Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 24
TÍMINN 24 Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? 83 r Þýðing Magnúsar Asgeirssonar þýðir ekki neitt. Bara að við hefð- um hitamæli”. Pinneberg svarar ekki. Hverju ætti hann lika að svara? Eins og þau hafi nokkurn tima mátt sjá af peningum til að fá sér hlut, sem ekki var bráðnauðsynlegri hvers- dagslega en hitamælir? Þú þegir Dengsi, en það liður ekki á löngu þangað til hann rekur upp org aft- ur. Hann heldur áfram i sifellu. Nú kemur það ekki lengur að neinu haldi þótt Pússer vaggi honum I örmum sér og gangi raulandi með hann fram og aftur um stofugólfið i næturkuldanum. Allt i einu nemur hún staðar frammi fyrir manni sinum. „Gerðu það nú fyrir mig, Hannes, að fara i rúmið. Þú verður að reyna að sofna ofurlitiö. Það hefir enga þýðingu, að við vökum bæði. Viö getum hvort sem er ekkert gert fyrr en dagar, og hægt er að fara með hann- til læknis”. En Pinneberg maldar i móinn. Hann vill alls ekki sofna, jafnvel þótt hann gæti það. Og Pússer hlýtur að sjá það sjálf, að ekki getur verið um neinn svefn að ræða, meðan barnið hljóðar svona. Svo kynlegt sem það kann að virðast þá er eins og Dengsi hafi skilið það, sem faðir hans sagði. Hann lækkar allt i einu röddina og hinar háværu hrinur verða að kjökurlegu kveini. Hann kveink- ar sér eins og sært dýr. Pússer reynir að láta sem þessi breyting hafi ekki gert hana enn hræddari en hún var áður. „Svona, Hannes”, segir hún og reynir að brosa, „nú heyrir þú sjálfur að hann er að verða ró- legri. Þú verður að leggja þig dálitið, annars heldur þú ekki út allan daginn á morgun. Það er annað mál með mig, sem verð heima”. Pinneberg lætur telja sér trú um að það versta sé um garð gengið. „Jæja”, segir hann „en þú verður að lofa því að kalla á mig, ef ég get hjálpað þér eitt- hvað”. En það verður ekki neitt úr neinum svefni. Barnið hljóðar og kveinar. Pinneberg er óðar kom- inn á fætur til að leysa Pússer af hólmi. Og rétt á eftir er hún kom- in fram á gólfið til að taka við af honum. Þau ganga fram og aftur, þau verkjar i handleggina, en þau vagga og vagga i örmum sér barninu, hljóðandi, kjökrandi, kveinandi. „Þetta er voðalegt”, segir Pússer, „að svona litið barn skuli kveljast svona mikið”. Pússer fer allt i einu að gráta. „Það voðalegasta af öllu er, að ég skuli ekki geta hjálpað honum”. Hún þrýstir barninu að sér, og hrópar með röddu, sem er alveg óþekkjanleg vegna grátstafa og örvæntingar: „Litla barnið mitt, elsku litla barnið mitt, get ég nokkuð gert fyrir þig?” Þetta riður baggamuninn hjá Pinneberg. Honum er það ofraun að sjá Pússer og Dengsa kveljast svona lengur. „Nú fer ég eftir lækni”, segir hann og fer að klæða sig i skyndi. „Við höfum engan sjúkraseð- il”. „Hann getur fengið hann á morgun. Hann hefir ekki leyfi til að neita að koma af þeirri ástæðu. Kannske barnið ætti að kveljast þangað til vegna þess?” „Það fer enginn læknir út klukkan fimm. Þegar þeir heyra að samlagssjúklingar eigi i hlut, segja þeir alltaf að þeir geti beðið til morguns”. „Ég skal nú sýna að ég kem með hann”. Pinneberg, þessi hógværi smáborgari, er þegar allur kominn i uppnám við þá tilhugsun, að komast i kast við einn af fulltrúum yfirvaldanna. Hann veit af sárri reynslu, að þó að sagt sé að allir borgarar séu jafnir fyrir lögunum, þá sæta þeir ákaflega misjafnri meðferð. Pússer hefir alvarlegar áhyggjur af þvi að Pinneberg kunni að ganga nokkuð langt i þetta skipti. „Heyrðu nú, Hannes. Ef þú ferð nú að draga lækni hingað upp og hann