Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 18
18 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR <FALUN GONG MÓTMÆLIR Meðlimir Falun Gong hugleiddu fyrir fram- an hæstarétt Hong Kong þegar dómur var felldur í máli sextán meðlima Falun Gong sem voru ákærðir fyrir að mótmæla við skrifstofu kínverskra stjórnvalda í Hong Kong í mars 2002. Þeir voru sýknaðir af ákærum um að raska almannaró en dæmdir fyrir önnur brot. Falun Gong er bannað í Kína. Sverrir Hermannsson: Fleiri pottar brotnir OLÍUMÁLIÐ Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra, telur að fletta verði upp í fjármálum ríkis- stjórnarflokkanna og þá komi ým- islegt í ljós. „Flokkarnir sitja við völd í skjóli fjár frá olíufélögun- um, tryggingafélögunum og kvótagreifunum, sér í lagi Fram- sóknarflokkurinn. Hitt er svo ann- að mál að það mun birta af degi hjá okkur. Við þurfum bara að vera réttlát. Auðvitað eigum við að leyfa frelsi til orða og athafna en það þarf að vara sig. Það þarf að setja lög gegn hringamyndun- um en við megum ekki hindra menn í framtaki,“ segir hann. Sverrir telur rangt að virkt eftirlit hafi verið samkvæmt sam- keppnislögum. „Málið er alveg óskaplegt og raunar lygilegt. Ef bara væri þessi eini pottur brot- inn þá myndu menn frekar láta huggast. Þetta verður auðvitað að ganga sína leið fyrir dómstólum en ég held að það séu miklu fleiri pottar brotnir,“ segir hann og nefnir til dæmis hjá einkavæðing- arnefnd, sölu á Búnaðarbanka, íslenskum aðalverktökum og sölu á eign Landsbankans í VÍS. - ghs Virðing Íslands að veði Hætta er á að stjórnvöld fái ávítur frá Alþjóðavinnu- málastofnuninni setji þau lög á verkfall kennara. LAGASETNING Hætta er á að ríkis- stjórnin fái ávítur frá Alþjóða- vinnumálastofnuninni setji hún lög sem kveða ekki á um betri rétt en felld miðlunartillaga, segir Lára V. Júlíusdóttir hæstarétta- lögmaður. Stjórnvöld voru síðast ávítt af stofnun- inni í júní vegna lagasetningar á verkfall sjó- manna árið 2001. Lára segir að yrðu lög sett á verkfall kennara og deilan sett í gerðardóm, sem hefði úr meiru að fé að spila en nú hafi boðist, mætti forða því að Ísland lenti á svörtum lista Al- þjóðavinnumála- stofnunar: „Það er litið til þess ef Ísland er ítrekað að brjóta þessi grundvallarmannréttindi sem samningsrétturinn er.“ Ingvar Sverrisson, lögfræðing- ur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að þegar stjórnvöld hafi sett lög á verkfall sjómanna hafi nið- urstaða stofnunarinnar verið að stjórnvöld hafi farið offari með lagasetningunni. Lára segir hvorki sektir né refsingar viðurlög Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar en athuga- semdir hennar geti verið Íslandi erfiðar: „Það er ógaman að vera í alþjóðasamstarfi og hluti af Sam- einuðu þjóðunum sem Alþjóða- vinnumálstofnunin tilheyrir og fá athugasemdir vegna framgöngu stjórnvalda í tengslum við verk- föll.“ Ingvar segir umsagnir stofn- unarinnar fyrst og fremst spurn- ingu um virðingu viðkomandi aðildarríkis og stöðu þess í sam- félagi annarra ríkja sem aðild eiga að stofnuninni: „Það er mjög slæmt að Ísland í þessu tiltekna máli sjómanna var sett í sama flokk og ríki sem við berum okkur helst ekki saman við, eins og sum ríki í Suður-Ameríku þar sem rétt- indi verkafólks og stéttarfélaga eru fótum troðin.