Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 22
11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Alls 36 manns særðust í sprengingu í Katmandú: Maóistum kennt um hryðjuverk KATMANDÚ, AP Öflug sprengja sprakk í gærmorgun í opinberri byggingu sem verið er að byggja í miðborg Katmandú í Nepal. Alls slösuðust 36 manns. Lögreglan telur að maóistar hafi komið bakpoka með sprengi- efni fyrir í byggingunni. Hryðju- verk maóista, sem hafa barist fyrir því síðan árið 1996 að komm- únismi verði tekinn upp í Nepal, hafa kostað um tíu þúsund manns lífið í Nepal. Lögregluyfirvöld telja sig vita hverjir ódæðismenn- irnir voru og vonast til að hand- taka þá fljótlega. Vopnahlé ríkti milli uppreisn- armanna og stjórnvalda í Nepal vegna trúarhátíðar hindúa í lok október. Síðan því lauk 28. októ- ber hafa 30 manns látist í átökum uppreisnarmanna og stjórnvalda. Sprengingin sem varð í gær heyrðist í allt að tveggja kíló- metra fjarlægð frá byggingunni. Byggingin skemmdist nokkuð og rúður brotnuðu í nálægum húsum. Verkamenn sem voru að vinna í húsinu slösuðust, sem og nokkrir vegfarendur sem áttu leið fram hjá því. ■ VIÐSKIPTI Einkavæðingarnefnd hef- ur ákveðið að ganga til viðræðna við fjármálafyrirtækið Morgan Stanley í Lundúnum um að vera nefndinni til ráðgjafar við sölu á eignarhlut ríkisins í Símanum. Fjórtán sóttu um verkefnið, þar á meðal mörg íslensk fyrirtæki. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að meðal þeirra hafi verið hel- stu endurskoðunarfyrirtæki lands- ins auk HSBC, sem sá um einka- væðingu Landsbankans, Deutsche Bank og sænska fjármálafyrirtæk- ið Carnegie í samstarfi við Verð- bréfastofuna. Carnegie hefur mikla reynslu af einkavæðingu símafyrirtækja á Norðurlöndum. Að sögn Jörundar Valtýssonar, deildarstjóra í forsætisráðuneytinu og starfsmanns einkavæðingarn- efndar, munu viðræður við Morgan Stanley hefjast á næstu dögum. „Þetta er afskaplega virt og þekkt fjármálastofnun og við hlökk- um til viðræðnanna,“ segir hann. Hann segir að góður gangur sé í ei- nkavæðingu Símans en vill ekki segja til um hvenær næstu skref verið tekin. Enn á eftir að ákveða hvort kjöl- festuhlutur í Símanum verður seld- ur sérstaklega en ef svo verður mun Morgan Stanley sjá um söluna. - þk OPINBER BYGGING Í NEPAL Hermenn standa vörð um bygginguna eftir að sprengjan sprakk í gærmorgun. OLÍUFÉLÖGIN Forsvarsmenn Olís hótuðu að setja eiganda smur- verkstæðis á Höfn í Hornafirði á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irv- ing á Íslandi. Þetta segir Olgeir Jóhannesson, sem rak Smur og dekk á Höfn í ellefu ár. Hann hætti rekstri fyrir skömmu. Hann segir að árið 2001 hafi honum verið boðin smurolía frá Irving á helmingi lægra verði en Olís hefði selt honum á. Hann sagðist hafa ætlað að taka tilboð- inu en misst það út úr sér við for- svarsmenn Olís og þeir hafi brugðist ókvæða við. „Þeir hótuðu því að setja mig á hausinn ef ég myndi kaupa Irv- ing-olíur,“ segir Olgeir. „Þeir sögðu að ef ég myndi kaupa Irv- ing-olíur myndu þeir setja upp aðra smurstöð við hliðina á mér og hirða af mér öll viðskiptin. Þetta voru náttúrlega fáranleg viðbrögð sem komu mér algjör- lega á óvart. Ég var ekkert háður Olís og átti til dæmis sjálfur hús- næðið sem smuverkstæðið var í. Eftir þessar hótanir þorði ég samt ekki annað en að hætta við. Olís vildi samt ekkert gera fyrir mig. Lækkuðu ekki verð á olí- unni sem þeir seldu mér eða neitt slíkt.“ Sigurður Ei- ríksson, sem var umboðsmaður fyrir Irving-smur- olíur á þessum tíma, segist vel muna eftir þessu. „Svona var þetta alls staðar þar sem mínir sölumenn komu,“ segir Sigurður. „Vegna hótana ol- íufélaganna voru menn logandi hræddir við að skipta við okkur jafnvel þótt þeir vildu það. Við vorum samt það ódýrir að sumir lögðu það á sig að koma til okkar á kvöldin, nánast í skjóli nætur, með tunnur frá Essó, Skeljungi eða Olís og við fylltum á þær. Þannig voru viðskiptin um tíma.“ Sigurður segir að það hafi ekki verið hægt að stunda við- skipti undir þessum kringum- stæðum, þess vegna hafi hann e i n f a l d l e g a neyðst til að hætta. „Það var bara alls staðar lokað á kaup hjá okk- ur.“ Hótað fyrir að vilja kaupa Irving-olíur Fyrrverandi eigandi smurverkstæðis á Höfn segir að Olís hafi hótað að setja hann á hausinn. Vildi kaupa olíu af umboðsmanni Irving á helmingi lægra verði. Fyllt var á tunnur frá Essó, Skeljungi og Olís í skjóli nætur. SMURVERKSTÆÐI Fyrrverandi umboðsmaður fyrir Irving-smurolíur segir að eigendur smurverkstæða hafi víða verið logandi hræddir að eiga viðskipti við hann. Einkavæðing Símans: Morgan Stanley verður ráðgjafi trausti@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.