Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 1
IGNIS
FRYSTIKISTUR
i«(§i.......'
RAFTORG SÍMI: 26660
RAFIÐJAN SIMI: 19294
Hálfnað
erverk
þá hafið er
•*,
I
I
I
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
Sala nýrra Skeiðarár-
skuldabréfa hefst í dag
Það var hamagangur við menntaskólana í miðbænum i gær. Þá voru nýliðar vigðir á hcldur harkalegan
hátt til inngöngu í musteri menntagyðjunnar. Hér sjáum við busa i menntaskólanum við Tjörnina drifna
i bað.
Sjábls.ll. — Timamyndir: Róbert.
19 ára stúlka með
hass og LSD á sér
Eitthvert mesta magn, sem fundist hefur í einu
síður
Skeiðarárréttir
Frásögn og myndir á
bls. 18-19-20-21.
Nýlendukúgun
Portúgala
bls. 6-7-9.
Hólmavík
Bls. 30-31.
Islendingaþættir
fylgja blaðinu
í dag
Vatnsúðunarkerfi:
Ágæt kart-
öfluuppskera
hjá Birtinga-
holtsbændum
FROSTNÆTURNAR i ágúst-
mánuði, sem gerðu mörgum
Sunnlendingum, er rækta
kartöflur, þungar búsifjar, hafa
ekki alls staðar komið að sök. Tii
eru þeir;sem hafa skotiö veður-
guðunum ref fyrir rass.
1 Birtingaholti i
Hrunamannahreppi búa tveir
bræður, Agúst og Magnús
Sigurðssynir, og rækta kartöflur i
fimm til sex hektörum lands. Þeir
eru nú langt komnir að taka upp
og fá ágæta uppskeru. Þeir hafa
sem sagt komið upp vatnsúðunar-
kerfi á kartöfluekrum sinum, og
það setja þeir i gang, þegar hætta
er á næturfrosti.
Það eru nokkur ár siöan þeir
Birtingaholtsbræður komu þessu
kerfi upp hjá sér, og þaö er ekki
aðeins notað til þess að verjast
næturfrosti, heldur er einnig til
þess gripið til vökvunar, þegar
jjurrkareru langvinnir.
Siöan vatnsúðunarkerfið kom
til sögunnar hefur kartöfluupp-
skeran aldrei brugðizt i Birtinga-
holti. — JH.
Klp- Reykjavík. — Þegar
áætlunarvélin frá Kaupmanna-
höfn kom til Keflavikurflugvallar
i fyrrakvöld fannst verulegt
mpgn af hassi og eitthvað af LSD
við leit á 19 ára gamalli islenzkri
stúlku, sem kom með vélinni.
Það voru tollverðir og starfs-
fólk útlendingaeftirlitsins, sem
fundu eitrið á stúlkunni, en hún
hafði falið það innan kíæða, og'
taldi sig þannig geta komið þvi
inn i landið.
Stúlka þessi hefur ekki áður
verið bendluð við hass, eða smygl
á slikum varningi, en lögreglan
vissi um að i kunningjahóp
hennar voru nokkrir aðilar, sem
höfðu áður komizt i kast við lögin
vegna sliks.
Var þvi fylgzt með stúlkunni og
hún handtekin við komuna til
Keflavikurflugvallar og leitað i
farangri hennar og á henni
sjálfri, þar sem eitrið siðan
fannst.
Þarna er um aö ræöa eitt kiló af
hassi og 38 LSD töflur og er þetta
eitt mesta magn af svona eitri,
sem finnst i einu hér á landi.
Stúlkan var þegar handtekin og
sett i gæzluvarðhald, en yfir-
heyrslur yfir henni hófust i gær og
er búizt við að þær taki nokkurn
tima.
1 DAG, fimintudaginn 20. septem-
ber, hefst sala verðtryggðra
happdrættisskuldabréfa rikis-
sjóða, skuldabréf C, vegna vega-
og brúagerða á Skeiöarársandi,
er opni hringveg um landið.
i þetta sinn eru boðnar út 100
milljónir króna, skv. heimild i
lögum nr. 99 frá 28. des. 1971 og
lögum nr. 8 frá 25. april 1973, sbr.
reglugerð nr. 256 frá 27. ágúst
1973. Verð hvers happdrættis-
skuldabréfs er 1000 kr. og eru þau
verðtryggö miðað við visitölu
framfærslukostnaðar. Engir
vextir eru greiddir af happ-
drættisskuldabréfu num, en vinn-
ingum er úthlutað i samræmi við
útdrátt númera úr öllum skulda-
bréfum lánsins. Dregið verður
einu sinni á ári um 273 vinninga
samtals að fjárhæð 7 millj.
króna, i fyrsta sinn 20. desember
n.k. Alls verður dregið 10 sinnum.