sér hænsnastigann og þetta allt saman, þá verður bara reki- stefna út af þvi. Þú verður að muna að við búum hérna i óleyfi heilbrigðislögreglunnar. — — Annars dettur mér ekki i hug að þú fáir hann til að klifra hérna upp. Hann myndi halda að þú ætlaðir að leiða sig i gildru og setja siðan skammbyssu við gagnaugað á honum”. Pinneberg sezt á rúmstokkinn alveg bugaður og ráðalaus. „Já, það getur verið eitthvað til I þvi. Það er annars ástand á okkur hérna! Það eru svo margir smámunir, sem maður hugsar ekkert út I fyrir fram, en undir eins og maður er giftur vaxa þeir manni yfir höfuð”. En Pússer vill ekki láta draga úr sér kjarkinn með eintómri bölsýni. „Það dugir ekki að lita svona á þetta. Þó að allt sýnist öfugt og snúið þessa stundina, þá lagast þetta allt, bara ef við sjálf missum ekki kjarkinn”. Pinneberg heyrir ekki til henn- ar. Þessi dapurlega, skuggalega morgunstund hefir gætt hann skarpskyggni, sem ægir honum sjálfum. „Mesta ógæfan er sú”, segir hann, „að fólk eins og þú og ég á hvergi heima i stétt eða flokki. Við eigum ekki samstöðu með neinum. Verkamennirnir lita niöur á okkur af þvi að við viljum vera „finni” en þeir, en erum þó oftast enn ver stæð en þeir. Og borgararnir — þeir fyrirllta okk- ur ennþá meira en þeir nokkurntima fyrirlita venjulega verkamenn. 1 raun og veru erum við hvorki fugl né fiskur! Ef ég væri verkamaður, þá hefði ég ekki aðeins stéttarfélagið mitt á bak við mig, heldur lika félaga mina. Ef þú værir verkamanns- kona, fengir þú alltaf ráðlegging- ar eða hjálp frá öðrum verka- mannakonum-----”. Þó að Púss- er eigi svo fullt i fangi með Dengsa, að hún heyri illa til hans, finnur hún þó á sér að hún verður að reyna að beina hugsunum hans i aðrar áttir. Einhver innri rödd segir henni, að ef hann á annað borð byrji á svona heila- brotum, geti auðveldlega farið svo, að allt fari út um þúfur hjá þeim. Svo brosir hún og hristir höfuðið. „Vertu nú ekki að segja mér neitt um samheldnina hjá verkamönnunum. Þá dýrð kann- ast ég nú alla við siðan ég var heima og heyrði pabba og bróður minn rifast um stjórnmál. 1 raun- inni varþað svo, að enginn þeirra verkamanna, sem ég þekkti, hreyfði hönd eða fót til að hjálpa stéttarfélögum sfnum. Það var ekkert nema glamur og gifuryrði allt saman”. „Ég veit auðvitað vel, að verkamennirnir eru engir englar og nákvæmlega eins eigingjarnir og annað fólk, en þeir geta þó að minnsta kosti leyft sér að vera þekktir fyrir fátækt sina. Við hin- ir erum neyddir til að láta eins og við séum rikisbubbar, þótt við eigum ekki spjarirnar utan á okk- ur”. Dengsi kjökrar, lágt og aumingjalega. Sólin kemur upp. Það birtir i stofunni. Þau lita hvort á annað, og hvoru um sig . ofbýður hvað hitt þeirra er fölt, vesaldarlegt og úrvinda. Þetta hefir verið þeim báðum löng og voðaleg nótt. „Hannes!” segir Pússer með grástafinn i kverkun- um. „Pússer!” segir Pinne- berg og tekur fast i hönd hennar. „Þetta gæti þó allt hafa verið miklu verra”, segir Pússer. „Já”, segir Pinneberg. „Við eigum þó hvort annað að”. Pússer litur á klukkuna. Hana vantar kortér i sex. „Þegar klukkan er orðin sjö, er opnað á barnahjúkrunarstöðinni. „Þú verður að vera kominn þangað strax og opnað er og biðja og biðja þangað til einhver systirin verður látin farameð þér. Þær hafa margar hverjar meira vit á ungbörnum en fíestir læknar”. Þegar klukkan slær sjö, kemur ungur maður, fölur og ósofinn, inn á barnahjúkrunarstöð bæjar- ins i Móabit. Hann stendur niðri I » forstofunni og athugar gaumgæfi- I lega allar tilkynningar stöðvar- i innar , sem þar eru festar upp, / einkum hina ýmsu viðtalstíma. \ Og hann kemst brátt að þeirri í 1505 Lárétt 1) Tröll.