Fréttablaðið - 11.11.2004, Síða 70
Gamlar stjörnur rísa
Markaðurinn er harður húsbóndi. Því hafa fyrirtæki
eins og Össur og Marel fengið að kynnast. Vænt-
ingar til þessara fyrirtækja hafa á köflum verið
miklar og gengið hátt. Dálæti markaðarins hefur
hins vegar snúist hratt við mót-
læti. Þannig átti Össur erfitt ár í
fyrra með málaferlum og uppsögn
stjórnenda í Bandaríkjunum.
Stjarna Marels skein skærast um
aldamótin og fór gengi félagsins
yfir 50 krónur á hlut. Erfiðleikar í
rekstri samhliða minnkandi trú
markaðarins almennt á framtíðina
urðu til þess að gengið fór hratt
lækkandi og fór gengið niður
undir þrettán. Marel á marga að-
dáendur sem gleðjast þessa dagana yfir því að ár-
angur fyrirtækisins hefur verið umfram væntingar
að undanförnu. Síðasta uppgjör Marels sýnir góð-
an rekstur sem greiningardeildir bankanna fagna.
Tækifæri í vonbrigðum
Actavis tók við af Össuri og Marel sem uppáhald
markaðarins. Gríðarleg stemning var í kringum
fyrirtækið í fyrra og í byrjun þessa árs. Sem dæmi
má nefna að þegar félagið kynnti stórútflutning á
lyfi með risaþotum hækkaði verðmæti
félagsins um hátt í þrefalt verðmæti út-
flutningsins. Gleði markaðarins yfir
árangri Actavis var slík að forsvars-
mönnum þess var um og ó.
Hátt gengi bréfa félagsins var hugsan-
leg ógnun við skráningu þess í London.
Þar eru fjárfestar hófstilltari í mati sínu
á fyrirtæki en hér á landi. Síðustu mán-
uði hefur gengi Actavis staðið að mestu
í stað og verðlagning þess nær því að
vera í takt við mat sérfræðinga. Uppgjör
félagsins nú olli vonbrigðum og lækkaði gengi fé-
lagsins. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokk-
uð gott og hugsanlegt að hófstilltara gengi auð-
veldi félaginu skráningu í London eftir áramót.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.459
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 134
Velta: 643 milljónir
-1,41%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Neysluverðsvísitalan hækkaði
um 0,21 prósent frá október til
nóvember. Hún stendur nú í
237,9 stigum. Tólf mánaða hækk-
unin er 3,8 prósent.
Það er fyrst og fremst húsnæði
sem hefur hækkað í verði undan-
farinn mánuð. Vísitala neyslu-
verðs stendur í stað ef ekki er
tekið tillit til hækkunar á húsnæð-
isverði.
Olíuverð fer nú hratt lækkandi
á mörkuðum. Verð á mörkuðum í
Bandaríkjunum fór nærri 47 döl-
um og hefur verðið ekki verið
lægra í sjö vikur.
Gengi Bandaríkjadals gagn-
vart evru hefur aldrei verið lægra
en nú. Í gær fengust 1,3 dalir fyrir
hverja evru.
34 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR
Hallur Magnússon segir
Íbúðalánasjóð vel búinn
undir ennþá meiri upp-
greiðslur húsnæðislána.
Hann segir þróunina vera
í samræmi við það sem búist
hafi verið við en ívið hrað-
ari. Guðmundur Magnús-
son hagfræðiprófessor segir
mikilvægast að vaxtafrelsið
nái nú til einstaklinga.
Íbúðalánasjóður getur mætt mun
meiri uppgreiðslum lána en þegar
hefur orðið. Hallur Magnússon
hjá Íbúðalánasjóði segir að sjóð-
urinn hafi búist við miklum upp-
greiðslum og gert ráð fyrir þeim
þegar skipt var úr húsbréfakerf-
inu í húsnæðislánakerfi síðasta
sumar.
