Fréttablaðið - 11.11.2004, Page 14

Fréttablaðið - 11.11.2004, Page 14
14 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR LÁTINNA MINNST Blómum, kertum og myndum hefur verið komið fyrir nærri staðnum þar sem 155 manns létust í toglestarslysi í austurrísku Ölpunum fyrir fjórum árum. Eldur kom upp í lestinni 11. nóvember 2000 þegar hún fór um göng, flestir þeirra sem um borð voru létust. ÍRAK, AP/AFP Íraskir hermenn hafa fundið „sláturhús gísla“, hús þar sem hryðjuverkamenn héldu gísl- um föngnum og myrtu þá, sagði Abdul Qader Mohan, hershöfð- ingi og yfirmaður írösku her- sveitanna í Falluja. Hann sagði að húsin væru í norðurhluta borgar- innar þar sem búist hefði verið við mestri mótspyrnu. „Við höfum fundið sláturhús í Falluja sem var notað af þessu fólki og svartan klæðnað sem þeir notuðu til að einkenna sig,“ sagði Mohan og bætti við að þar hefðu einnig fundist skýrslur með nöfnum gísla. Háttsettir bandarískir herfor- ingjar sögðu hermenn hafa náð 70 prósentum Falluja á sitt vald og áttu von á að stjórna henni allri innan tveggja daga. Einn herforingi sagðist þó telja að margir vígamenn hefðu flúið borgina áður en árásin á hana hófst. Aðrir sögðu vígamenn hafa misst alla yfirsýn og samband sín á milli. Óvíst er með mannfall. Banda- ríkjaher segir á annað tug banda- rískra hermanna hafa fallið og nokkur hundruð vígamenn. Ekki er vitað um mannfall meðal óbreyttra borgara. 22 létust í bar- dögum í norðurhluta Íraks á sama tíma og barist var í Falluja. ■ Botnvörpu- banni afstýrt Tillaga um allsherjar botnvörpubann náði ekki fram að ganga hjá Sameinuðu þjóðunum. Gríðarlegt hagsmunamál fyrir Íslendinga. SJÁVARÚTVEGUR Tillaga um allsherj- arbann við veiðum með botnvörpu á úthafinu náði ekki fram að ganga hjá Sameinuðu þjóðunum en Kosta Ríka hafði lagt fram til- lögu um slíkt. Samningaviðræð- um um hafréttar- og fiskveiðimál á vegum samtakanna er lokið. Um mikið hagsmunamál er að ræða fyrir Íslendinga þar sem botnvarpa er mikilvægasta veið- arfæri íslenska flotans. Í hana voru veidd rúm fjörutíu prósent alls aflaverðmætis sem dregið var á land á síðasta fiskveiðiári. Hópur sjávarlíffræðinga og um- hverfisverndarsamtaka hafði krafist þess að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna bannaði veiðarnar algjörlega vegna áhrifa þeirra á vistkerfi sjávar. Tómas H. Heiðar, þjóðréttar- fræðingur í utanríkisráðuneytinu, tók þátt fyrir Íslands hönd í við- ræðum Sameinuðu þjóðanna í New York. Hann segir að Noregur hafi lagt fram tillögu sem hneig í sömu átt og tillaga Kosta Ríka. Hins vegar hafi aðeins nokkur ríki lýst yfir stuðningi við tillög- urnar. Ísland, ásamt mörgum öðr- um ríkjum, lagðist hins vegar ákveðið gegn þeim. „Það er á valdi viðkomandi ríkja og svæðisbund- inna fiskveiðistofnana að meta hugsanlega þörf fyrir bann við notkun botnvörpu á einstökum hafsvæðum,“ segir Tómas. Tillag- an um allsherjarbann náði þess vegna ekki fram að ganga. Tómas segir að á undanförnum árum hafi orðið vart við vaxandi viðleitni ýmissa ríkja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að koma á hnattrænni stjórn fiskveiða. Ísland hafi lagst eindregið gegn öllum slíkum tilraunum og vísað í því sambandi til hafréttarsamn- ingsins og úthafsveiðisamnings- ins. Ísland hafi á þessum vett- vangi jafnframt beitt sér gegn hvers