1 fyrra og fyrr á þessu ári voru
se.l d happdrættisskuldabréf i
tveimur flokkum. A og B, fyrir
230 milljónir króna og seldust þau
upp á skömmum tima.
Andvirði se ldra happdrættis-
skuldabréfa rennur til vega- og
brúagerða á Skeiðarársandi, eins
og kunnugt er, og hefur fram-
kvæmdum miðað eins og segir
hér á eftir:
A árinu 1972 var vegurinn frá
Kirkjubæjarklaustri að Lóma-
gnúpi að lanpmestu leyti gerður
að nýju, bæðr tyrktur og endur-
byggður.Alls voru gerðir 23 km. af
nýjum vegi, en 7 km. voru endur-
byggðir. A þessum kafla voru
byggðar sex brýr svo og brúar-
stöplar á Súlu. Hafin var gerö
varnargaröa vestan brúarinnar
yfir Súlu, sem veita eiga Núps-
vötnum i farveg Súlu. Auk þess
voru byggðar bráðabirgöabrýr á
Núpsvötn og Súlu og unnið að
undirbúningsframkvæmdum við
Gigju. Þá var einnig byggöur
vegur austan Skeiðarár, um 7 km.
1 ár hefur verið lokið viö bygg-
ingu brúar á Súlu, 420 m. að
lengd, svo og hefur veruð byggð
376 m. löng brú á Gigju. Voru
þessar brýr teknar til umferðar i
júni. Viö þessar brýr hafa veriö
gerðir varnargarðar, sem eru alls
6 km. aö lengd.
Ennfremur hefur veriö byggö
50 m. löng brú á Sæluhúsvatn. 1
ágúst s.l. hófust svo framkvæmd-
ir við brúna á Skeiðará, en hún
verður alls 904 m. að lengd, og er
áformað að ljúka fyrri hluta
brúarinnar á þessu ári.
Unniö hefur verið að vegagerð
báðum megin Skeiðarár, og er
þessa dagana verið að ljúka
vegagerö vestan árinnar. Hafa þá
alls veriö byggðir 30 km. af nýj-
um vegi á þessu ári. Loks er unniö
að gerð varnargarða austan
Skeiðarár, og er áætlað aö ljúka
fyrri hluta þess verks á árinu.
Samninganefndir
verkafólks í Eyjum
og Viðlagasjóðs
nóðu samkomu
lagi í gærkvöldi
um lausn ó
kjaradeilu
aðilanna.
Kveikt í leifum íbúðar-
hússins í Nesi í Selvogi
— þar sem það var talið orðið hættulegt
UM langar aldir hefur Nes i Sel-
vogi verið meðal stórbýla og fyrir
þrjátiu til fjörutiu árum var þar
um skeið stærsta fjárbú landsins
og fjöldi sauða allt fram til ársins
1942. Xú um allmörg ár hefur Nes
verið i eyði, sem og allar
hjáleigur þess, og síðast liðinn
sunnudag var gamla húsið i Nesi
brennt til grunna.
Áður voru margir bæir um-
hverfis Nes: Þórðarkot, Erta,
Stóra-Leður og Litla-Leður,
Bakkakot, þar sem var tvibýli, og
Austurnes. Áður fyrr voru einnig
bæir austur á ströndinni i grennd
við vitann, svo sem Snjóthús, en
þau voru áður komin i eyði.
Halldór Sigfússon skattstjóri
keypti jörðina af Guömundi Jóns-
syni i Nesi, bóndanum fjárrika,
um miðbik fimmta áratugar
aldarinnar, og rak þar búskap
fyrst framan af i niu ár, en leigði
jörðina siðan þýzkum manni er
var siðasti bóndinn þar. Nú hin
seinni hár hefur enginn búið i
Nesi, en tún verið nytjuö af
bændum i Selvogi og ölfusi.
Húsið i Nesi var oröið niutiu ára
eða riflega það, byggt um 1880
samtimis húsinu i Arnarbæli i
ölfusi, að miklu leyti úr timbri af
strandi á Hafnarskeiði. Það var
tveggja hæöa og mun hafa þótt
mjög reisulegt á þeirri tið. Þjóð-
verjinn, sem siðast bjó i Nesi,
steypti utan um það, en þá brá
svo við, aö þaö. grautfúnaði á
skömmum tima.
— Þaö er langt siðan ég tók
Framhald á 22. siöu.