„Í skiptunum í vor gerðum við
ráð fyrir verulegum uppgreiðsl-
um. Annars vegar skildum við
eftir meira en hundrað milljarða í
húsbréfum og hins vegar var í
skiptunum sjálfum ákveðið skipti-
álag sem tryggði það að við gátum
mætt miklum uppgreiðslum,“
segir Hallur.
Hann segir að þær uppgreiðsl-
ur sem nú hafi átt sér stað séu ein-
ungis mjög lítill hluti af þeirri
upphæð sem Íbúðalánasjóður hafi
gert ráð fyrir að þurfa að mæta á
næstu misserum. Hallur segir
þróunina hins vegar hafa verið
hraðari en Íbúðalánasjóður hafi
búist við en að öðru leyti sé ekkert
óvænt í spilunum.
„Við lögðum upp með það í
þessum breytingum að það væri
eðlilegt að markaðshlutdeild
Íbúðalánasjóðs færi minnkandi
vegna þess að hún var mjög há.
Og það var í raun óeðlilegt að
bankarnir væru ekki inni á þess-
um markaði,“ segir hann.
Hann segist ekki líta svo á að
hundrað prósenta lán bankanna
breyti miklu um stöðu Íbúðalána-
sjóðs enda sé sjóðurinn ekki í
samkeppni við bankana. „Við
höldum okkar striki. Við erum að
bjóða lögum samkvæmt ákveðna
grunnvöru, það eru lán til allra
óháð búsetu og efnahag á lægstu
mögulegu vöxtum sem við getum
boðið. Við höfum fjármagnað það
með sölu á íbúðabréfum frá 1. júlí
og lagt ofan á það ákveðið vaxta-
álag sem er skýrt og klárt,“ segir
hann.
Hann segir það hins vegar hafa
komið sér á óvart að bankarnir
hafi farið svo geyst í að bjóða
íbúðalán fyrir allt að hundrað pró-
sent af markaðsvirði. „Tvær
ástæður eru fyrir því. Í fyrsta lagi
voru það stjórnarformenn og
bankastjórar þessara sömu banka
sem vöruðu mjög við níutíu pró-
senta lánunum vegna þeirrar
áhættu sem þeir töldu fylgja því.
Hins vegar kemur það okkur á
óvart að þeir fari í þessi lán svo
skömmu eftir að Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn og Fjármálaeftir-
litið hafa varað bankana við því að
fara svo geyst,“ segir hann.
Guðmundur Magnússon, próf-
essor í hagfræði, telur hins vegar að
ekki þurfi að hafa sérstakar áhyggj-
ur af þessum nýju lánamöguleikum.
„Það er auðvitað hætt við því að ein-
hverjir rasi um ráð fram og reisi
sér hurðarás um öxl,“ segir hann.
Hins vegar telur hann ekki hægt að
koma í veg fyrir það. „Það er ekki
hægt að taka ráðin af fólki eða
bönkunum,“ segir hann.
Guðmundur bendir einnig á að
þótt mikil lækkun hafi orðið á hús-
næðisvöxtum hér á landi séum við
enn að greiða töluvert hærri vexti
en víðast í nágrannalöndunum.
Þetta er meðal annars vegna þess
kostnaðar sem felst í að halda úti
eigin gjaldmiðli. „En aðalmálið er
að vaxtafrelsið er í fyrsta sinn að
ná til einstaklinganna,“ segir
hann.
thkjart@frettabladid.is
vidskipti@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 42,00 -8,10% ... Bakkavör
24,70 -1,59% ... Burðarás 12,65 -1,17% ... Atorka 5,40 +0,93 ... HB
Grandi 8,00 -1,23% ... Íslandsbanki 11,10 - ... KB banki 464,00 - ...
