Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 20. september 1973 BROTTFÖR BREZKA FLOTANS MIKILVÆGT SKREF TIL LAUSNAR LANDHELGISDEILUNNI Rætt við Heimi Hannesson lögfræðing um Skjótra aðgerða þörf drsfund A.T.A. samtakanna Heimir Hannesson I SIÐUSTU viku var haldinn i Briissel ársfundur Atlantshafs- samtakanna, sem eru heildar- samtök A.T.A. samtakanna, sem starfandi eru i öllum aöildarrikj- um NATO og eru félög áhuga- manna um alþjóöamál og sam- starf Atlantshafsrikjanna. A vegum islenzku S.V.S. samtak- anna sátu þennan fund fjórir fulltrúar, m.a. formaöur samtak- anna, Knútur Hallsson skrif- stofustjóri og Heimir Hannesson lögfræöingur. Þaö hefur þegar komiö fram i fréttaskeytum frá erlendum fréttastofum, aö fundur þessi vakti mikla athygli og einkum fyrir þá sök, aö málefni lslands voru þar mjög á dagskrá og I lokaályktun um þessi mál borin fram af forseta samtak- anna, Eugene Rostow, sem um skeiö var aöstoöarutanrikisráö- herra Bandarikjanna, en i þeirri ályktun er fagnaö þeim samning- um, er Islendingar hafi þegar gert viö Belgiumenn, Norömenn og Færeyinga svo og vinsam- legum samningaviöræöum við V- Þjóöverja, en þvi lýst yfir að fundurinn telur þaö mikilvægt skref til lausnar deilu Breta og tslendinga, að brezki flotinn fari á brotU af tslandsmiðum. Heimir Hannesson flutti ræöu um landhelgismáliö þegar er framsöguræðum var lokiö og innti blaðið hann frétta af fundin- um, en hér á eftir verður sagt fráhluta af ræðu hans. íslenzk málefni á dag- skrá 1 viðtali við blaðið staðfesti Heimir, að miklar umræður hefðu átt sér staö um islenzk málefni, bæöi á dagskrá fundarins og þá ekki siöur óformlega. Aö þvi leyti heföi þetta veriö auðvelt, þar sem bæöi islenzku fulltrúarnir og hinir erlendu væru komnir sem einstaklingar, en ekki fulltrúar rikisstjórna i þessu tilviki, en þarna heföu veriö saman komnir um 300 manns og þar af f jölmarg- ir þingmenn og aðrir áhrifamenn margra landa. Hann og aðrir fulltrúar héöan heföu verið ánægöir með þaö, aö i lokaálytk- un fundarins væri viljayfirlýsing um brottför flotans, þó aö vissu- lega heföi verið ákjósanlegra, að kveöiö hefði verið sterkara aö oröi, en þetta atriði heföi þó veriö mjög mikilvægt. Þvi færi fjarri að þarna heföi veriö grundvöllur til umræöna, um nokkra lausn deil- unnar, en hinn ákjósanlegasti vettvangur til að skýra fyrir fundinum afstööu Islendinga og um leið þær afleiöingar, er að- gerðir Rreta gætu haft á afstööu mannahértil samstarfs við aörar bandalagsþjóöir i öryggismálum, ef lengur drægist, aö bandalags- þjóöir okkar sýndu okkur skilning og stuöning bæði i oröi og á borði. Meöal framsögumanna á fund- inum voru ýmsir forystumenn i belgiskum stjórnmálum, dr. Jósef Luns og Johan Holst, for- stööumaður norsku utanrikis- stofnunarinnar, sem gerði m.a. aö umtalsefni islenzk málefni. Akveðið hafði verið, að dr. Kissinger flytti þarna ræðu, en afturkalla varð heimsókn hans vegna anna heima fyrir, en I stað þess flutt ávörp frá honum. Heimir sagði, að mjög áberandi hefði verið, að þingfulltrúar sýndu áhuga á málinu og um leið áhyggjuraf frekari gangi þess, ef engin lausn fyndist. Rikjandi skoðun hefði verið, að Bretum bæri að kalla flota sinn á brott án