Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 81

Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 81
FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004 45 [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Ske: Feelings are Great „Fín plata frá Ske og mun heilsteyptari en sú síð- asta. Létt og sykurhúðað poppið hittir vel í mark.“ FB PLATA VIKUNNAR Lamb of God: Ashes of the Wake „Hörðu vélbyssugítarriffin, dósatrommuhljómurinn og skæður söngur Blythe myndar ekki sömu hryðjuverk og á eldri verkum Lamb Of God og er platan því viss vonbrigði enda batt ég miklar vonir við Lamb Of God á sínum tíma.“ SJ Papa Roach: Getting Away With Murder „Ég viðurkenni fúslega að ég bjóst við argasta við- bjóði, enda hafa lögin í útvarpinu með Papa Roach verið með eindæmum leiðinleg. Platan kemur mér því á óvart, margir fyrirtaks sprettir og framvinda laganna á köflum þrælvel útfærð. „ SJ Goldie Lookin Chain: Greatest Hits „Grín hiphopsveitin Goldie Lookin Chain eru ágæt- lega fyndnir. Geta samt örugglega ekki endurtekið þennan brandara og því er nafn plötunnar, Great- est hits, líklegast réttnefni. Brandararnir eru margir barnalegir, en þó... of grófir fyrir börn.“ BÖS Brain Police: Electric Fungus „Frábær plata frá Brain Police og varla veikan blett að finna. Jenni söngvari fer á kostum og hífir lögin upp í hæstu hæðir.“ FB KK: Upphafið „Lögin eru flest í hressilegri kantinum og spila- gleðin er ósvikin. KK er einn af okkar allra bestu ryþmablússöngvurum og hann er í fínum gír á plötunni.“ PAL Talib Kweli: Beautiful Struggle „Fylgifiskur Quality er tilraun Talib Kweli til þess að skjótast upp á við í vinsældum. Hann á það skilið, og honum gæti tekist það.“ BÖS Elliott Smith: From a Basement on the Hill „Hinsta kveðja Elliotts Smith er magnað meistara- stykki. Ótrúlega heilsteypt miðað við „ókláraða plötu“, sterk og ólýsanlega falleg. Hans verður sárt saknað.“ BÖS Quarashi: Guerilla Disco „Guerrilla Disco er mjög góð plata þar sem ákaf- lega vel er vandað til verka. Quarashi er enn að þróa sinn eigin stíl og virðist vera komin vel á veg með það.“ FB Nelly: Sweat „Hin platan af þeim tveimur sem Nelly gaf út á sama deginum. Sletta af því sama og Suit bauð upp á, ekki slæmt. Nelly hefði þó átt að gefa út eina langa, skothelda plötu, en að þynna sjálfan sig út á tvær.“ BÖS Jan Mayen: Home of the Free Indeed „Lagasmíðin er oft mjög áhugaverð, stutt í húmor- inn og þar kemur, oft á tíðum, óþétt spilerí Jan Mayen kemur betur út en ef hlutirnir hefðu verið pússaðir til. Það gerir útkomuna aðeins pönkaðri og hrárri en ella.“ SJ The Postal Service Rafdúett samansett- ur af Ben Gibbard, silkimjúkum söngv- ara og gítarleikara indírokksveitarinnar Death Cab for Cutie, og raftónlistarmann- inum Jimmy Tam- borello sem hefur starfað með Dntel. Samstarfið varð til eftir að Gibbard söng inn á eitt lag fyrir Tamborella, og afgreiddi það á klukku- stund. Sveitin hefur gert tvær þröngskífur, og eina breiðskífu, Give Up, sem kom út í fyrra við góðar undirtektir gagnrýnenda. Svipar svolítið til krútt tónlistarinnar sem íslenskir raftónlistarmenn eru þekktastir fyrir. | HVERJIR ERU... | Outkast byrja á nýrri plötu Einhverjir höfðu spáð því að hip- hopp dúettinn Outkast myndi slit- na í tvennt eftir síðustu plötu Speakerboxxx/ The Love Below þar sem hún var í raun tvær sóló- plötur undir einum hatti. En nei, þær fréttir berast nú frá MTV að Big Boi og André 3000 séu komnir aftur saman í hljóðverinu að vinna að nýrri plötu. Vinnuheiti plötunnar er 10 the Hard Way og þið megið búast við henni í búðir á næsta ári. Eins og titillinn gefur til kynna verða að- eins 10 lög á plötunni. Það er þó ekki eins og Outkast séu ekki með nóg á sinni könnu. Þeir eru um þessar mundir að klára upptökur kvikmyndarinnar Life in Idlewild með leikstjóran- um Bryan Barber sem gerir öll myndbönd sveitarinnar. Sú mynd verður í söngleikjaformi, og mun innihalda mörg laganna af Spea- kerboxxx/ The Love Below. Uppi eru þó orðrómar að myndin sé kominn langt yfir framleiðsluk- ostnað og eigi í hættu að verða sett á hilluna. Ef myndin verður kláruð, þá má búast við nýrri smá- skífu frá Outkast snemma á næsta ári og það lag er þá ekki eitt af þeim 10 sem félagarnir eru að vinna í hljóðverinu í dag. ■ OUTKAST Vinnuheiti nýju plötunnar er 10 the Hard Way og kemur líklega í búðir á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.