Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 30
Álit Bandaríkjanna í augum um-
heimsins hefur dvínað nokkur
undangengin ár. Hnignunin hófst
fyrir alvöru eftir forsetakosn-
ingarnar fyrir fjórum árum, þeg-
ar repúblíkanar beittu brögðum í
Flórída til að vinna á endanum
vafasaman sigur þar með Hæsta-
réttarúrskurði þess efnis, að
endurtalningu atkvæða skyldi
hætt. George W. Bush var dæmd-
ur sigurinn í Hæstarétti með
fimm atkvæðum gegn fjórum.
Einn dómarinn lýsti þeirri skoð-
un, að rétturinn hefði með þeim
dómi fyrirgert trausti fólksins í
landinu. Hefði leikið einhver vafi
á úrslitum kosninganna um dag-
inn, hefði hollusta fimm hæsta-
réttardómara varla dugað Bush
forseta eins og síðast, þar eð
dómsmálin hefðu getað orðið svo
mýmörg, að það hefði ekki
reynzt vinnandi vegur fyrir rétt-
inn að dæma í þeim öllum í tæk-
an tíma. Á þetta reyndi þó ekki,
úr því að Bush vann skýran og
óvefengjanlegan sigur.
Kjör Bush forseta er bein af-
leiðing þeirrar umbreytingar,
sem hefur riðið yfir dreifðar
byggðir Bandaríkjanna undan-
gengin ár. Trúarofstækis- og öf-
gamenn hafa komizt til áhrifa í
flokki forsetans: menn, sem telja
brýnt að innleiða bænahald í
skólum og ryðja þróunarkenn-
ingunni burt úr námsefni handa
börnum og unglingum. Repúblík-
anar hafa nú öll ráð í hendi sér í
Washington. Einn nýkjörinn öld-
ungadeildarþingmaður þeirra
lýsir baráttunni við demókrata
sem baráttu góðs og ills og hefur
sagzt vera fylgjandi dauðarefs-
ingu handa læknum, sem fram-
kvæma fóstureyðingar. Hann er
ekki einn.
Álitshnekkir Bandaríkjanna
að undanförnu er áþreifanlegur í
alþjóðlegum staðtölum. Banda-
ríkin hafa verið að hrapa niður
eftir ýmsum alþjóðalistum, þar
sem landið trónaði löngum í
efstu sætunum. Tökum lýðræði
fyrst. Stjórnmálafræðingar
fylgjast með þróun lýðræðis um
heiminn og reyna eftir föngum
að slá máli á það og raða síðan
löndum heimsins eftir ræktinni,
sem þau leggja við lýðræðislega
stjórnarhætti. Bandaríkin hafa
sigið niður eftir lýðræðislistan-
um síðustu ár og eru nú í 15.
sæti. Þessi hnignun stafar m.a.
af því, að Bandaríkjastjórn hefur
með ýmsu móti skert borgara-
réttindi síðan 11. september
2001. Bandaríkjamenn voru jafn-
an efstir stórþjóða á lýðræðis-
listanum, en Bretar eru nú búnir
að skjóta þeim aftur fyrir sig.
Norðurlönd eru efst á blaði eins
og jafnan fyrr.
Önnur skýring á afturför
Bandaríkjanna er sú, að þar hafa
hlutdrægir fjölmiðlar færzt í
aukana ñ ekki aðeins forstokkuð
flokksblöð, heldur einnig útv-
arps- og sjónvarpsstöðvar af
sama tagi. Athuganir sýna, að
flokksmiðlar hafa náð að spilla
skoðanamyndun í landinu með
því að dreifa röngum upplýsing-
um, t.d. um meinta aðild Íraka að
hryðjuverkunum í Bandaríkjun-
um 11. september 2001. Ef við
skoðum listann yfir frjálsa fjöl-
miðla, þá eru Bandaríkin þar í
17. sæti, að baki Kosturíku í Mið-
Ameríku, Gvæjönu í Suður-Ame-
ríku og Barbadoseyja í Karíba-
hafi, svo að þrjú dæmi séu nefnd
ñ og standa nú jafnfætis Eist-
landi, sem er tiltölulega nýslopp-
ið undan stjórn kommúnista. Á
listanum yfir spillingu eru
Bandaríkin nú í 25. sæti. Fram-
ferði bandarískra stjórnvalda og
fyrirtækja í ýmsum þróunar-
löndum, t.d. í olíuríkjunum í
Austurlöndum nær og í Afríku,
hefur stuðlað að því að draga
landið niður. Þessir listar eru til
sýnis á vefsetrinu www.worldau-
dit.org.
