Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 20. september 1973 TÍMINN 27 Varnarleikurinn sat í fyrirrúmi hjá Keflvíkingum — sem töpuðu 0:2 í Skotlandi í gærkvöldi. Þjálfari þeirra, Joe Hooley, telur möguleika á því, að Keflavík sigri Hibernian á Laugardalsvellinum í síðari leiknum Frá Sigmundi Steinars- syni, fréttamanni Tímans í Edinborg. Vel útfærður varnar- leikur Keflvíkinga gerði það að verkum, að Hibernian tókst ekki að skora nema tvö mörk í Evrópubikarleiknum á heimavelli sínum, Easter Road. Það er þess vegna ekki útilokað, að Kefl- víkingar geti unnið þennan markamun upp í siðari leiknum, sem háður verð- ur á Laugardaisvellinum, a.m.k. er þjálfari Kefl- vikinga, Joe Hooley, bjart- sýnn um það. En þá verða Keflvíkingar að sjálfsögðu að breyta um leikaðferð, því að varnarleikurinn sat algerlega í fyrirrúmi í leiknum hérá Easter Road. Of eftir atvikum verður að telja, að það hafi verið skynsamlegt. Sterkari lið en Keflavíkur-liðið láta sig ekki dreyma um að leika annaðen varnarleik, þegar leikið er á útivelli. Aö sjálfsögðu reyndi mjög á varnarleikmenn Keflvikinga i þessum leik, svo og markvörðinn, Þorstein Ólafsson. Og Þorsteinn stóð sannarlega fyrir sinu. Hinir eldfljótu sóknarmenn Hibernian áttu mjög erfitt með að finna smugu á markinu og tókst aðeins tvisvar sinnum að skora. Að öðru Enda þótt Þorsteinn markvörður hefði nóg að gcra i gærkvöldi, veröur tæplega það sama sagt um Steinar Jóhannsson, miðherja Keflavikur, sem átti sinn róleg- asta dag uin langt skeið. leyti varði Þorsteinn mjög vel og var óspart klappað lof i lófa af hinum rúmlega 13 þúsund áhorfendum, sem fylgdust með leiknum. En stöku sinnum bauluðu áhorfendur þó, þegar Þorsteinn beitti þeirri ,,sjálf- sögðu” leikaðferð að tefja, t.d. með þvi að gefa sér góðan tima við útspörkin. Það mæddi mikið á Guðna Kjartanssyni, fyrirliða. Hann átti afbragðsleik ásamt Einaii Gunnarssyni, Astráði og Jóni i öftustu vörninni, en þeim til að- stoðar voru tengiliðirnir Karl Hermannsson og Hjörtur Zakariasson. Þegar svo mikil áherzla er lögð á varn’arleikinn, segir það sig sjálft, að framlinuleikmenn Keflavikur hafa átt náðugan dag. Varla getur, heitið, að Steinar Jóhannsson, sem venjulegast hefur ærinn starfa i Keflavikur-- liðinu, hafi átt eitt einasta mark- skot. Lið Hibernian er mjög skemmtilegt af skozku liði að vera, lék létta knattspyrnu og liðsmenn þess eru flestir fljótir og næmir fyrir samleik. En enda þótt þeir hafi sótt mikinn hluta leiksins, er vart hægt að segja að þeir hafi sýnt ótviræða yfirburði yfir Keflvikur-liðið. Leikurinn einfaldlega þróaðist á þennan hátt vegna þess, hve mikla áherzlu Keflvikingar lögðu á vörnina. Fyrra mark leiksins varð að staðreynd á 41. minútu leiksins. Miðvörðurinn Black var þar að verki með fast jarðarskot af 20 metra færi. Hooley, þjálfari Keflavikur, sagði eftir leikinn, aö þetta skot hefði Þorsteinn átt að verja, en annars var hann eins og við Islendingarnir, sem á leikinn horföu, ánægður með frammi- stöðu Þorsteins. Þess má geta, að Black, sem skoraði þetta mark, er yfirleitt ekki á skotskónum. Þannig var þetta aðeins 2. mark hans meö Hibernian i þau þrjú ár, sem