Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 20. september 1973
TÍMINN
23
Verkamenn óskast
Oliufélagið h/f vantar nokkra hjálpar-
menn á bila, einn bilstióra og verkamenn i
byggingarvinnu.
Upplýsingar i sima 38690.
rpODGEPART 1974~l
.
- 'j
Sorpeyðingarstööin á Húsavík
Sorpeyðingarstöðin
á Húsavík reynist vel
SORPEYÐINGARSTÖÐIN á
Húsavik hefur nú verið starfrækt
nærri niu mánuði og hefur hún
reynzt mjög vel. Afkastageta
stöðvarinnar er nægileg fyrir 5000
manna byggðarlag og hefur þvi
nærliggjandi byggðarlögum verið
gefinn kostur á að nota hana.
Ekki hafa aðrir en Mývetningar
hagnýtt sér þetta, og koma þeir
með sorp hálfsmánaðarlega.
Aætlaður rekstrarkostnaður
stöðvarinnar i ár er ein milljón
króna, eð 400 kr. á ibúa, sem afnot
hefur af henni.
A Húsavik hafði um árabil öllu
sorpi verið fleygt fram af Húsa-
vikurhöfða i sjóinn. Olli það sifellt
vaxandi gagnrýni og gekk svo
langt, að menn þóttust þekkja
sorp frá Húsavik allar fjörur
austur á Langanes.
Þá var það i febrúar 1971, að
þáverandi bæjarstjóri, Björn
Friðfinnsson, fór til Færeyja til
að kynna sér sorpbrennsluofn,
sem Færeyingar höfðu komið sér
upp i Þórshöfn. Björn lagði siðan
fram skýrslu og að henni at-
hugaðri var ákveðið að festa kaup
á sams konar ofni og Færeyingar
nota, en hann er af sænskri gerð.
Sænska fyrirtækið ákvað siðan i
samráði við umboðsmann sinn,
að ofninn skyldi smiðaður á
Húsavik og gerði það vélaverk-
stæðið Foss. Smiði og uppsetn-
ingu stöðvarinnar á Húsavikur-
höfða var lokið i nóvember i
fyrra, en tvisvar sinnum slitnaði
raflinan til hennar af völdum
isingar og komst hún þvi ekki i
gang fyrr en milli jóla og nýárs sl.
Byggingarkostnaður var á sjö-
undu milljón.
Með tilkomu stöðvarinnar
breyttist meðferð sorps á Húsa-
vik verulega. Bæjarbúum var
skylt að nota sérstaka plastpoka i
grindum. Bill safnar siðan pokun-
um saman og ekur þeim til
stöðvarinnar. Alltaf er eitthvað af
rusli, sem ekki er hægt að setja I
brennsluofninn, og er það graíið
sérstaklega.
Nokkrir aðilar hafa komið til
Húsavikur til að kynna sér stöð-
ina, með það fyrir augum að
koma sér upp slikri stöð. Má þar
nefna Isafjörð, Suðurnes og Aust-
firði.
SB
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Staða SÉRFRÆÐINGS i gigtarlækn-
ingum við lyflækningadeild LAND-
SPÍTALANS er laus til umsókn-
ar.Starfið miðast við 4 eyktir á viku.
Laun samkvæmt kjarasamningum
Læknafélags Reykjavikur og stjórn-
arnefndar rikisspitalanna.
Umsóknir, er greini frá aldri, náms-
ferli og fyrri störfum, sendist
stjórnarnefnd rikisspitalanna,
Eiriksgötu 5, fyrir 20. október n.k.
Hálf staða MATARÆÐISSÉRFRÆÐ-
INGS vegna þjónustu við sykursýkis-
sjúklinga á göngudeild Landspitalans
er laus til umsóknar.
Umsóknir með upplýsingum um ald-
ur, nám og fyrri störf, sendist stjórn-
arnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu
5, fyrir 1. október n.k.
STARFSSTÚLKUR vantar að barna-
dagheimili VÍFILSSTAÐASPÍTALA.
Upplýsingar hjá forstöðukonu, simi
42800.
MEINATÆKNI vantar að VÍFILS-
STAÐASPÍTALA. Upplýsingar gefur
yfirlæknirinn, simi 42800.
Reykjavik, 18. september 1973.
SKRJFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
E1RÍKSGÖTU 5,SÍM111765
Dodge Dart'74 er bíll
hinna vandlátu. Dodge
Dart'74 er glæsilegur,
vandaður og á betra verði
en flestir aðrir sambæri-
legir bílar.
DART SWINGER
DART CUSTOM
Þar sem fagmennirnir verzla,
er yóur óhætt
Vel búið baðherhergi
IráBYKD
Það fæst bókstaflega allt í BYKO, a. m. k. allar bygg-
ingavörur sem nöfnum tjáir að nefna.
Við gætum t. d. nefnt hreinlætistæki, blöndunartæki, veggflís-
ar. Það fæst líka í BYKO.
Hreinlætistækin eru af ýmsum gerðum í mörgum litum og úr-
valið af blöndunartækjum og keramikflísum er satt að segja
ótrúlega mikið.
BYGGINGAVORUVERZUJN BYKO
KÓPAVOGSSF CV jO
NYBYLAVEGI8 SIMI:41000
#