Í Austurlöndum nær hefur
Bandaríkjastjórn ræktað vin-
fengi við nokkrar harðsvíraðar
einræðisstjórnir, t.d. í Sádi-
Arabíu og Pakistan, og Bandarík-
in njóta e.t.v. hvergi minna álits
meðal almennings en einmitt
þar. Það er að vísu ekki ný bóla,
að Bandaríkin beri einræðis-
stjórnir á höndum sér, eins og
t.d. stjórn Móbútus í Kongó um
langt árabil. En Bandaríkjamenn
höfðu það sér til málsbóta, að
friðurinn í Kongó slitnaði í sund-
ur, þegar Móbútú féll frá 1997,
og þrjár milljónir manna eru
taldar hafa týnt lífi í borgara-
stríðinu þar. Móbútú var sann-
kallaður megaþjófur, en hann
hélt landinu saman í sæmilegum
friði. Þannig virðist Bandaríkja-
stjórn hugsa stuðning sinn við
einræðisstjórnirnar í Sádi-
Arabíu og Pakistan: ef þær hryn-
ja, gætu ofsatrúarmenn náð
völdum og komizt yfir kjarna-
vopn. Þetta er þó einber fyrir-
sláttur. Bandaríkin studdu
stjórnir þessara landa og aðrar
með ráðum og dáð löngu áður en
múslímskir ofsatrúarmenn byrj-
uðu að láta á sér kræla. Hitt virð-
ist líklegra, að óvildin, sem
Bandaríkjamenn hafa bakað sér
og bandamönnum sínum í Aust-
urlöndum nær, hafi þjappað
ofsatrúarliðinu saman og ýtt
undir hryðjuverk. ■
H ætt er við að þyrmt hafi yfir marga foreldra eftir miðj-an dag í gær, þegar þær fregnir bárust frá húsakynn-um sáttasemjara í Karphúsinu að samningaviðræðum í
kennaradeilunni hefði verið frestað um hálfan mánuð. Margir
höfðu bundið vonir við að nú myndu samninganefndir kennara
og sveitarfélaga byrja á nýjum grunni, en svo reyndist ekki
vera. Reyndar kom í ljós strax á mánudagskvöldið, eftir að úr-
slit í atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sáttasemjara voru
orðin ljós, að deilendur höfðu ekkert breytt um afstöðu til mik-
ilvægra þátta í deilunni og héldu sínum sjónarmiðum stíft fram
Kennaradeilan er því enn og aftur í illleysanlegum hnút, en
það virðist ljóst að bæta þarf kjör kennara, hverjar svo sem af-
leiðingarnar í þjóðfélaginu verða. Það verður að ganga hratt og
ákveðið til verks við lausn þessarar deilu. Það gengur ekki að
börnin verði áfram heima við þessar kringumstæður. Þau eru
þegar búin að vera nógu lengi í reiðileysi mörg hver, og búin að
líða allt of mikið fyrir þessa hörðu deilu.
Yfirvöldum, bæði sveitarstjórnum og ríkisvaldinu, er vandi
á höndum varðandi lausn deilunnar. Miðlunartillaga sáttasemj-
ara náði ekki fram að ganga svo sem kunnugt er, og hlýtur það
út af fyrir sig að vera áfall fyrir hann. En deilan er enn á hans
borði í Karphúsinu, og ljóst að enn bíður hans erfitt verkefni.
Hæpið er að hann leggi fram aðra miðlunartillögu, og þá eru fá
ráð eftir. Lagasetning hefur oft verið nefnd á þessum vikum
sem verkfallið hefur staðið, en síðast á miðvikudag sagði Hall-
dór Ásgrímsson forsætisráðherra að slíkt hefði ekki verið rætt
á síðasta ríkisstjórnarfundi. Hann benti einnig á að lagasetning
væri neyðarúrræði og hefði ekki gefist vel til frambúðar. En nú
verður ríkisstjórnin að vinna hratt og binda enda á þessa deilu.
