Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 81

Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 81
FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004 45 [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Ske: Feelings are Great „Fín plata frá Ske og mun heilsteyptari en sú síð- asta. Létt og sykurhúðað poppið hittir vel í mark.“ FB PLATA VIKUNNAR Lamb of God: Ashes of the Wake „Hörðu vélbyssugítarriffin, dósatrommuhljómurinn og skæður söngur Blythe myndar ekki sömu hryðjuverk og á eldri verkum Lamb Of God og er platan því viss vonbrigði enda batt ég miklar vonir við Lamb Of God á sínum tíma.“ SJ Papa Roach: Getting Away With Murder „Ég viðurkenni fúslega að ég bjóst við argasta við- bjóði, enda hafa lögin í útvarpinu með Papa Roach verið með eindæmum leiðinleg. Platan kemur mér því á óvart, margir fyrirtaks sprettir og framvinda laganna á köflum þrælvel útfærð. „ SJ Goldie Lookin Chain: Greatest Hits „Grín hiphopsveitin Goldie Lookin Chain eru ágæt- lega fyndnir. Geta samt örugglega ekki endurtekið þennan brandara og því er nafn plötunnar, Great- est hits, líklegast réttnefni. Brandararnir eru margir barnalegir, en þó... of grófir fyrir börn.“ BÖS Brain Police: Electric Fungus „Frábær plata frá Brain Police og varla veikan blett að finna. Jenni söngvari fer á kostum og hífir lögin upp í hæstu hæðir.“ FB KK: Upphafið „Lögin eru flest í hressilegri kantinum og spila- gleðin er ósvikin. KK er einn af okkar allra bestu ryþmablússöngvurum og hann er í fínum gír á plötunni.“ PAL Talib Kweli: Beautiful Struggle „Fylgifiskur Quality er tilraun Talib Kweli til þess að skjótast upp á við í vinsældum. Hann á það skilið, og honum gæti tekist það.“ BÖS Elliott Smith: From a Basement on the Hill „Hinsta kveðja Elliotts Smith er magnað meistara- stykki. Ótrúlega heilsteypt miðað við „ókláraða plötu“, sterk og ólýsanlega falleg. Hans verður sárt saknað.“ BÖS Quarashi: Guerilla Disco „Guerrilla Disco er mjög góð plata þar sem ákaf- lega vel er vandað til verka. Quarashi er enn að þróa sinn eigin stíl og virðist vera komin vel á veg með það.“ FB Nelly: Sweat „Hin platan af þeim tveimur sem Nelly gaf út á sama deginum. Sletta af því sama og Suit bauð upp á, ekki slæmt. Nelly hefði þó átt að gefa út eina langa, skothelda plötu, en að þynna sjálfan sig út á tvær.“ BÖS Jan Mayen: Home of the Free Indeed „Lagasmíðin er oft mjög áhugaverð, stutt í húmor- inn og þar kemur, oft á tíðum, óþétt spilerí Jan Mayen kemur betur út en ef hlutirnir hefðu verið pússaðir til. Það gerir útkomuna aðeins pönkaðri og hrárri en ella.“ SJ The Postal Service Rafdúett samansett- ur af Ben Gibbard, silkimjúkum söngv- ara og gítarleikara indírokksveitarinnar Death Cab for Cutie, og raftónlistarmann- inum Jimmy Tam- borello sem hefur starfað með Dntel. Samstarfið varð til eftir að Gibbard söng inn á eitt lag fyrir Tamborella, og afgreiddi það á klukku- stund. Sveitin hefur gert tvær þröngskífur, og eina breiðskífu, Give Up, sem kom út í fyrra við góðar undirtektir gagnrýnenda. Svipar svolítið til krútt tónlistarinnar sem íslenskir raftónlistarmenn eru þekktastir fyrir. | HVERJIR ERU... | Outkast byrja á nýrri plötu Einhverjir höfðu spáð því að hip- hopp dúettinn Outkast myndi slit- na í tvennt eftir síðustu plötu Speakerboxxx/ The Love Below þar sem hún var í raun tvær sóló- plötur undir einum hatti. En nei, þær fréttir berast nú frá MTV að Big Boi og André 3000 séu komnir aftur saman í hljóðverinu að vinna að nýrri plötu. Vinnuheiti plötunnar er 10 the Hard Way og þið megið búast við henni í búðir á næsta ári. Eins og titillinn gefur til kynna verða að- eins 10 lög á plötunni. Það er þó ekki eins og Outkast séu ekki með nóg á sinni könnu. Þeir eru um þessar mundir að klára upptökur kvikmyndarinnar Life in Idlewild með leikstjóran- um Bryan Barber sem gerir öll myndbönd sveitarinnar. Sú mynd verður í söngleikjaformi, og mun innihalda mörg laganna af Spea- kerboxxx/ The Love Below. Uppi eru þó orðrómar að myndin sé kominn langt yfir framleiðsluk- ostnað og eigi í hættu að verða sett á hilluna. Ef myndin verður kláruð, þá má búast við nýrri smá- skífu frá Outkast snemma á næsta ári og það lag er þá ekki eitt af þeim 10 sem félagarnir eru að vinna í hljóðverinu í dag. ■ OUTKAST Vinnuheiti nýju plötunnar er 10 the Hard Way og kemur líklega í búðir á næsta ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.