Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 6
6 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR
Helgi Laxdal gagnýnir Félagsdóm fyrir Sólbaksmálið:
Hafnarfrí ekki á leið
úr kjarasamningum
KJARAMÁL Vélstjórafélag Íslands
hefur ekki tekið tekið afstöðu til
þess hvort fella eigi hafnarfrí út
úr kjarasamningum þess. Helgi
Laxdal, formaður Vélstjórafélags-
ins, segir í það minnsta ljóst að
ekki verði af afnámi hafnarfría
fyrir árslok 2005.
Helgi er ósáttur við að Félags-
dómur hafi talið sérsamning
áhafnarinnar Sólbaks innan
marka kjarasamnings sjómanna
og fellt málið niður. Dómurinn
hafi ekki tekið á vandamálinu:
„Þeir þykjast geta komist hjá
30 klukkustunda hafnarfríi vegna
þess að Sjómannasambandið er
búið að skrifa undir samning sem
gerir ráð fyrir að þetta sé heimilt.
Sá kjarasamningur er í atkvæða-
greiðslu og öðlast ekki gildi fyrr
en niðurstaðan er fengin,“ segir
Helgi:
„Til viðbótar eru vélstjórar
með samning til ársloka 2005. Það
er ekkert á döfinni að breyta þess-
um ákvæðum hjá okkur. Þau eru í
fullu gildi.“
Vélstjórafélagið lætur á það
reyna fyrir Félagsdómi hvort það
standist fyrir lögum að stofna
málamyndafyrirtæki til að kom-
ast undan íslenskum kjarasamn-
ingum og landslögum. - gag
Styrkir til flokka
verði rannsakaðir
Helgi Hjörvar alþingismaður telur að flokkarnir eigi að fá Ríkisendur-
skoðun til að gera almenna athugun á styrkjum olíufélaganna til
stjórnmálaflokkanna. Þannig verði trúnaður ekki brotinn.
OLÍUFÉLÖGIN „Skiptar skoðanir hafa
verið milli flokkanna hvort eigi að
opna bókhald þeirra og sumir
hafa ákveðið að upplýsa um fjár-
hæðir yfir ákveðnu marki. Aðrir
hafa ekki viljað upplýsa neitt.
Væntanlega telja menn sig að ein-
hverju leyti bundna af því að hafa
gefið út yfirlýsingar um trúnað
áður og þeir séu því bundnir af
trúnaði gagnvart styrktaraðilum
sínum. Ég tel hinsvegar að svo sé
ekki gagnvart olíufélögunum því
að stjórnendur olíufélaganna hafa
gengist við skipulagðri brota-
starfsemi sem heitir samsæri
gegn atvinnulífi og neytendum.
Stjórnmálaflokkarnir geta ekki
verið bundnir trúnaði gagnvart
þess háttar starfsemi þegar talið
er að þjóðfélagið hafi orðið fyrir
40 milljarða tjóni. Þá tel ég í raun-
inni að flokkarnir eigi allir að upp-
lýsa um þessi tengsl,“ segir Helgi
Hjörvar alþingismaður.
„Hinsvegar er óraunsætt að
stjórnarflokkarnir sem hafa sér-
staklega verið andvígir því að
upplýsa um styrki muni opna bók-
hald sitt vegna þessa. Mér finnst
mikilvægt að stjórnmálaflokk-
arnir hreinsi stjórnvöld af öllum
grun um að hafa hlíft olíufélögun-
um og fjársvelt Samkeppnis-
stofnun í allan þennan tíma vegna
þess að þeir hafi fengið greiðslur
frá félögunum. Ég hef því lagt til
að flokkarnir leiti til Ríkisendur-
skoðunar um að hún skoði þessi
fjárhagslegu samskipti. Þar með
væri ekki verið að aflétta trúnaði
eða opna bókhald. Einstakir flokk-
ar gætu sett einhver skilyrði fyrir
slíkri athugun en ég held að meg-
inatriðið sé að Ríkisendurskoð-
unin kanni styrki til olíufélaganna
almennt, hversu umfangsmiklir
þessir styrkir hafa verið, og skili
skýrslu um það,“ segir hann.
- ghs@frettabladid.is
Síbería:
Hótel
brennur
MOSKVA, AFP Að minnsta kosti 14
létu lífið þegar hótel brann í
Kyzyl í suðurhluta Síberíu í gær.
Þar að auki voru 17 manns fluttir
á sjúkrahús þar sem gert var að
brunasárum þeirra, eftir því sem
ITAR-TASS fréttastofan segir frá.
Björgunarmenn leiddu 107
manns úr brennandi byggingunni
út í frosthörkur. Frumrannsókn
bendir til að eldurinn hafi kviknað
út frá rafmagnsbilun.
Björgunarmenn eiga að halda
áfram að leita í rústum hússins í
dag og opinberar heimildir herma
að enn séu einhverjir ófundnir. ■
■ EVRÓPA
VEISTU SVARIÐ?
1Hver er bæjarstjóri á Akureyri?
2Í hvaða borg er nú barist í Írak?
3Hverjir eru kynnar Edduverðlaun-anna í ár?
Svörin eru á bls. 58
edda.is
Spennandi og skemmtileg saga
fyrir alla krakka eftir Bubba
Morthens og Robert Jackson
með glæsilegum myndum
Halldórs Baldurssonar.
Bubbi Morthens Robert Jackson
GRUNDARFJÖRÐUR
Bæjarbúar margir hverjir óánægðir með að
kennarar vinni verslunarstörf í verkfalli.