hann hefur leikiö með liðinu. Siðara mark Hibernian kom á 20. minútu siðari hálfleiks. Schaeder, skozkur landsliðs- maður, gaf knöttinn fyrir inn i vitateig, þar sem Higgins kom aðvifandi og þrumaði honum i netið, ef svo má að orði komast, algerlega óverjandi skot fyrir Þorstein. Þrátt fyrir mikla sókn, tókst Skotunum sjaldan að skapa sér verulega hættuleg tækifæri þó björguðu Keflvikingar einu sinni á linu. Ég tel að leikaðferð Joe Hooleys hafi verið rétt,það sanna úrslit leiksins. En vitaskuld er knattspyrna af þvi tagi, sem Kefl- vikingar léku, sjaldnast skemmtileg fyrir augað. En hins vegar er ljóst, að þessi úrslit gefa Keflvikingum von um að komast áfram i keppninni, þar sem þeir eiga heimaleik sinn eftir. Að minu mati er ekki fráleitt, að þeir geti unnið Hibernian á Laugardals- vellinum, þótt það verði kannski ekki með tveggja marka mun. Áhorfendur að leiknum voru 13.652, þar af voru 200 Kefl- vikingar, sem létu mjög að sér kveða á áhorfendapöllunum. Dómari i leiknum, sem leikinn var i flóðljósum, var franskur, og lét hann fulloft i sér heyra, eins og er siður dómara sem vilja láta á sér bera. Þorsteinn Ólafsson markvörður Kefiavík* ur, hafði nóg að gera í leiknum í gærkvöldi og stóð sig mjög vel, eins og fyrri daginn. Slagsmál í Laugardals- höllinni Slagsmálaleik tslenzka lands- liðsins og vestur-þýzka liðsins Guinmersback i gærkvöldi lauk með eins marks sigri Islenzka liðsins, 15:14. Sigurmarkið skoraði Axel Axelsson úr vita- kasti þegar um 30 sekúndur voru til leiksloka. Má segja, að dæminu hafi verið snúið við i þessum leik, þarsem íslenzka lið- ið sigraði á lokaminútunni eftir að hafa veriö undir allan leiktimann — mest sex mörk undir I siðari háifieik, þegar staðan var 12:6 Þjóöverjum i vil. Mikil harka var i leiknum og slagsmál, og urðu dómararnir að vísa leikmönnum beggja iiðanna útaf til kælingar. Nánar I blaðinu á morgun. Evrópu- úrslit VEGNA truflana i fjarritara i gærkvöldi er ekki unnt að greina frá úrslitum Evrópubikarleikja i gærkvöldi, nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Þessi úrslit voru kunn: Evrópukeppni meistaraliða: Viking, Noreg — Spartak Trnava, Tékkósl, 1:2 Crusaders, N-trlandi — Dinamo Bukarest, Rúmeniu 0:1 Evrópukeppni bikarhafa: Torpedo, Moskva — Atletico Bilbao, Spáni 0:0 Vasas, Ungvl.-Sunderland, Engl. 0:2 Legia,Poll.-Pask,Grikkl. 1:1 Reipas, Finnl.-Olymp. FraKkl. 0:0 Zagroa,Búlgariu-Fola, Lux. 7:0 UEFA-keppnin Fredrikstad, Noreg-Dynamo Kiev 0:1 Strömsgodst, Noreg-Leeds, Engl. 1:1 Stuttgard, V-Þýzk.-Olynph. Kýpur 4:0 Ferenbvaros, Ungv.l.-G. Varsjá, Póll. 0:1 Sigur- vegarinn sezt að veizlu- borði! HIN árlega golfkeppni um Vcitingabikarinn hjá Golfklúbbi Ness fer fram n.k. laugardag 22. september og hefst kl. 13.00. Þetta er 18 holu höggleikur með forgjöfog eru fyrstuverðlaun eins og vanalega fritt kvöld i einu af vei tingahúsi borgarinnar fyrir sigurvegarann og maka hans. Þetta er fimmta árið i röð, sem þessi keppni er haldin hjá GN og hefur þátttaka klúbbfélaga jafn- an verið mjög góð, enda ekki á hverjum degi, sem keppt er um verðlaun, sem bæði er hægt að borða og drekka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.