Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 77
FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004
!!" # "
$
%
&
'
!
"!# $%%
&
' (
!#) $%%***+ KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson
spilaði uppi félaga sína í 27 stiga
stórsigri Dynamo St. Pétursborg-
ar, 75-102, á KK Belgrad í öðrum
leik liðsins í Evrópudeild félags-
liða sem fram fór í Serbíu í fyrra-
kvöld. Jón Arnór gaf 8
stoðsendingar og stal 6 boltum á
þeim 30 mínútum sem hann
lék auk þess að skora 8 stig
en hann skaut aðeins sex
sinnum á körfuna og hitti
fjórum sinnum.
Jón Arnór náði
einnig að
verja eitt
skot og
taka eitt
frákast.
K e l l y
M c C a r t y
skoraði mest fyrir Dyna-
mo eða 30 stig, Hvít-
rússinn ungi Vladimir
Veremeenko skoraði 17
stig og annar Evrópu-
búi, Ognjen Askrabic,
skoraði 16 stig en hann
er einmitt frá Serbíu og
Svartfjallalandi.
Dynamo hefur unnið
fyrstu leiki sína á afar
sannfærandi hátt því
ísraelska liðið Hapoel
Tel Aviv steinlá, 98-54, í
fyrsta leiknum. Bæði KK
Belgrad og Hapoel Tel
Aviv hafa síðan unnið
leik í riðlinum og því
lítur þetta vel út fyrir
Dynamo.
Jón Arnór var með 13
stig og 4 stoðsendingar í
fyrsta leiknum og er því
með 10,5 stig, 6 stoðsendingar og
3,5 stolna bolta að
meðaltali í fyrstu
leikjum Íslendings í
Evrópudeildinni.
Næsti leikur
Dynamo í Evrópu-
deildinni er gegn
Khimik Yuzhny
frá Úkraínu
sem hefur
unnið tvo af
f y r s t u
þ r e m u r
l e i k j u m
sínum en
t a p a ð i
fyrir KK
Belgrad í
fyrsta leik.
D y n a m o
náði að rífa sig
upp eftir fyrsta
tap vetrarins í
rússnesku deild-
inni um síðustu
helgi.
Það er ljóst á
öllu að Dynamo-liðið
ætlar sér stóra hluti
bæði heima og erlendis
og það stefnir því í
skemmtilegan vetur fyrir
Jón Arnór í Pétursborg.
Evrópudeild félagsliða í körfubolta:
Jón Arnór spilaði
félaga sína vel uppi
FLEIRI STOÐSENDINGAR EN SKOT
Jón Arnór Stefánsson spilaði félaga
sína uppi í 27 stiga stórsigri Dynamo
St. Pétursborgar og gaf 8 stoðsending-
ar í leiknum, tveimur fleiri en skotin
sem hann tók.