Börnin og fjölskyldurnar í landinu krefjast þess að venjulegt
skólastarf hefjist sem allra fyrst, annað gengur ekki.
Fyrir utan ágreining um sjálf launin virðist sem vinnutími
kennara sé annar helsti þröskuldurinn sem strandar á í þessum
samningum. Launanefnd sveitarfélaganna vill að vinnutími
kennara sé með svipuðum hætti og hjá öðrum starfsmönnum
sveitarfélaga og skólastjórnendur ráðstafi tíma kennara eftir
verkefnum. Samninganefnd kennara hefur hins vegar viljað að
gengið yrði frá starfstíma kennara í miðlægum samningum,
sem skólastjórnendur færu svo eftir. Þá hafa kennarar lagt
áhersu á að laun væru starfsaldurstengd. Þetta er mjög einföld-
uð mynd af helstu ágreiningsefnum, en auk þessara deilumála
eru fjölmörg önnur uppi á borðinu.
Kennarar hafa margsinnis bent á það í þesari deilu, að marg-
ar viðmiðunarstéttir hafa fengið verulegar kjarabætur á meðan
kennarar hafa staðið í stað. Þetta er eflaust rétt og þarf að taka
mið af því. Þá er líka rétt að hafa í huga að starf kennara hefur
breyst töluvert á síðustu árum. Þeir bera meiri ábyrgð á upp-
eldi barna en áður fyrr. ■
11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Nú þarf að bregðast fljótt og ákveðið við og leysa
kennaradeiluna svo skólastarf geti hafist á ný.
Hvers eiga
börnin að gjalda?
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í DAG
ÁLIT BANDARÍKJANNA Í
AUGUM UMHEIMSINS
ÞORVALDUR
GYLFASON
Álitshnekkir Banda-
ríkjanna að undan-
förnu er áþreifanlegur í al-
þjóðlegum staðtölum.
,,
100%
410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna
Íbúðalán
Kynntu þér kostina við íbúðalán
Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá
sérfræðingum okkar og veldu
leiðina sem hentar þér best. Hafðu
samband í síma 410 4000 eða á
fasteignathjonusta@landsbanki.is
Augu umheimsins
Tuttugu milljónir?
Varla er Þórólfur Árnason borgarstjóri
búinn að segja af sér fyrr en farið er
að deila um það hvort bak við tjöldin
hafi verið gerður við hann myndarleg-
ur starfslokasamningur. Það tíðkast
víst í öllum betri
fyrirtækum lands-
ins við svipaðar
aðstæður þótt
ekki fari alltaf
hátt. Í DV í gær
er haft er eftir
oddvita
sjálfstæð-
ismanna í
borgar-
stjórn, Vil-
hjálmi Þ.
Vilhjálmssyni, að Þórólfur muni líklega
fá greidd laun út kjörtímabilið, sam-
tals um tuttugu milljónir króna. Sann-
arlega viðkunnanlegri upphæð og
drýgri til framfærslu en atvinnuleysis-
bæturnar!
Borið til baka
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfull-
trúi ber þetta hins vegar til baka og
minnir á að sjálf hafi hún engan slík-
an samning fengið þegar hún var ne-
ydd til að hætta í embætti fyrir tveim-
ur árum. Er málinu þá ekki lokið?
Varla getur önnur regla gilt um karla
en konur þegar um starfslokasamn-
inga er að ræða? Hvað skyldi reynslan
segja okkur um það?
Ekki spennandi djobb
Afsögn Þórólfs varð Agli Helgasyni til-
efni til hugleiðinga um borgarastjóra-
embættið og borgarfulltrúana á Skoð-
anasíðunni á Vísi í gær: „Annars getur
borgarstjóraembættið í Reykjavík ekki
talist ýkja eftirsóknarvert djobb, alla-
vega ekki nú um stundir“ skrifar Egill.
„Maður myndi varla stökkva úr góðu
starfi í atvinnulífinu yfir í þetta – ekki
nema maður hefði alið með sér ófull-
nægða drauma um frama í pólitíkinni.
Starfinu fylgir mikil óvissa, það er lík-
lega mjög takmarkað hverju maður
fengi að ráða, vinnufélagarnir eru ekki
endilega mjög skemmtilegir og það er
ekki líklegt að mikils stuðnings sé að
vænta frá þeim, starfstíminn er kannski
ekki nema eitt og hálft ár“.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS