Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 76
40 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI Keflavík vann portú- galska liðið Madeira með 13 stiga mun, 114–101, í Bikarkeppni Evr- ópu í körfuknattleik í gær. Mikil eftirvænting var eftir leiknum, hvort að Keflvíkingar gætu fylgt eftir glæsilegum sigri á franska liðinu Reims í síðustu viku. Mad- eiraliðið var ekki af verri endanum og þar var m.a. að finna Bobby Joe Hatton úr landsliði Púerto Ríkó sem vann bandaríska Draumaliðið á Ólympíuleikunum í Aþenu. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og þau skiptust á að hafa forystu. Keflavík skipti fljót- lega yfir í pressu- og svæðisvörn – rétt eins og í leiknum við Reimsj og náði fljótlega yfirhöndinni. Þá voru skiptingar heimamanna mjög örar sem virtist rugla gestina í ríminu. Erfitt fyrir andstæðinginn að þurfa stöðugt að venjast nýjum varnarmanni. Öflug pressuvörn Keflvíkinga gerði það að verkum að mikill tími fór af skotklukkunni og því lítill tími til stefnu fyrir Madeira að stilla upp og vanda til verka sínum sóknaraðgerðum. Um miðjan annan fjórðung komust Keflvíkingar í 20 stiga mun og var hrein unun að fylgast með þeim á þessum leikkafla. Sendingar manna á milli voru ör- uggar, allir sem einn lásu leikinn vel og ekkert hálfkák á mönnum. Madeira virtist heillum horfið, slík var mótspyrna Keflavíkur. Staðan í hálfleik var 66-48 og stefndi í aðra evrópska slátrun að hætti Keflvíkinga. Eins frábærlega og Keflavíkur- liðið lék í öðrum fjórðung, þá var eins og heimamenn löbbuðu á vegg í byrjun þriðja leikhluta þar sem leikmenn Madeira fóru gjörsam- lega hamförum. Þar voru Bobby Joe Hatton, sem hafði vart sést fram að þessu, og Mario Gil Fern- andes, fremstir í broddi fylkingar. Madeira vann fjórðunginn 31-13 og miðað við flugið sem gestirnir komust á, þá leit ekki út fyrir að Keflvíkingar myndu stöðva áhlaup þeirra. Anthony Glover fékk sína fjórðu villu snemma í fjórðungn- um sem var slæmt mál fyrir Kefla- vík. Í stöðunni 79-79 ærðist Nick Bradford og öskraði á samherjun- um, að nú þyrfti að stíga út. Þá vöknuðu heimamenn til lífsins og skoruðu fimm síðustu stig leikhlut- ans. Bradford setti tóninn í byrjun lokafjórðungsins með troðslu og Keflavík náði níu stiga forystu. Þá kom ótrúleg sjö stiga sókn frá Madeira þar sem Seco Camará skoraði þriggja stiga körfu og fékk víti að auki. Í kjölfarið var dæmt tæknivíti á bekk Keflvíkinga fyrir kjaftbrúk og hitti Camará úr öðru vítinu. Madeira fékk að auki inn- kast og skoraði, tveggja stiga munur. Bradford var drjúgur á lokamínútunum, stal tveimur bolt- um á mikilvægum augnablikum og skoraði nokkrar körfur. Þá var Anthony Glover traustur og lagði sitt af mörkum. Við erum ekkert hættir „Fyrri hálfleikur var góður þar sem við náuðm góðum tökum á leiknum. Við töpuðum þriðja fjórð- ungnum illa en náðum að halda andlitinu í síðasta leikhluta. Við erum ekkert hættir. Við ætl- um okkur að vinna þennan titil. Hvort sem það verður í ár eða eftir eitt eða tvö ár. Þetta er á m j ö g g ó ð r i leið,“ sagði Magnús Þór G u n n a r s s o n sem lék mjög vel í liði Keflavíkur í gær og skoraði 24 stig. „Það er gott að vera kominn aftur. Við vorum ekki jafn grimmir í þriðja fjórðung og í fyrri hálf- leik. Sigurður þjálfari sagði okkur að hafa ekki áhyggjur af stigatöflunni heldur kýla bara á okkar leik og við reyndum að gera það og það gekk eftir. Fólk veit ekki hvað íslenskur körfu- bolti er góður og því er til- finningin góð að spila í þessari keppni og vera full- trúar Íslands,“ sagði Nick Bradford sem skoraði 23 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í leiknum. smari@frettabladid.is Ætlum að vinna titilinn Keflvíkingar hafa leikið stórvel í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik það sem af er. Í síðustu viku lenti franska liðið Reims í þeim og hafði ekki erindi sem erfiði, en í gær var það Madeira frá Portúgal sem var í heimsókn í Sláturhúsinu í Keflavík. LEIKIR GÆRDAGSINS                                      !"" #  $   %  &      ' $$  () "!"" $  *!%!% + ! $      $       ,$+ "  !""  %  - &$+  "  +$ ('$$$  $  .'    +  +      &$+ " / & '$$ &$     $   '  &  ! &    &   0!   "" $ 10! ' $  0  2  3-4   '2   '  3-4        $$  &  &3(   "  +   5       $$$  67    ! $ $&  8  $  !""  5 9  '$$   6   $  '   "" ' $$ :  &   $         ;0!  +    %0  !"" 6( (  $   '$  6       !""  (&     + $    <$    &  $ +  !   ,   =$$   !' $  $ + $,("%  $  $ $ $!'      < ' !"" &% $  =$$ () <     () >+ 5$$"    $  ? +  ()  "!""        $$         ,(&       $ + (       @7 "%   %%A $$  !' B (  ,(          06  $'   '    "%    &!%   =)$      "   ++ '  +  $    &$ 0   . $   ' >+  5$          -C-7 -C- D)D-C- @D)D-C-@-C-D -C-E -C-F      Bikarkeppni Evrópu KEFLAVÍK-MADEIRA 114–101 Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 24, Nick Bradford 23 (13 frák., 6 stoðs., 4 stolnir), Gunnar Einarsson 22 (20 í fyrri hálfleik), Anthony Glover 22 (12 fráköst), Jón Nordal Hafsteinsson 9 (5 stoðs.)., Arnar Freyr Jónsson 7 (6 stoðs.), Elentínus Margeirsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 4. Enski deildarbikarinn NEWCASTLE-CHELSEA 0–2 0–1 Eiður Smári Guðjohnsen (100.), 0–2 Robben (112.) Eiður Smári kom inn á sem varamaður á 96. mínútu leiksins. MAN. UTD.–CRYSTAL PALACE 2–0 1–0 Saha (22.), 2–0 Richardson (39.). LIVERPOOL–MIDDLESBROUGH 2–0 1–0 Mellor (83.), 2–0 Mellor (89.). NOTT. FOREST–FULHAM 2–4 1–0 King (71.), 1–1 Radzinski (86.), 1–2 Radzinski (93.), 1–3 McBride (101.), 2–3 Reid (104.), 2–4 Cole (119.) Ítalska A-deildin BRESCIA–AC MILAN 0–0 CHIEVO–ATALANTA 1–0 1–0 Tiribocchi (74.) INTERNATIONALE–BOLOGNA 2–2 1–0 Mihajlovic (39.), 1–1 Petruzzi (49.), 2–1 Adriano (72.), 2–2 Bellucci (87.). JUVENTUS–FIORENTINA 1–0 1–0 Olivera (72.). LIVORNO–LAZIO 1–0 1–0 Lucarelli (42.). PARMA–REGGINA 1–0 1–0 Morfeo (78.) ROMA–UDINESE 0–3 0–1 Iaquinta (45.), 0–2 Pizaro, víti (60.), 0–3 Iaquinta (82.). SAMPDORIA–CAGLIARI 0–0 SIENA–LECCE 1–1 1–0 Pecchia (29.), 1–1 Cassetti (71.). STAÐAN JUVENTUS 11 9 1 1 22–4 28 AC MILAN 11 6 4 1 16–7 22 UDINESE 11 5 3 3 17–11 18 LEECE 11 4 4 3 24–20 16 CHIEVO 11 4 4 3 8–10 15 INTER 11 2 9 0 20–17 15 MESSINA 11 4 3 3 16–16 15 KOMINN AFTUR Nick Bradford átti frábæran leik með Keflavík í 114–101 sigri á Madeira í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.