Landsbankinn 11,75 -2,89% ... Marel 55,10 +1,10% ... Medcare 6,15
+1,65% ... Og fjarskipti 3,46 - ... Opin kerfi 27,70 - ... Samherji 13,10 -
0,76% ... Straumur 9,05 -1,09% ... Össur 84,00 -
Sökum umfangs Fréttablaðsins í dag eru tölur af markaði
frá kl. 15 í gær. Nýjustu upplýsingar á www.visir.is
Íbúðalánasjóður ekki í
samkeppni við bankana
Medcare 1,65%
Marel 1,10%
Atorka 0,93%
Actavis -8,10%
Kögun -5,74%
Landsbankinn -2,89%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
Vodafone hóf í gær þjónustu
fyrir þriðju kynslóð farsíma í
Evrópu. Fyrirtækið hefur átt í
rekstrarvanda síðustu ár eftir að
hafa keypt réttindi til rekstrar
þriðju kynslóðar farsímaþjón-
ustu á fjórtán milljarða punda
(tæplega 1.800 milljarða króna).
Með þriðju kynslóð farsíma
er hægt að skoða sjónvarps-
myndir, senda vídeóbúta og
vafra á netinu með meiri hraða
en í núverandi kerfi.
Notendur Vodafone í fjórtán
löndum Evrópu geta nú nýtt sér
þriðju kynslóð farsíma en félag-
ið keppir einnig á Japansmark-
aði þar sem tækniþróun er kom-
in lengst og almenningur er hvað
móttækilegastur fyrir breyting-
um. Forstjóri Vodafone segir að
þótt nýja þjónustan muni auka
tekjur félagsins muni hún ekki
hafa áhrif á hagnað enn um sinn
enda flestir sérfræðingar sam-
mála um að verðið sem greitt
var fyrir rekstrarleyfin hafi
verið allt of hátt.
Enn hefur ekki verið ákveðið
hvernig leyfum fyrir þriðju kyn-
slóð farsíma verður úthlutað á
Íslandi en á Alþingi liggur fyrir
frumvarp um hvernig úthlutun-
inni verður háttað.
- þk
Til að mæta óskum viðskiptavina hefur RV
ákveðið að hafa einnig opið á laugardögum
í verslun sinni að Réttarhálsi 2.
Núna er líka opið
á laugardögum
lí i
l
Mán
udag
a til
föstu
daga
frá k
l. 8:0
0 til
18:00
Laug
arda
ga fr
á
kl. 10
:00 t
il 14:
00
Nýr o
pnun
artím
i
í ver
slun
RV:
Þriðja kynslóð komin
MARGFALDAÐIR MÖGULEIKAR Með
þriðju kynslóð farsíma er hægt að vafra á
netinu með miklum hraða, horfa á sjón-
varpssendingar og margt fleira.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
Vodafone hefur loks hafið þjónustu fyrir þriðju kyn-
slóðar farsíma í Evrópu. Tæknin stóreykur notagildi
farsíma.
Fastlega er búist við því að Seðla-
banki Bandaríkjanna haldi áfram
að hækka vexti og að næst þegar
stjórn bankans hittist verði vextir
hækkaðir um 0,25 prósentustig.
Nú eru stýrivextir í Bandaríkjun-
um 1,75 prósent.
Nýjustu tölur um sterkari
stöðu á vinnumarkaði auka líkur á
því að bankinn hækki vexti en við-
varandi atvinnuleysi hefur undan-
farið verið helsta áhyggjuefni
efnahagssérfræðinga í Bandaríkj-
unum.
Þá hefur orðið bati í utanríkis-
verslun Bandaríkjanna og við-
skiptahallinn fer minnkandi enda
verða viðskipti við Bandaríkin sí-
fellt hagstæðari þar sem gengi
Bandaríkjadals er mjög lágt um
þessar mundir. ■
Líkur á vaxtahækkun
HUGSANDI SEÐLABANKASTJÓRI Alan
Greenspan mun að líkindum tilkynna um
hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum innan
fárra vikna.
BYGGT Á HVERJU HORNI Nýir lánamöguleikar hafa stóraukið tækifæri fólks til að
kaupa stærri og dýrari eignir. Íbúðalánasjóður er ekki í samkeppni við bankana en heldur
sig við að lána fólki sem kaupir hóflegt húsnæði.
UNDRAST 100 PRÓSENTA LÁNIN
Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði er
undrandi á að bankarnir bjóði nú svo hátt
veðsetningarhlutfall.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.