tafar og viö þvi ekki búizt, að til greina kæmi af hálfu Islendinga, aö hefja nokkra samninga við Breta undir þessum kring- umstæðum. Brezku fulltrúarnir sem margir hefðu veriö þing- menn úr öllum flokkum, hefðu sýnt málinu mikinn áhuga, en skoöanir nokkuð skiptar eftir eigin kjördæmum, og um starfs- aðferðir til lausnar. Mjög áberandi hefði verið vinsemd norrænu fulltrúanna og hinna bandarisku. Forseti samtakanna Eugene Rostow, hefði tsýnt mál- inu persónulega mikinn áhuga. t upphafi ræöu sinnar sagði Heimir Hannesson, að óhjá- kvæmilegt væri, að á þessum tima hljómaöi rödd tslands með töluvert öðrum hætti en áður hefði gerzt á þessum fundum — og þaö ekki siður meö hliðsjón af þvi, að dagskrá fundarins væri tillögur og framsöguræður um einingu og samstarf Atlantshafs- rikjanna. Siðan sagði Heimir: Fiskveiðideilan við Breta — og Vestur-Þjóöverja — og þá eink- um rikisstjórn hennar hátignar og fiskveiðiflota brezku togaraút- geröarinnar hefur nú stigmagn- azt svo — og er komin á það al- varlegt stig, að rikisstjórn Bret- lands hefir siöan i maí-mánuöi látið sjálfan brezka flotann og nokkra dráttarbáta hafa slik af- skipti innan islenzkrar fiskveiði- lögsögu, aö viö liggur, að til hinna alvarlegustu atburða kunni að draga daglega,og frá þvi að flot- inn kom hafa gerzt hinir alvar- legustu atburðir. Ég ætla ekki á þessum stað né stund að reyna að rekja fyrir þessari samkomu hið þjóöréttarlega baksvið deilunnar — um það fjalla embættismenn og ráðherrar landanna, en ég tel það skyldu okkar, sem hér erum komnir úr fleiri en einum isl. stjórnmálaflokki, að vekja at- hygli fundarins á þvi, að ef áfram heldur sem verið hefur og brezki flotinn dregur sig ekki án nokk- urra skilyrða út fyrir 50 mflna mörkin — er á þvi veruleg hætta, að meö þessum aðgerðum af hálfu brezku rikisstjórnarinnar sé verið að stofna I hinn alvarleg- asta voða öryggistengslum ts- lands við Atlantshafsbandalagið. Það hefur aldrei verið ætlun is- lenzkra ráðamanna að tengja þessi tvö mál saman^em eru ólik að eðli ög uppruna, en aðgerðir Breta hafa gert það á svo áhrifa- mikinn hátt, aö héðan af verður ekki aftur snúið nema til skjótra aögeröa verði gripið. Siðan rakti ræðumaður Nimrod-flug Breta og afstöðu ts- lendinga I þvi máli og hversu al- varlegum augum þetta væri litið og varpaöi fram þeirri spurningu, hvort Bretar myndu leyfa sér i sambærilegri deilu viö aðra þjóð að beita slikum aðgerðum, jafn- vel þó að slik þjóð væri mun minna herveldi en Bretar sjálfir. Sagan og þorskurinn 1 framhaldi af þessu sagði ræðumaður: Ef vikið er aftur að sjálfri deil- unni um réttinn til að hafa lög- sögu yfir sjávarbotni og hafinu fyrir ofan þá skal þvi ekki haldið fram, að allur rétturinn, lagaleg- ur, sögulegur eöa siðferðilegur sé skilyrðislaust allur Islands megin. Hinn lagalegi er umdeilanlegur einkum vegna vöntunar á alþjóðalögum, hinn sögulegi mótast af mati mannna á þvi, hvernær sagan hefjist. Bre- tar tala um sögulegan rétt til fisk- veiða og benda á gamalgróna út- gerð — á móti má svara með rik- um rétti, að ef sú söguskýring hefði ráðiö, t.d. þegar deilt var um 12 milurnar væri varla nokkur fiskur eftir til skiptanna-einnig þorskurinn heyrði sögunni til. En