“ Ingvar segir að þrátt fyrir á- vítur í málum sjómanna sé al- menn sátt um fyrirkomulag samn- inga á íslenskum vinnumarkaði. „Það ríkir almennt séð friður, en það eru alltaf einstaka mál sem koma upp, eins og með kennara, þar sem uppsöfnuð óánægja og reiði ríkir og menn fara út í verk- fallsaðgerðir. Það þarf ekki að vera áfellisdómur yfir kerfinu í heild sinni.“ gag@frettabladid.is ■ ASÍA NAUÐGUN MÓTMÆLT Hundruð námsmanna komu saman í Sr- inagar í indverska hluta Kasmír til að krefjast þess að indverskir hermenn yrðu dregnir fyrir rétt fyrir að nauðga tólf ára stúlku og móður hennar. Yfirmenn ind- verska hersins segjast ekkert kannast við málið en hafa fyrir- skipað rannsókn. VILL HÆKKA STARFSLOKAALDUR Hinn rúmlega áttræði Lee Kuan Yew, fyrrum forsætisráðherra Singapúr og núverandi ráðgjafi sonar síns sem tekinn er við embættinu, vill hækka lögbund- inn starfslokaaldur í landinu. Nú verður fólk að hætta störfum 62 ára en þetta segir Lee fráleitt ef fólk heldur heilsu. Tímaritið Birta - frítt fyrir þig • Þorgrímur þorir að vera mjúkur • Ítölsk matarmenning • Býr Bridget Jones í þér? • Náttföt fyrir skammdegið • Bíómyndir vikunnar • Sjónvarpsdagskráin • Persónuleikapróf • Stjörnuspá og margt fleira ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS Landspítalinn: Göngugreinir að gjöf HEILBRIGÐISMÁL Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands hefur fært sjúkraþjálfun á Landspítala Fossvogi að gjöf göngugreiningartæki. Göngugreinirinn metur flesta þætti göngu og er mikil hjálp við val á meðferð, spelkum og gönguhjálpartækjum. Með ná- kvæmari greiningu og meðferð í kjölfarið má meðal annars gera ráð fyrir að hægt verði að fækka byltum og brotum. Möguleiki er á ýmsum rannsóknum tengdum göngu, svo sem mati á áhrifum lyfja á göngugetu Parkinson- sjúklinga. Tækið býður upp á víðtæka notkun til rannsókna og styrkir þannig vísindalegan þátt starfseminnar. ■ KRÖFUGANGA KENNARA Almennt ríkir friður á vinnumarkaði en stundum koma upp einstaka mál, eins og með kennara, þar sem uppsöfnuð óánægja og reiði ríkir og menn fara út í verkfallsaðgerðir, segir lögfræðingur ASÍ. SVERRIR HERMANNSSON Telur að fletta þurfi upp í fjármálum ríkis- stjórnarflokkanna því að þá geti ýmislegt komið í ljós. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR Segir mega forða því að Ísland lendi á svörtum lista. Shirin Ebadi: Mátti ekki mótmæla ÍRAN, AP Írönsk stjórnvöld hafa bannað Shirin Ebadi, friðarverð- launahafa Nóbels í fyrra, að efna til mótmæla gegn aftökum á ungmenn- um undir átján ára aldri. Ebadi ætl- aði að efna til mótmælanna í dag en var neitað um leyfi til að halda þau. „Ríkisstjórnin verður að útskýra hvers vegna þau leyfa ekki friðsam- leg mótmæli gegn brotum á svo sjálfsögðum mannréttindum,“ sagði Ebadi. Hún sagði að stjórnvöld hefðu sagt lagafrumvarp í vinnslu sem takmarkaði dauðadóma yfir ungmennum en tók fram að það væri ekki nóg þar sem dauðadómar yfir ungmennum yrðu ekki bannað- ir. ■ GÓÐ GJÖF Nýtt tæki til göngugreiningar sem Kvenna- deild Reykjavíkurdeildar RKÍ hefur fært LSH að gjöf getur fækkað byltum og brot- um. Myndin er frá afhendingu gjafarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.