Verkfall:
Kennarar í
önnur störf
KENNARAVERKFALL Þrír kennarar
hafa unnið í versluninni Grundar-
vali í Grundarfirði á meðan þeir
hafa verið í verkfalli. Einn kennar-
anna segir að menn verði að bjarga
sér við þessar aðstæður. Hann hafi
borið þetta undir Kennarasamband
Íslands sem hafi komist að þeirri
niðurstöðu að þetta væri ekki verk-
fallsbrot. Hann segist hafa fundið
fyrir óánægju hjá sumum Grund-
firðingum vegna þessa.
Kennararnir fá greitt úr verk-
fallssjóði þrátt fyrir að stunda
vinna í verkfallinu, um 90.000
krónur á mánuði. - ghg
Langdregið dómsmál:
Öldungur á
sakabekk
INDLAND 107 ára Indverji bíður nú
dómsuppskurðar um hvort hann
þurfi að snúa aftur í fangelsi. Mað-
urinn var fundinn sekur um mann-
dráp fyrir sautján árum þegar hann
varð nágranna sínum að bana í
landadeilum. Síðan þá hefur málið
gengið milli dómsstiga án þess að
endanleg niðurstaða hafi fengist, að
því er BBC greindi frá.
Nankau Prasad Mishra hefur
lengst af sloppið við fangelsisvist á
þessum tíma. Í vor var hann þó
dæmdur til fangelsisvistar en var
fluttur á sjúkrahús í október. Nú
bíður hann svars við því hvort hann
snúi aftur í fangelsi eða fái að
dvelja hjá fjölskyldu sinni. ■
DÓMARI Í KLÁMHNEYKSLI Rúm-
enskur dómari hefur sagt af sér
vegna ásakana um að hafa leikið í
klámmynd. Hin 36 ára Simana
Lungu neitar ásökununum og
segir leikkonuna í myndinni að-
eins líkjast sér. Dómstólaráð
Rúmeníu neitaði að hreinsa hana
af ásökununum og því sagði hún
af sér.
SMIT Á ÍRLANDI Fyrsti einstak-
lingurinn á Írlandi hefur nú
greinst með Creutzfeld-Jakob
sjúkdóminn, það form kúariðu
sem berst í fólk. Áður hafði einn
Íri búsettur í Bretlandi greinst
með sjúkdóminn. Alls hafa 157
einstaklingar greinst með sjúk-
dóminn banvæna, þar af aðeins
10 utan Bretlands.
ENGAR BÆTUR Þjóðverjar sem
reknir voru frá jarðeignum sínum
í austurhluta landsins, sem nú er
hluti Póllands, í lok seinni heimss-
tyrjaldar, eiga ekki rétt á að fá
eignir sínar aftur að mati þýskra
og pólskra lögfræðinga sem tóku
saman skýrslu fyrir pólsk og
þýsk stjórnvöld. Þjóðverjar sem
voru reknir frá Póllandi hafa
krafist þess að fá eignir sínar.
HELGI LAXDAL
Segir Vélstjórafélagið ekki hafa tekið afstöðu til hvort það samþykki að gefa hafnarfríin
eftir. Það fer fram á að Félagsdómur skoði hvort landslög leyfi stofnun málamyndunar-
fyrirtækis.
VIÐSKIPTI Verið er að leggja loka-
hönd á kaup Baugs á kvenfatak-
eðjunni MK One. MK One selur
ódýran tískufatnað og hefur ver-
ið í örum vexti að undanförnu.
Kaupverðið með skuldum er
55 milljónir punda eða sjö millj-
arðar króna. Verslun með ódýran
tískufatnað hefur að undanförnu
vaxið þrisvar sinnum hraðar en
önnur fataverslun í Bretlandi.
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbank-
ans kom að ráðgjöf verkefnisins,
fjármögnun þess og kaupir bank-
inn auk þess 36 prósenta hlut í
fyrirtækinu. Baugur mun eiga
helming hlutafjár og framtíðar-
stjórnendur félagsins munu ein-
nig eignast hlut í félaginu.
Síðustu tvö ár hefur sala MK
One aukist um 22 prósent á ári og
veltir á átjánda milljarð króna.
Verslunarkeðjan rekur 176
verslanir í bretlandi og telja
kaupendur mikil tækifæri í vexti
félagsins í Bretlandi, auk þess
sem litið er á Norðurlöndin sem
framtíðarmarkað fyrir keðjuna.
Hagnaður MK One fyrir fjár-
magnsliði og afskriftir er 1,8
milljarðar króna og greiða Baug-
ur og Landsbankinn því tæplega
fjórfalda framlegð þess fyrir
fyrirtækið.
Seljendur eru David Thomp-
son og Elaine McPearson, en auk
þess átti góðkunningi Baugs,
Philip Green eigandi Arcadia,
hlut í fyrirtækinu.
- hh
HELGI HJÖRVAR
„Stjórnendur olíufélaganna hafa gengist við skipulagðri brotastarfsemi sem heitir samsæri
gegn atvinnulífi og neytendum. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki verið bundnir trúnaði gagn-
vart þess háttar starfsemi.“
Útrás Baugs í Bretlandi:
Tískukeðja með Landsbanka
BÆTIST Í SAFNIÐ
Baugur á leikfangakeðjuna Hamleys ásamt
fleiri breskum verslunarfyrirtækjum. Kven-
fatakeðjan MK One er í þann veginn að
bætast í hóp fyrirtækja sem Baugur leiðir á
breskum smásölumarkaði.