Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 36

Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 36
6 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Silfur skart NÓVEMBERTILBOÐ 10% Afsláttur af hand- og fótsnyrtingu. 15% Afsláttur af fót- og handsnyrtivörum. Hrund verslun og snyrtistofa. Grænatún 1 - 200 Kópavogi - sími: 544-4025 Útsölustaðir Lyf og heilsa um allt land, Hagkaup Smáralind, Garðsapótek, Hringbrautarapótek, Laugarnesapótek, Lyfjaval, Rimaapótek, Apótek Ólafsvíkur, Apótek Vestmannaeyja, Dalakjör, Kaupfélag Skagfirðinga og Siglufjarðarapótek. fyrir stráka og stelpur Heildarlausn fyrir hárið „Íslenskir þjóðbúningar eru allt of dýrir. Ég tel að það verði að hanna nýjan, fallegan búning sem auðveld- ara verði fyrir nútímakonur að eignast. Þjóðbúning- arnir hafa þróast í gegnum aldirnar og við eigum alveg rétt á því að koma með eitthvað nýtt á 21. öld- inni.î Þetta segir Vigdís Ágústsdóttir, sem vill láta titla sig „húsmóður í Vesturbænum“ og það á líka al- veg ágætlega við. Hún óttast að notkun íslenska bún- ingsins falli endanlega niður ef áfram verði fylgt þeirri stefnu að engu megi breyta í sambandi við hann og leggur til að efnt verði til hugmyndasam- keppni um nýjan búning sem taki mið af hefðinni. „Mér finnst það ótækt að það skuli kosta hátt í millj- ón að koma sér upp íslenskum búningi og að það þurfi að sérsauma hann að öllu leyti, meira og minna í höndunum,“ segir hún og sér fyrir sér að auðvelt sé að fjöldaframleiða skyrtur og svuntur og selja í hefð- bundnum númerum. Samt er hún ekki að leggja til að eldri búningum verði lagt eða vinnubrögð við þá lögð niður, heldur að nýr búningur komi upp að hlið þeirra og ber slíkt saman við viðbygginguna við hið forna Alþingishús. Þegar Vigdís var að alast upp hér á höfuðborgarsvæðinu segir hún það einkum hafa verið utan- bæjarkonur sem hún sá á íslensk- um búningum en borgarfrúrnar hafi frekar haldið sig við nýjustu kjólatísku. „Það var vinnukona úr sveit hjá foreldrum mínum sem átti bæði peysuföt og upphlut og mér fannst hún alltaf fínust af öll- um þegar fólk var komið í spariföt- in. Henni þótti sjálfri meira til peysufatanna koma. Upphluturinn var vinnufatnaður kvenna fyrrum og ég veit ekki hvenær þær breyt- ingar urðu á verðgildi hans sem orðið hafa. Nú er hann orðinn dýrastur af öllu því honum fylgir svo mikið skart,“ segir Vigdís. Hún er á þeirri skoðun að óhætt sé að breyta aðeins til og sleppa því einstaka sinnum að setja upp skotthúfuna ef hárið er fallegt og Vigdís Ágústsdóttir: Vill hugmyndasamkeppni um nýjan íslenskan búning Hólkurinn hennar Vigdísar var sér- smíðaður fyrir hana og hún lét skreyta hann með íslensk- um blómum. Vigdís fann þjóðbúningasilfur í kistu sem formæður hennar höfðu átt og saumaði sér búning á námskeiði hjá Heimilisiðn- aðarskólanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Þrjátíu og fjórir íslenskir gullsmiðir eiga verk á sýningunni Ný íslensk gullsmíði sem opnuð verður á laugardag í Listasafni Kópavogs, Gerð- arsafni. Gullsmiðirnir hafa smíðað gripina sér- staklega fyrir sýninguna að sögn Ásu Gunnlaugsdóttur, formanns Félags íslenskra gull- smiða. „Sýningin er mjög fjölbreytt enda er mik- ill aldursmunur á fólkinu sem að henni stendur, þar er allt frá nýútskrifuðu fólki upp í gamla jaxla eins og Jens Guðjónsson sem er á níræðisaldri. Áherslurnar eru því auðvitað mismunandi,“ segir hún. Ekki er það þó svo að þeir elstu séu endi- lega með elstu hugmyndirnar því yngra fólkið sækir líka í sjóði fortíðar þegar það hannar sína vöru. Sem dæmi um það nefnir Ása víravirki eftir ungan gullsmið, Helgu Einarsdóttur, sem bland- ar þar saman gömlum hefðum og nýjum. Mikil áhersla er á alla fylgihluti með fatnaði í dag og þar með skartgripi og Ása kveðst ánægð með ís- lenska neytendur. „Íslenskar konur eru óhrædd- ar við að nota sýnilegt skart og tileinka sér nýjungar í því eins og öðru,“ segir hún. Með sýningunni í Gerðarsafni fagnar Félag íslenskra gullsmiða 80 ára afmæli sínu og það verður Dorrit Moussaieff forsetafrú sem opnar hana. Ný íslensk gullsmíði: Gamlar hefðir og nýjar Hálsmen eftir Jens Guðjónsson. Víravirkisarmband eftir Helgu Einarsdóttur. henni finnst líka tilbreyting að vera stundum svuntu- laus. „Ég er samt á móti því að nota bara upphlutinn sjálfan við einhvern kjól. Það finnst mér of langt gengið,“ segir hún. Bendir samt á að þróun íslenska búningsins sé eðlileg og sjálfsögð. „Við verðum að laga hann að nútímanum og gera hann áhugaverðan og aðgengilegan fyrir ungu stúlkurnar,“ segir hún.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.