konar alhæfingum um stöðu fiskistofna í heiminum og um skaðsemi einstakra tegunda veiðarfæra. ghg@frettabladid.is STJÓRNMÁL Halldór Blöndal, forseti Alþingis, heimsækir Japan 11. til 16. nóvember í boði forseta efri deildar japanska þingsins. Í tilkynningu Alþingis kemur fram að með þingforseta í för verði eiginkona hans Kristrún Eymundsdóttir og þingmennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Guðjón A. Kristjánsson, Jóhann Ársælsson og Steingrímur J. Sigfússon ásamt forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis. Sendinefndin heimsækir Tokyo og Kyoto. „Rætt verður við for- seta efri og neðri deildar japanska þingsins, ráðherra og þingmenn. Forseti Alþingis og eiginkona hans munu jafnframt hitta japönsku keisarahjónin,“ segir í tilkynningunni. - óká Smábær í Kanada: Harmi slegin KANADA Hjón og maður fundust látin í húsi í bænum Maniwaki í Kanada í gær. Fólkið lést af skotsárum og telur lögreglan að eiginmaðurinn hafi skotið konuna og hinn mann- inn og síðan framið sjálfsvíg. Eig- inkonan hafði haldið framhjá manninum sínum með þeim sem fannst látinn. Einungis átta þús- und manns búa í Maniwaki og eru bæjarbúar mjög slegnir. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins 13:00-13:20 Ávarp - Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. 13:20-13:35 Í þá gömlu góðu daga - Björn Dagbjartsson (fv. alþingismaður og forstjóri Rf 1974-84). 13:35-13:50 Stefna og nýjar áherslur í starfsemi Rf - Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf. 13:50-14:35 Future aspects in marketing of new seafood products - Steve Dillingham, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrir- tækisins Strategro International. 14:35-14:50 Veiðar,vinnsla, verðmæti - Sigurjón Arason, sérfræðingur á Rf. 14:50-15:10 Umræður. 15:10-15:35 Kaffi. 15:35-16:05 Safety of seafood - Oyvind Lie - Stjórnandi Matvæla- rannsóknastofnunarinnar í Noregi (Nasjonalt Institutt for Ernærings og Sjömatforskning) / Prófessor við Háskólann í Bergen. 16:05-16:20 Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða - Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri Umhverfis- og gæðasviðs Rf. 16:20-16:40 Umræður. 17:00-18:00 Léttar veitingar í boði Rf. Fundarstjóri: Kristján Þórarinsson - Stofnvistfræðingur L.Í.Ú. Aðgangur að fundinum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Rf: www.rf.is Sætaferðir verða frá skrifstofu Rf, Skúlagötu 4 kl. 12:00 og frá Grindavík kl. 18:15 www.rf.is Haustfundur Rf 2004 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins heldur Haustfund sinn 2004 í Saltfisksetrinu, Grindavík, föstudaginn 12. nóvember kl. 13-17. Dagskrá E in n t v e ir o g þ r ír 1 56 .0 23 Forseti Alþingis: Í heimsókn til Japan TOGARAR VIÐ HÖFN Rúm fjörutíu prósent alls aflaverðmætis sem dregin voru á land á síðasta fiskveiðiári voru veidd með botnvörpu. TÓMAS H. HEIÐAR Fulltrúi Íslands í viðræðum Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál, afstýrði allsherjarbanni við veiðum með botnvörpu. SLÖSUÐ STÚLKA Á HERSJÚKRAHÚSI Þessi níu ára stúlka lá á hersjúkrahúsi þar sem gert var að sárum hennar. Báðir fætur hennar og höfuðkúpa brotnuðu. Stærstur hluti Falluja á valdi bandarískra og íraskra hermanna: Segjast hafa fundið „sláturhús gísla“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.