Fréttablaðið - 11.11.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 11.11.2004, Síða 56
Fimmtudagur... ...tilvalið er að byrja helgina í Klink og Bank þar sem hljómsveitin Bacon heldur útgáfutónleika í tilefni af útgáfu plötunnarKrieg sem er sú fyrsta í þriggja diska seríu sem gefin verður út með sveitinni. Hinar plöturnar tvær, Jenny og Kamel, koma út fyrir ára- mót. Bacon er tiltölulega ný sveit sem samanstendur af Boga Reynissyni og Gísla Má Sigurjónssyni. Þeir eru báðir meðlimir rokksveitarinnar Stjörnukisa en sú sveit er í pásu þessa dagana. Tónlist sveitarinnar er einhverskonar blanda af elektró psycho boogie, sem að sögn meðlima er al- gjörlega ný tónlistarstefna. Tónleik- arnir hefjast klukkan 22.00. ... fyrir þá sem eru ekki mikið fyrir frumlega tónlist er ágætt að skella sér á frumsýningu myndarinnar After the Sunset. Meistaraþjófurinn Max Burdett sérhæfir sig í að stela vel varðveittum og ómetanlegum demönt- um. Eftir vel heppnað rán hyggst Burdett setjast í helgan stein og kemur sér fyrir á sólarströnd ásamt sinni heittelskuðu. Ekki er þó allt sem sýnist því það er ekki útilokað að eftirlauna- áætlun Burdetts sé sjónarspil til að að draga athyglina frá stærsta ráni á ferli hans. Leikstjóri Brett Ratner sem hefur gert myndir á borð við Red Dragon, Rush Hour 2, The Family Man og Money Talks. Leikarar Pierce Brosnan, Salma Hayek, Woody Harrelson og Don Cheadle. Orðspor Ágætis glæpagamanmynd, þó með fyrirséðum fléttum og oft á tíðum dálítið klén til að byrja með. Myndin kemur þó á óvart þegar líða fer á með skemmtilegum snúningum. Föstudagur... ...til að kúpla sig út úr frumleika Baconsins frá deginum áður er ágætt að skella sér á útgáfutónleika hjá djass- tríóinu Wijnen, Winter & Thor á Póstbarnum, Pósthússtræti. Tríóið er skipað þeim Bob Wijnen á orgel, Rene Winter á trommur og Andrési Þór Gunnlaugssyni sem leikur á gít- ar. Andrés Þór er Íslendingum að góðu kunnur enda margreyndur gítarleikari þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur komið víða við á ferli sínum og lék með mörgum poppsveitum áður en hann hellti sér að fullu út í djassinn. Andrés hefur verið við nám í Hollandi en þar var tríóið stofnað. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. ...Hrollvekjan The Grudge verður frumsýnd í dag. Myndin fjallar um ameríska hjúkrunarkonu sem býr og starfar í Tókýó. Hún þarf að takast á við einhvers konar bölvun sem leggst á fólk með skelfilegum afleiðingum áður en bölvunin býr um sig í næsta fórnar- lambi. Leikstjóri Takashi Shimizu Leikarar Sarah Michelle Gellar, Jason Behr, Clea DuVall, William Mapother, Bill Pullman, Ted Raimi Orðspor Myndin þykir fantagóð hrollvekja og fá áhorfendur varla tóm til að anda á milli atriða. Sum atriðin eru að vísu sögð ganga ansi langt og eiga einhverjir áhorfendur að hafa kastað upp á myndinni. Laugardagur... ...Ný íslensk myndlist: Um veruleik- ann, manninn og ímyndina nefnist sýning sem opnuð verður í Listasafni Íslands í kvöld. Á sýningunni eru um fjörutíu verk eftir tuttugu listamenn, marga af bestu myndlistarmönnum yngri kynslóðarinnar. Með sýningunni vill Listasafn Íslands varpa ljósi á þá nýsköpun sem átt hefur sér stað í ís- lenskri myndlist síðasta áratug. Hver eru viðfangsefnin, hvernig er upplifun þeirra á umhverfinu og hvernig endur- speglast hún í listinni? Hvaða skilaboð kristallast í verkum þeirra? Sýnd eru verk sem falla að þema sýningarinnar þar merkingarsvið sem sett hafa svip á samtímalistina eru höfð að leiðarljósi. Herra Ólafur Ragnar Grímsson setur sýninguna klukkan 20.00 í kvöld. ...fyrir þá sem vilja leggja leið sína út á land er ekki úr vegi að skella sér á út- gáfuhátíð fjöllistamannsins Lýðs Árnasonar í Lista- og menningarver- stöðinni Hólmaröst á Stokkseyri. Lýður er að senda frá sér geisladiskinn Frá Valhöll til Himnaríkis og ætlar að fagna útgáfu hans þar. Hátíðin hefst klukkan 21.30.... F2 20 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR 3 dagar...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.