hinn siðferðilegi réttur orkaði ekki tvimælis. Ef lltilli þjóð, sem á allt sitt undir sjávarafla, er neitað um þann lffsrétt af sterk- um nágrönnum, sem beita afls- munar, er sjálfstæði hennar i veði — og þegar sjálfstæði og sjálft lif þjóðarinnar er i hófi vill engin þjóð, hvorki tslendingar Bretar ne áðrar þjóðir, eiga sina framtið undir ákvörðunum annarra. Með aðgerðum sinum geti Bre- tar tafið þessa þróun, en allir vita að sú þróun er hafin, er verður ekki stöðvuö. Það er áreiðanlega ekki langt undan að 50 milurnar verða söguleg staðreynd. Betur væri að brezka rikis- stjórnin færi að ráðum nýlegs stjórnmálaleiðara i einu virtasta blaði Bretlands, þar sem sagt var, að það væri i þágu Breta sjálfra, að lýsa þvi þegar yfir, að þeir styddu 50 milur á hafréttar- ráðstefnunni á næsta ári. En það væri betur, að töfin ,sem svo dýru veröi væri keypt af Bretum sjálf- um, verði ekki éingöngu til þess að rýra traust Atlantshafsbanda- lagsins heldur einnig til þess aö það glataði bandamanni. Baráttan er við stjórn- málamenn og hags- munasamtök Og i lok ræðu sinnar sagði Heimir Hannesson: Sérstök áherzla skal á það lögð, að það er okkur mikið harmsefni að eiga I jafn alvarlegum deilum viö gamla vinaþjóð og á tslandi á sú skoðun sér enn marga fylgjendur, að baráttan sé ekki við þjóð heldur stjórmálaforingja og þau hagsmunasamtök, sem þeir telja sig vera fulltrúa fyrir. En hvert sem upphafið og hver sem alþjóöalögin kunna að vera — eða vera ekki — verð ég að tala eins hreinskilnislega og kostur er við þessa virðulegu samkomu, aö ef ekki veröa skjót þáttaskil af hálfu brezka flotans kann svo að fara að afleiðingarnar verði hin- ar alvarlegustu fyrir öryggismál alls Noröur-Atlantshafssvæðis- ins, sem skiptu verulegu máli fyr- ir allar þær þjóðir, er þar ættu hagsmuna að gæta. Þvi miður er málið svo einfalt. Ef svo er kom- iö, aö rikisstjórn hennar hátignar ætlar sér að kalla fram þessa stöðu til þess eins að vernda nokkra viðbótarþorska fyrir Hull og Grimsby — er illa komið fyrir þessum gamla gæzlumanni Atlantshafsins og hinni gáfuðu þjóð Englendinga. Og það verður að skiljast svo á þvi leiki enginn vafi, að á tslandi eru engin flokksbönd, engir pólitiskir flokk- ar eða mismunandi afstaða til grundvallaratriða landhelgis- málsins. Það væri mjög alvarleg- ur misskilningur, ef einhverjir héldu annað. Siðan þakkaði Heimir þann skilning og þann áhuga er fjöl- margir aðilar hefðu sýnt á mál- efnum tslendinga og þakkaði dr. Josef Luns, framkvæmdastjóra bandalagsins, sérstaklega það starf, er hann hefði innt af hönd- um vegna deilunnar og sagði að lokum: Til þess að leysa þann vanda, sem við er að etja, þurfa menn að skilja hann. Ef hann er ekki leyst- ur innan skamms tima kann að blasa við okkur öllum enn meiri vandi en flesta kann að gruna með hinum alvarlegustu afleið- ingum — og þá kann að verða of seint að tala um einingu og sam- starf. — TK. Félagsmdlaróðherra: Komandi alþingi auki tekjur byggingasjóðs: Félagsleg byggingastarf- semi fái aukin hluta af hinni opinberu aðstoð 51.65% af fjármagni EJ-Reykjavik. — 80 —90 manns víðs vegar af Norðurlandi sátu ráðstefnu um húsnæðismáL sem Fjórðungssamband Norð- lendinga hélt i samráði við