Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 20. september 1973 TÍMINN 15 Guðjón Teitsson: Aðstaða strand- ferðaskipa við Reykjavíkurhöfn SVO sem margir þekkja hefur lengi þótt nauðsynlegt að bæta aðstöðu strandferðaskipa rikisins I og við Reykjavikurhöfn, þar sem starfsemin er að mestu i óhentugu leiguhúsnæði, sundur- slitnum bárujárnsskemmum óhentugum viðskiptamönnum og starfsmönnum. Vantar t.d. baga- lega frostfria geymslu fyrir alls konar vörurávetrum, hætt er við vatnskemmdum, ef rennur eða niðurföll stiflast af krapi, erfitt er að verjast rottugangi, aðstöðu starfsmanna er mjög áfátt, um- ferðaöngþveiti er oft mjög mikið til áhættu fyrir menn, varning og ökutæki, og tafir miklar á at- hafnasvæði útgerðarinnar, vegna þess að ökutæki viðskiptamanna koma mjög inn á ökuleiðir upp- og útskipunar vegna útgerðarinnar sjálfrar, til tjóns fyrir aðila, auk tafa í að-og fráakstri utan hins beina afhafnasvæðis út- gerðarinnar,og loks er óheppilega langt milli skrifstofu útgerðar- innarog vöruafgreiðslna, sem oft veldur aðilum bagalegri töf og óþægindum, einkum þar sem oft- ast er torvelt að fá bílastæði á hafnarsvæðinu á venjulegum vinnutima. Samkvæmt viðræðum af hálfu Guðjón Teitsson. Skipaútgerðar rikisins við hafnarstjórn Reykjavikur kom til greina að staðsetja framtiðarat- hafnasvæði útgerðarinnar i og við gömlu höfnina, eða hina nýju Sundahöfn, en hafnarstjórn hallaðist þá fremur að gömlu höfninni, vegna þess að hin nýja er nothæf fyrir skip með meiri djúpristu og þvi hæpið að taka þar frá'að staðaldri viðlegurými fyrir litil skip sem strandferðaskipin. í öðru lagi taldi hafnarstjórn, að með tilliti til verulegs farþega- flutnings með strandferðaskipun- um, væri það svo enn, og myndi sennilega vera fyrst um sinn, að gamla miðhöfnin lægi nokkru bet- ur við samgöngum en Sundahöfn. Leiddu frekari viðræður um þetta mál til þess, að hafnarstjórn Reykjavikur bauð að gera nýja uppfyllingu með viðlegubakka fyrir skip vestan Grófarbryggju i gömlu höfninni, og var talið, að Skipaútgerðin gæti fengið að reisa þarna á hinni nýju uppfyllingu myndarlegt vöruhús, þar sem skrifstofur útgerðar- innar væru þó einnig, til þæginda fyrir viðskiptamenn og starfsmenn. Þróuðust viðræður um þetta á þann hátt, að á siðast liðnu ári varákveðið að hef ja undirbúning þess, að gera framtiðarbækistöð fyrir Skipaútgerðina á nefndum stað, og verður varla aftur snúið með þá ákvörðun hér eftir. Dimmur skuggi En samkvæmt margfaldri reynslu hvilir þó sérstaklega einn skuggi yfir áðurgreindri ákvörðun, og þar er um að ræða umferðarþunga ökutækja og skort bifreiðastæða við gömlu höfnina. Er þetta atriði ekki einungis áhyggjuefni þeirra, sem eiga að hafa forsjá strandferða- skipa, heldur forráðamanna allra annarra skipa, sem höfnina nota, og annarra þeirra manna, sem erindi eiga inn á hafnarsvæðið. Fyrir löngu var ýmsum orðið ljóst, að eitthvað verulega raun- hæft yrði að gera til þess að greiða umferð ökutækja meðfram gömlu höfninni, og var i þessu sambandi ákveðið að leggja há- braut yfir Geirsgötu frá Kalkofn- svegi vestur á Mýrargötu,en með tengiálmu til suðurs (við Suður- götui til þess að taka við megin- umferð gegnum miðbæinn norðanverðan milli austur- og vesturbæjar. Sést þegar visir að hinni fyrirhuguðu hábraut, sem norðurhluti