- staklinga og lagði hald á falsaða evruseðla að verðmæti 25 millj- óna króna þegar þeir réðust gegn peningafölsunarhóp í Sofiu, höf- uðborg landsins. Búlgarska lög- reglan hefur haft nóg að gera í baráttu við falsara. BORGARMÁL Búið var að vara borgaryfirvöld við því að með því að synja Egilshöll um vín- veitingarleyfi væri verið að brjóta gegn stjórnsýslulögum. Málið var þverpólitískt í borgar- stjórn og klofnaði R-listinn með- al annars í afstöðu sinni. Sjö voru á móti því að veita leyfið og sex með. Í fyrradag úrskurðaði úr- skurðarnefnd um áfengismál að með því að synja Sportbitanum, sem sér um veitingasölu í Egils- höll í Grafarvogi, um leyfi til að veita bjór og léttvín hefðu borg- aryfirvöld brotið gegn jafnræð- isreglu og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Alfreð Þorsteinsson, formað- ur borgarráðs, var einn af þeim sem vildi veita Egilshöllinni vín- veitingaleyfið. „Ég varaði mjög við því að leyfinu yrði synjað og lagði meðal annars fram bókun um það á borgarstjórnarfundi,“ seg- ir Alfreð. „Nú hefur úrskurðar- nefndin komist að þeirri niður- stöðu borgin braut gegn jafn- ræðisreglu og meðalhófsreglu og það er náttúrlega slæmt.“ Alfreð segir að þeir borgar- fulltrúar sem hafi synjað leyf- inu hafi vafalaust gert það í góðri trú. „Þeir töldu sig vera að verja æsku þessa lands,“ segir Alfreð. „Mönnum mátti samt alveg vera það ljóst frá upphafi að vegna ákvæða í stjórnsýslulögum um jafnræði var borginni ekki stætt á að hafna umsókninni og að það stæðist ekki góða stjórnsýslu- hætti.“ ■ ■ EVRÓPA ALFREÐ ÞORSTEINSSON Formaður borgarráðs segir að þeir borgar- fulltrúar sem hafi synjað leyfinu hafi vafa- laust gert það í góðri trú. Formaður borgarráðs varaði við því að Egilshöll yrði synjað um vínveitingaleyfi: Ljóst frá upphafi að synjun stóðst ekki lög KENNARAR Á ÞINGPÖLLUM ALÞINGIS Hannes segir að mörgum kennurum finnist óþægilegt að vera í verkfalli. „Þá er ég ekki bara að tala um peningaáhrifin, sem fólk getur verið nokkur ár að vinna sig út úr, heldur einnig það að finna andúð í fjölmiðlum og samfélaginu. Það er alltaf viss hópur kennara sem segir að verði verkfall hætti þeir að kenna.“ HANNES ÞOR- STEINSSON Segir sveitarfélögin hagnast hvern ein- asta mánuð sem þau geti dregið að semja. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Segir ekki einn ein- asta sveitarstjórnar- mann ræða um hve hagkvæmt verkfall kennara sé. Kjaradeila kennara og sveitarfélaga í hnút: Eiríkur ekki bjartsýnn á að verkfall leysist EIRÍKUR JÓNSSON Eiríkur segir engan árangur hafa verið af kjaraviðræðum samninganefndanna frá því á sunnudag. „Ég veit að kennarar eru ekki tilbúnir að fara inn í skólana á þeim kjör- um sem þeim er boðið. Það er langur veg- ur þar í frá,“ segir Eiríkur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Ekki hægt að fresta verkfalli kennara Lagaumhverfi kjaraviðræðna kennara og sveitarfélaganna er þeim síð- arnefndu í hag. Sveitarfélögin hagnast á þv´að draga samningagerð sem lengst. Kennarar hafa reynt að breyta lögunum en án árangurs. Flug til Eyja: Töf vegna vindhviðna SAMGÖNGUR Tafir urðu á flugi til Vestmannaeyja í gærmorgun vegna hvassviðris í Eyjum. Flugi klukkan hálfátta var frestað, en þær upplýsingar fengust hjá flugmálastjórn í Eyjum að þar hefði verið mis- vindasamt og vindhraði farið upp í 40 hnúta í hviðum, en það eru 20,5 metrar á sekúndu. Allir komust þó til Eyja með flugi í gær sem vildu, þrátt fyrir töfina, samkvæmt upplýsingum Flugfélags Íslands. Ein vél fór í hádeginu í gær og svo önnur klukkan átta í gærkvöldi. ■ Ný skýrsla um Írak: Engin vopn að finna BANDARÍKIN, AP Írakar áttu engin gereyðingarvopn áður en Banda- ríkin réðust inn í landið í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vopnaeftirlitsveitar Bandaríkja- manna í Írak. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að Saddam Hussein hafi ætlað að hefja framleiðslu á gereyðingar- vopnum um leið og hann gæti. Charles Duelfer, yfirmaður vopnaeftirlits Bandaríkjamanna, bar vitni hjá öldungardeildar bandaríska þingsins í gær. Hann sagðist ekki búast við því úr þessu að nein gereyðingarvopn myndu finnast. ■ TEKINN MEÐ KÓKAÍN Maður á tvítugsaldri var handtekinn á Þórshöfn á Langanesi með 1,5 grömm af ætluðu kókaíni á öðr- um tímanum í fyrrinótt. Maður- inn játaði eign efnisins og telst málið upplýst. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.