Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 8
8 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Landsvirkjun sameinar starfsstöðvar: Átta missa vinnu við hagræðingu HAGRÆÐING Öllum starfsmönnum Búrfells- og Hrauneyjarfoss- stöðvar hefur verið sagt upp störfum vegna sameiningar starfsstöðvanna. Átta hætta og gera starfslokasamning en öðrum hefur verið boðið að ráða sig aftur til starfa undir breyttum starfs- skilyrðum. Már Guðnason, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, er ósáttur við vinnubrögð Lands- virkjunar. Hann segir uppsagn- irnar hafa komið starfsmönnun- um á óvart því sagt hafi verið að engum yrði sagt upp við breyting- arnar, síðast fyrir tveimur mánuð- um. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir breytingarnar hafa verið nauð- synlegar. Þær taki mið af tækni- þróun síðustu ára: „Við teljum að vandað hafi verið til hvernig þetta mætti sem best ganga og höfum lýst því yfir að við munum gera hvað við getum til að hjálpa ein- staklingum að fá önnur störf.“ Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, segir níu vél- fræðinga í hópi starfsmannanna sem voru endurráðnir: „Í heildina tekið vil ég meina að framkoma Landsvirkjunar hafi verið í lagi.“ - gag Skólastjóri braut stjórnsýslulög Grunnskólinn á Hellu braut stjórnsýslulög þegar tengdasonur skólastjórans var ráðinn skólabílstjóri. Hann hafði ekki réttindi þegar hann sótti um. Skólastjórinn lýsti sig vanhæfan til að ráða í það en aðstoðarskólastjórinn réð tengdasoninn. SVEITARSTJÓRNARMÁL Grunnskólinn á Hellu braut stjórnsýslulög þegar tengdasonur skólastjórans var ráðinn til að aka börnum frá Þykkvabæ til skólans á Hellu. Skólastjórinn lýsti sig vanhæf- an til að ráða í stöðuna og var að- stoðarskólastjórinn fenginn til þess. Hann réð tengdasoninn til starfsins, sem þó hafði ekki til- skilin réttindi til skólaaksturs þegar hann sótti um. Réttindin fékk hann seinna. Í kjölfarið sendi Grétar H. Guðmundsson, sem sótti um starfið en fékk það ekki, sveitarstjóra Rangárþings ytra bréf. Í bréfinu sagði hann ráðn- inguna stangast á við stjórnsýslu- lög og fór fram á að ráðningin yrði endurskoðuð og áskildi sér rétt til skaðabóta. Samkvæmt lögfræðiáliti sem sveitarstjórnin fékk Málflutn- ingsskrifstofuna ehf. til að gera kemur skýrt fram að aðstoðar- skólastjórinn, sem undirmaður skólastjórans, hafi einnig verið vanhæfur til að ráða í stöðuna. Samkvæmt álitinu er hins vegar ekki hægt að ógilda samninginn sem var gerður. Á hreppsnefndar- fundi í síðustu var samþykkt að gefa þeim verktökum, sem sóttu um starfið en fengu ekki, kost á að fá sannanlegan kostnað við um- sóknir sínar greiddan. Minnihlutinn í sveitarstjórn í Rangárþings ytra gagnrýndi ráðninguna harkalega. Í bókun minnihlutans á fundi kemur fram að þegar verkið var auglýst hafi ekkert verið tiltekið um þær kröf- ur sem viðkomandi þyrfti að upp- fylla, hvorki hvað varðar tilskilin réttindi né ökutæki. „Almenna reglan hefur verið sú að skólabílstjórar hafa verið ráðnir beint af framkvæmda- stjóra sveitarfélagsins. Vegna tengsla eins af umsækjendum við skólastjóra, en sá umsækjandi var síðan ráðinn, hefði sú vinnuregla betur verið viðhöfð í þetta skiptið. Þau vinnubrögð sem hér hafa verið viðhöfð eiga, að okkar mati, ekki að þekkjast í opinberri stjórnsýslu.