Fréttablaðið - 11.11.2004, Síða 22
11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR
Alls 36 manns særðust í sprengingu í Katmandú:
Maóistum kennt
um hryðjuverk
KATMANDÚ, AP Öflug sprengja
sprakk í gærmorgun í opinberri
byggingu sem verið er að byggja í
miðborg Katmandú í Nepal. Alls
slösuðust 36 manns.
Lögreglan telur að maóistar
hafi komið bakpoka með sprengi-
efni fyrir í byggingunni. Hryðju-
verk maóista, sem hafa barist
fyrir því síðan árið 1996 að komm-
únismi verði tekinn upp í Nepal,
hafa kostað um tíu þúsund manns
lífið í Nepal. Lögregluyfirvöld
telja sig vita hverjir ódæðismenn-
irnir voru og vonast til að hand-
taka þá fljótlega.
Vopnahlé ríkti milli uppreisn-
armanna og stjórnvalda í Nepal
vegna trúarhátíðar hindúa í lok
október. Síðan því lauk 28. októ-
ber hafa 30 manns látist í átökum
uppreisnarmanna og stjórnvalda.
Sprengingin sem varð í gær
heyrðist í allt að tveggja kíló-
metra fjarlægð frá byggingunni.
Byggingin skemmdist nokkuð og
rúður brotnuðu í nálægum húsum.
Verkamenn sem voru að vinna í
húsinu slösuðust, sem og nokkrir
vegfarendur sem áttu leið fram
hjá því. ■
VIÐSKIPTI Einkavæðingarnefnd hef-
ur ákveðið að ganga til viðræðna
við fjármálafyrirtækið Morgan
Stanley í Lundúnum um að vera
nefndinni til ráðgjafar við sölu á
eignarhlut ríkisins í Símanum.
Fjórtán sóttu um verkefnið, þar
á meðal mörg íslensk fyrirtæki.
Fréttablaðið hefur heimildir fyrir
því að meðal þeirra hafi verið hel-
stu endurskoðunarfyrirtæki lands-
ins auk HSBC, sem sá um einka-
væðingu Landsbankans, Deutsche
Bank og sænska fjármálafyrirtæk-
ið Carnegie í samstarfi við Verð-
bréfastofuna. Carnegie hefur
mikla reynslu af einkavæðingu
símafyrirtækja á Norðurlöndum.
Að sögn Jörundar Valtýssonar,
deildarstjóra í forsætisráðuneytinu
og starfsmanns einkavæðingarn-
efndar, munu viðræður við Morgan
Stanley hefjast á næstu dögum.
„Þetta er afskaplega virt og
þekkt fjármálastofnun og við hlökk-
um til viðræðnanna,“ segir hann.
Hann segir að góður gangur sé í ei-
nkavæðingu Símans en vill ekki
segja til um hvenær næstu skref
verið tekin.
Enn á eftir að ákveða hvort kjöl-
festuhlutur í Símanum verður seld-
ur sérstaklega en ef svo verður mun
Morgan Stanley sjá um söluna. - þk
OPINBER BYGGING Í NEPAL
Hermenn standa vörð um bygginguna eftir
að sprengjan sprakk í gærmorgun.
OLÍUFÉLÖGIN Forsvarsmenn Olís
hótuðu að setja eiganda smur-
verkstæðis á Höfn í Hornafirði á
hausinn ef hann myndi kaupa
smurolíur af umboðsmanni Irv-
ing á Íslandi. Þetta segir Olgeir
Jóhannesson, sem rak Smur og
dekk á Höfn í ellefu ár. Hann
hætti rekstri fyrir skömmu.
Hann segir að árið 2001 hafi
honum verið boðin smurolía frá
Irving á helmingi lægra verði en
Olís hefði selt honum á. Hann
sagðist hafa ætlað að taka tilboð-
inu en misst það út úr sér við for-
svarsmenn Olís og þeir hafi
brugðist ókvæða við.
„Þeir hótuðu því að setja mig á
hausinn ef ég myndi kaupa Irv-
ing-olíur,“ segir Olgeir. „Þeir
sögðu að ef ég myndi kaupa Irv-
ing-olíur myndu þeir setja upp
aðra smurstöð við hliðina á mér
og hirða af mér öll viðskiptin.
Þetta voru náttúrlega fáranleg
viðbrögð sem komu mér algjör-
lega á óvart. Ég var ekkert háður
Olís og átti til dæmis sjálfur hús-
næðið sem smuverkstæðið var í.
Eftir þessar hótanir þorði ég
samt ekki annað
en að hætta við.
Olís vildi samt
ekkert gera fyrir
mig. Lækkuðu
ekki verð á olí-
unni sem þeir
seldu mér eða
neitt slíkt.“
Sigurður Ei-
ríksson, sem var
umboðsmaður fyrir Irving-smur-
olíur á þessum tíma, segist vel
muna eftir þessu.
„Svona var þetta alls staðar
þar sem mínir sölumenn komu,“
segir Sigurður. „Vegna hótana ol-
íufélaganna voru menn logandi
hræddir við að skipta við okkur
jafnvel þótt þeir vildu það. Við
vorum samt það ódýrir að sumir
lögðu það á sig að koma til okkar
á kvöldin, nánast í skjóli nætur,
með tunnur frá Essó, Skeljungi
eða Olís og við fylltum á þær.
Þannig voru viðskiptin um tíma.“
Sigurður segir að það hafi
ekki verið hægt að stunda við-
skipti undir þessum kringum-
stæðum, þess
vegna hafi hann
e i n f a l d l e g a
neyðst til að
hætta.
„Það var bara
alls staðar lokað
á kaup hjá okk-
ur.“
Hótað fyrir að vilja
kaupa Irving-olíur
Fyrrverandi eigandi smurverkstæðis á Höfn segir að Olís hafi hótað að setja
hann á hausinn. Vildi kaupa olíu af umboðsmanni Irving á helmingi lægra
verði. Fyllt var á tunnur frá Essó, Skeljungi og Olís í skjóli nætur.
SMURVERKSTÆÐI
Fyrrverandi umboðsmaður fyrir Irving-smurolíur segir að eigendur smurverkstæða hafi
víða verið logandi hræddir að eiga viðskipti við hann.
Einkavæðing Símans:
Morgan Stanley
verður ráðgjafi
trausti@frettabladid.is