Fréttablaðið - 11.11.2004, Síða 83

Fréttablaðið - 11.11.2004, Síða 83
47FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004 ■ TÓNLIST BONO Bono og félagar í U2 ætla ekki að flýta útgáfudegi nýjustu plötu sinnar. Útgáfudegi ekki flýtt Hljómsveitin U2 ætlar ekki að flýta útgáfudegi nýjustu plötu sinnar How to Dismantle an At- omic Bomb þrátt fyrir að henni hafi verið lekið á netið. Miklar öryggisráðstafanir höfðu verið gerðar til að koma í veg fyrir lekann en þær dugðu ekki til. Söngvarinn Bono lýsti því yfir fyrr á árinu að lög af plötunni myndu fást á iTunes ef henni yrði lekið á netið og sú gæti því orðið raunin á næstu dögum. ■ JOSH HOMME Fer fyrir sinni sveit, Queen Of The Stone Age, á næstu plötu. Ný plata frá QOTSA Rokksveitin Queen Of The Stone Age hefur loks gefið upplýsingar um næstu afurð sveitarinnar. Platan ber nafnið Lullabies To Paralyze og verður gefið út þann 21. mars á næsta ári í Bretlandi og degi síðar í Bandaríkjunum. En þótt sveitin sé búinn að ákveða út- gáfudag á hún enn eftir fínpússa nokkrar upptökur. Meðal þeirra sem koma við sögu á plötunni eru Shirley Man- son úr Garbage og Brody Dalle úr The Distillers sem er kærasta Josh Homme söngvara og gítar- leikara QOTSA. Bassaleikarinn Nick Oliveri var rekinn úr sveitinni fyrir nokkru og er hún nú skipuð Homme, Troy Van Leeuwen, trommaranum Joey Castillo, gítarleikaranum Dave Cathing og bassaleikaranum Alain Jo- hannes. ■ Platan Eins og vindurinn með söngkonunni Guðrúnu Gunnars- dóttur kemur út í dag. Hún hefur að geyma átta lög og texta eftir eiginmann Guðrúnar, Valgeir Skagfjörð, auk tveggja norskra laga úr smiðju þeirra Lars og Kari Bremnes við texta eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Útsetningar og stjórn upptöku voru í höndum Guðmundar Péturssonar, sem leikur að auki á gítar. Guðrún segist vera mjög ánægð með nýju plötuna. „Þetta er það persónulegasta sem ég hef sent frá mér og líka svolítið öðru- vísi en það sem ég hef verið að gera,“ segir hún. „Í gamla daga var ég viðloðandi Vísnavini. Ég bjó úti í Noregi og kynntist þá þessari þjóðlaga- og vísnahefð. Þessi tónlist hefur því blundað sterkt í mér.“ Guðrún segir að lagt hafi verið upp með einfaldleikan við upptök- ur á plötunni og það hafi verið ansi krefjandi. „Þetta einfalda verður oft erfiðara heldur en það marg- brotna, en þessi tónlist hentaði mér vel. Platan er mjög einlæg og ég lagði hjartað í hana,“ segir hún og bætir við að hljóðfæraleikur og söngur hafi verið mikið tekinn upp á sama tíma. Þannig hafi verið lögð áhersla á að láta tilfinninguna og stemninguna ráða í lögunum. Eins og vindurinn er önnur sólóplata Guðrúnar en sú fyrri, Óður til Ellýjar, hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin á síðasta ári. Að sögn Guðrúnar eru algjör for- réttindi að gefa út sólóplötu sem þessa. „Viðtökurnar voru svo góð- ar við fyrstu plötunni að ég ákvað að nota hvatninguna og gera aðra plötu. Svo sér maður bara hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 17. nóvember. ■ GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Guðrún Gunnarsdóttir hefur gefið út plötuna Eins og vindurinn. ■ TÓNLIST Persónuleg plata og einlæg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.