“ Í samtali við Fréttablaðið seg- ist Grétar enn ekki hafa fengið formlegt svar frá sveitarstjórn- inni. Hann útiloki ekki að fara með málið lengra og leita réttar síns með tillitil til hugsanlegra skaðabóta. trausti@frettabladid.is FRAKKAR VORU SKOTMARKIÐ Sjálfsmorðsárás sem kostaði þrjá Ísraela lífið í Tel Aviv í síðustu viku átti upphaflega að beinast að franska sendiráðinu. Þetta sagði Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, að hefði komið í ljós í yfirheyrslum yfir tveimur meðlimum samtak- anna sem skipulögðu árásina. TVEIR PALESTÍNUMENN SKOTNIR Ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn til bana þar sem þeir reyndu að komast inn á bannsvæði á Gaza. Ísraelar sögðu Palestínu- menn hafa gert margar til- raunir til að komast í gegnum svæðið til að koma sprengjum fyrir í Ísrael. ■ MIÐ-AUSTURLÖND SVONA ERUM VIÐ HEILDARVELTA Í SKÓGRÆKT, SKÓGARHÖGGI OG ÞJÓNUSTU 1999 4 2000 7 2001 7 2002 10 2003 29* *Milljónir króna, án vsk Heimild: Hagstofa Íslands – hefur þú séð DV í dag? Biður Sólveigu ekki afsökunar á svindlinu „Ég hef ekkert heyrt í Kristni,” segir Sólveig Pétursdóttir NR. 46 - 2004 • Verð kr. 599 Ólétt og ástfangin! 9 771025 95 6009 STEFNIR HÁTT Í UNGFRÚ HEIMU R UMVAFINN DÁSAMLEGUM DÍVUM! Ástamálin f lókin hjá Geir Óla fs: Fegurðardísin Man uela Ósk alsæl: LÍTILL PRINS Á LEIÐINNI! Bergþór Pálsson h élt grand afmælisboð : Besta d agskrái n! 11.-17.no v. Á MILLI KVENN A! Hugrún Harðard óttir fegurðardrottnin g: KEYPTU SÉR HREIÐUR Í VESTURBÆNUM Logi Bergmann og Svanhildur Hólm: Anna Kristine Jóna Lilja Ásdís 01 S&H FORS Í‹A3704 TBL -2 8.11.20 04 17:21 P age 2 Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! LANDSVIRKJUN Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands segir að störf þess fólks sem missti vinnuna hafi verið mjög vel borguð. Hann eigi ekki von á að það fái sambærilega vinnu annars staðar. HELLA Í RANGÁRÞINGI YTRA Bílstjóri sem ekki fékk starfið útilokar ekki að leita réttar síns með tilliti til hugsanlegra skaðabóta. Rangárþing ytra: Munu endurskoða reglur SVEITARSTJÓRNARMÁL Vinnureglur sem lúta að ráðningu skólabíl- stjóra í Rangárþingi ytra verða endurskoðaðar, að sögn Guðmund- ar I. Gunnlaugssonar sveitar- stjóra. Komið hefur í ljós að skóla- yfirvöld brutu stjórnsýslulög í sumar þegar aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Hellu réði tengda- son skólastjórans sem skólabíl- stjóra. „Þarna virðist mönnum hafa orðið á í messunni og við viðurkennum það,“ segir Guðmundur. Alls sóttu fimm um stöðuna og segist Guð- mundur biðja þá sem ekki fengu starfið velvirðingar. Þeim hafi verið boðið að gera kröfu um bætur vegna kostn- aðar við umsóknina og þar með telji hann málinu lokið. ■ Rússnesk löggjöf: Þrengt að smáflokkum RÚSSLAND, AP Erfiðara verður að skrá stjórnmálaflokka í Rúss- landi samþykki þingið ný lög um skráningu þeirra. Samkvæmt þeim verða skilyrði um lág- marksfjölda félagsmanna til að flokkar fái skráningu hækkuð úr tíu þúsund í 50 þúsund félags- menn. Að auki þurfa flokkar að hafa minnst 500 félaga í lág- marki 50 ríkja til að fá að starfa en nú er gerð krafa um hundrað félaga. Flutningsmenn segja tilgang- inn að hvetja smærri flokka til sameiningar en stjórnarand- stæðingar óttast margir hverjir að tilgangurinn sé í raun að gera stjórnarandstæðingum erfiðara fyrir að starfa. ■ VLADIMÍR PÚTÍN Hefur leitast við að auka völd sín og orðið nokkuð ágengt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.