þaks hinnar nýju toll- stöðvar, en mikil deyfð er rikj- andi varðandi allar frekari fram- kvæmdir við hábrautina, og virð- ist varla nokkur hafa trú á, að hún verði gerð til gagns i næstu fram- tið, sökum skorts fjár og forystu, m.a. i þvi að fá aðila til að kaupa eða leigja nothæft húsrými undir hábrautina, — jafnframt þvi að leysa vanda vegna brevttrarað- stöðu eldri húsa. Útlitið er þvi ekki gott í um- ræddu efni. Mikill fjöldi manna, sem vinnur I grennd við höfnina, eða á erindi til skipaféiaganna eða annarra aðila við höfnina, eyðir daglega miklum og dýr- mætum tima i ökuhringsól, skim- andi i allar áttir eftir bilastæðum og tefjandi alla umferð, sem myndi þó ærin án þessa. Er hér oft um að ræða hreint umferðar- öngþveiti, beint og óbeint skað- legt fjölda aðila, ekki sizt þeim, sem taka að sér eða kosta vöru- flutning gegnum höfnina. Hefur umferðin á nefndu svæði auðvitað stóraukizt við tilkomu hinnar nýju tollstöðvar með miklu skrifstofuhúsnæði og miklum fjölda viðskiptamanna, en þótt sjá eigi starfsmönnum og viðskiptámönnum tolistöðvarinn- ar fyrir bifreiðastæðum-á þaki þeirrar byggingar, þá má ætla að þar verði oft þröng, og tafir a.m.k. I að- og frákeyrslu, og þarna er mikill fólksstraumur yfir göturnar til slysahættu og allsherjar umferðartafa. Er þvi ljóst, að tilkoma toll- byggingarinnar og þvi næst lokun Austurstrætis fyrir almennum akstri eykur enn verulega umferðarálagið um Tryggvagötu og aðliggjandi götur. Alag, sem var þó áður langt úr hófi fram. Heftum ekki hjart- sláttinn Þegar litið er á allt framan- greint, vekur það furðu, að til greina skyldi koma að reisa nýtt skrifstofustórhýsi fyrir hundruð milljón króna við aðalumferðar- æð (og þar með þunga-umferðar- æð) að austanverðu við gömlu höfnina, á leið milli hinna tveggja hafnarhverfa, enda verður ekki séð, að Seðlabankanum beri nauðsyn til að hafa bækistöð rétt við hina áður allt of aðkrepptu gömlu höfn. Höfnin i Reykjavik hefur oft og með góðum rétti verið nefnd „lljarta höfuðborgarinnar.” og þessu mega ráðamenn ekki gleyma i dagsins önn, þótt at- vinnulif verði fjölbreyttara en fyrrum. Hjarta borgarinnar þarf að slá i samræmi við tilgang sinn, en kransæðaþrenging er nú mjög til fyrirstöðu, og sá sjúkdómur mun verða þvi alvarlegri sem meiri og fjölsóttari skrifstofubyggingum er hrúgað að höfninni, og umferð ökutækja beinlinis beint til hennar i vaxandi mæli, án nokkurra framkvæmda til úrbóta i umferðarvandamálinu. VERÐTRYGGT HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS SKULDABRÉF C tisfja aa a mm* Skuldabréfin kosta 1000 kr. nú. Enginn veit, hve háu verðgildi þau ná. Eftir 10 ár verða þau endurgreidd með verðbótum, sem fara eftir hækkun framfærsluvísitölu. Bréfin gilda sem happdrættismiði. Dregið er árlega 20. desember um 273 vinninga að upphæð 7 milljónir, þ. á m. tveir vinningar á eina milljón hvor. SEÐLABANKI ÍSLANDS Allt fé sem inn kemur fer til að Ijúka hringvegi um landið. Sala skuldabréfa og framkvæmdir á Skeiðarársandi hafa gengið það vel, að lokatakmarkið nálgast. Hringvegiírinn verður myndarlegasta afmælisgjöf, sem landsmenn geta veitt sér þjóðhátíðarárið 1974. Sölustaðir: Bankar, bankaútibú og sparisjóðir um land allt. Sala stendur yfir 20. sept. — 20. des.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.