Hús- næðismálastofnun rikisins og Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins á Dalvik s.l. mánudag . t ræðu, sem Björn Jónsson, félagsmálaráðherra hélt á ráð- stefnunni, lagði hann áherzlu á, að komandi Alþingi yrði að sjá Byggingasjóði rikisins fyrir auknum tekjum. Jafnframt þyrfti að beina opinberri aðstoð i hús- næðismálum i vaxandi mæli til félagslegra byggingafram- kvæmda. Ráðstefnan fór fram i Vikurröst á Dalvik, og var til hennar boðið sveitarstjórnarmönnum, byggingarfulltrúum og öðrum tæknistarfsmönnum sveitar- félaga, svo og byggingamönnum og verktökum. Betra skipulag — meira fjármagn Bjarni Einarsson formaður Fjórðungssambands Norðlend- inga setti ráðstefnuna og skipaði fundarstjóra Hilmar Danielsson, sveitarstjóra á Dalvik og Valde- mar Bragason, skrifstofustjóra, ritara. Var siðan gengið til dag- skrár og flutti Björn Jónsson félagsmálaráðherra fyrst ávarp. byggingasjóðs hefur Félagsmálaráðherra taldi, að húsnæöismál landsbyggðarinnar væri nærtækasta og árangursrik- asta leiðin til að skapa jafnvægi i byggðum landsins. Fyrst eftir að ráðherra hefði tekið við störfum var þvi mjög haldið á lofti i fjöl- miölum að algjört öngþveiti rikti i lánamálum Húsnæðismálastj rikisins og mikið fé skorti til að hægt væri að lána út á ibúðir, sem gerðar höfðu verið fokheldar frá siðustu áramótum. Þetta hefði verið ofmælt og nú hefði tekizt að útvega nægilegt fjármagn til að lána þeim húsbyggjendum, er hafa gert fokhelt þetta ár. Ráðherrann ræddi að lokum framtið 'húsnæðismálanna, og lagði þar m.a. áherzlu á, að vinna yrði skipulegar en gert hefur verið að lausn húsnæðismálanna, m.a. með áætlanagerð, sem sam- ræmd sé atvinnu- og byggðaáælt- unum og almennri stefnu i efna- hagsmálum, að koma verði á nánara samstarfi lifeyrissjóð- anna og almenna húsnæðismála- kerfisins i sambandi við fjár- mögnun byggingastarfsemi i landinu, að komandi alþingi auki tekjustofna.Byggingasjóðs, og að opinber aðstoð verði i rikara mæli en nú er beint til félagslegra byggingaframkvæmda. Þá sagði hann, að framkvæmd á lögum um leiguibúðir á vegum sveitar- félaga, við hlið byggingu verka- farið til Reykjavíkur mannabústaða, verði látin njóta algjörs forgangs af hálfu Byggingasjóðs og stjórnvalda. Orsakir húsnæðisvand- ræða landsbyggðarinnar Framkvæmdastjóri Húsnæðis- málastofnunar, Sigurður E Guðmundsson, ræddi m.a. um húsnæðismál landsbyggðarinnar, og taldi upp eftirfarandi orsakir þess, að landsbyggðin býr við skarðan hlut i húsnæðismálum: 1. Röskun varð á jafnvægi Ibúðarbygginga á landinu vegna ákvörðunar stjórnvalda að láta byggja 1250 ibúðir fyrir láglauna- fólk i Breiðholti. 2. Landsbyggðin hefur farið mikils á mis við fjármögnun á vegum lifeyrissjóðakerfisins. 3. Vegna hagkvæmni, sem skap- azt hefur af stærri verkeindum á höfuðborgarsvæðinu, hefur oft reynzt auðveldara fyrir efnalitið fólk að eignast ibúð þar en úti á landsbyggðinni. 4. Ekki hefur verið nægilega rikur skilningur af hálfu sveitar- stjórna á að marka langtima stefnu i húsnæðismálum, og jafn- vel að taka frumkvæði i upp- byggingu ibúðarhúsnæðis. 5. Peningastofnanir viða úti á landi eru of veigalitlar til að geta Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.