- 5) Vindur.- 7) öfug röð,- 9) Aða,- 11) Rani,- 13) Yfirhöfn.- 14) Bragðefni.- 16) Fréttastofa.- 17) Dýr.- 19) Borg,- Lóðrétt 1) Verður þögull,- 2) Eins,- 3) Neyðarkall,- 4) Agóða.- 6) Deyða,- 8) Dý,- 10) A flótta,- 12) Býsn,- 15) Sakfelld,- 18) Tónn.- Ráðning á gátu no. 1504 Lárétt 1) Asbest.- 5) Ýsa,- 7) Te,- 9) Smýg.- 11) Arm.- 13) Ala.- 14) Kröm.- 16) DÐ,- 17) Ropar,- 19) Skjóni,- Lóðrétt 1) Aftaka.- 2) Bý,- 3) Ess,- 4) Sama.- 6) Agaðri.- 8) Err,- 10) Ýldan,- 12) Mörk,- 15) Moj,- 18) Pó,- HVELL G Nú kemur það\ji sem getur varðað okkur. Villi. 3 Fjárs jóðurinn sem grafinn er I y hér, uæti eert onum 5 . Þjóð min er 'L/ Svo enginn kjörin til að gæta hans. dauðlegur eti stolið ^Eg, 'l'umeka er ylir', V Svo lengi sem < .. . - —-^ m Ó 1 m iirinn nn Það er faðir minn lika ogafi. málmurinn er óhreyfður mun ----------- /vildi að ^ Já, herra ée hef xég gæti hringt beöið eftir yður. /-» i hann.M O : 5 Spurðirðu | < piltinn? ‘ Allt i laei. Seeði.i hnnum að hann sé kominn í sveitina. Én ’ 1'"' ~. hafðu bó auga með honum Fimmtudagur 20. september 1973 liil I | I FIMMTUDAGUR 20. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson heldur áfram að lesa „Sög- una af Tóta” eftir Berit Brænne (8). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25: The Marshall Tycker Band leik- ur og syngur. Fréttir kl. 11.00 HljómplötusafniO (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Hin guilna framtíð” eftir Þor- stein Stefánsson Kristmann Guðmundsson les (4). 15.00 Miðdegistónleikar: Gömui tónlist. Roger Lord og hljómsveitin St. Martin- in-the-Fields leika óbó- konsert i Es-dúr eftir Bell- ini, Neville Marriner stj. St. Martin-in-the-Fields hljóm- sveitin leikur Concerto grqsso op. 6 nr. 1 eftir Corelli, og Kenneth Heath leikur með hljómsveitinni Sellókonsert i e-moll eftir Vivaldi, Marriner stj. Auréle Nicolet og Hátiða- hljómsveitin i Luzern leika Flautukonsert i G-dúr eftir Tartini, Rudolf Baumgartn- er stj. Gerda Schimmel og Kammersveitin I Berlin leika Hörpukonsert op. 4 nr. 6 eftir Hándel, Herbert Haarth stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Poppphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynning- 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Evrópubikarkeppni i knattspyrnu IBV — Borussia Mönch engladbach á Laugardalsvelli. Jón Asgeirsson lýsir. .9.45 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand.mag. flytur þáttinn. 19.50 Landslag og leiðir. Sverrir Pálsson skólastjóri á Akureyri flytur síðari hluta erindis sins um Bárðardal. 20.15 Eingöngur i útvarpssal: Sigriður E. Magnúsdóttir syngur lög eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Brahms, Mahler, Wolf og Richard Strauss og ariur úr óperum-eftir Saint-Saéns og Verdi. Jónas Ingimundar- son leikur á píanó. 20.40 Leikrit: „Vist ertu skáid, Kristófer” eftir Björn Erik Höijer. (Aður útv. i október 1961). Þýðandi: Þorsteinn ö. Stephensen. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leikendur: Kristófer: Þorsteinn ö. Stephensen. Kona hans: Helga Valtýsdóttir. Johanson: Gisli Halldórsson. Kona hans: Helga Bachmann. Litli Hendrik: Guðmundur Páls- son 21.30 Kvöld í Prag.Tékknesk- ir listamenn flytja dans-og dægurlög. (Hljóðritun frá tékkneska útvarpinu). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyja- pistill. 22.35 Manstu eftir þcssu? Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.