Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 28
28
/w, i W! ri'
TÍMINN
CV8I ladmsiqaa .OS n/gbtHifn.'i
Fimmtudagur 20. september 1973
sem er fjölmennasta stanga-
veiðifélagið, stendur nú fyrir
miklum fiskiræktarframkvæmd-
um á stærsta vatnasvæði
Austurlands, Lagarfljótssvæðinu.
Auk þess má nefna að flestar
klak-og fiskeldisstöðvar landsins,
en þær eru um 12-14, eru i eigu
stangaveiðifél. eða áhugamanna,
sem eru jafnframt flestir stanga-
veiðimenn. tslenzka ríkið á eina
klak- og eldisstöð við Kollafjörð,
skammt frá Reykjavik. Er hún
stærst. Fara þar fram ýmsar til-
raunir og laxamerkingar.Stanga-
veiðifélag Reykjavikur á bæði
klak- og eldisstöð. sem hefur
komið i góðar þarfir á vatna-
svæðum þeim, er það hefur á
leigu. Einnig hafa sum
stangaveiðifélögin ræktað upp
stöðuvötn og er Stangaveiðifélag
Hafnarfjarðar þar fremst.
bað hefur þvi mikið verið unnið
að fiskeldis- og fiskiræktarmálum
hér. Samkvæmt upplýsingum
Veiðimálastofnunarinnar hefur á
siðastliðnum árum verið sleppt
árlega um 300 þúsund
laxa-niður-gönguseiðum, þ.e.
seiðum, sem fara til sjávar sama
sumar og þeim er sleppt i ána,
venjulega stærð 12-14 sm, en um
það bil 500 þús. sumaröldum
laxaseiðum hefur einnig verið
sleppt i árnar Til viðbótar þessu
kemur svo silungsræktunin.
Ferðamál og stanga-
veiði
Fyrir röskum 2 árum, eða i
april 1971, kom hingað ritstjóri
norska timaritsins Jakt og fiske,
til þess að kynna sér og skrifa um
islenzk veiðimál og athuga um
möguleika á stangaveiði. Sneri
hano sér til okkar i stjórn Lands-
sambands stangaveiðifélaga til
þess að fá upplýsingar um þessi
mál. Að athuguðu máli töldum við
rétt að verða við þessari ósk.
Alitum betra að hann fengi réttar
upplýsingar frá okkur en kannski
misjafnlega áreiðanlegar upp-
lýsingar frá hinum og þessum.
Skýrði ég honum frá vandamál-
um okkar i sambandi við lax-
veiðar, en alveg sérstaklega benti
ég honum á hin góðu skilyrði til
sjóstangaveiða. Grein um islenzk
stangveiðimál birtist svo i júli-
hefti Jakt og Fiske sama ár.
Islenzk ferðamál (tourismi)
hafa verið hér á landi nokkuð til
umræðu undanfarin ár. Af hálfu
islenzku rikisstjórnarinnar og
fyrir tilstuðlan Sameinuðu
þjóðanna hefur verið gerð könnun
á hinum ýmsu þáttum ferðamála.
Var m.a. ráðinn sérstakur
maður, Páll Finnbogason, til
þess að kynna sér möguleika á
stangaveiði, til erlendra ferða-
manna. Hans álit er þetta, eftir
þvi, sem komið hefur fram i
greinum, er hann skrifaði i dag-
blaðið Timann;
1. Hann telur að ekki getið verið
Framhald á 35. siðu.
Hdkon Jóhannsson:
SIÐAST LIÐINN laugardag var
haldinn i Norræna húsinu stjo'rn-
arfundur i Norræna stangaveiði-
sambandinu. Mættir voru full-
trúar frá landssamböndum
stangaveiðifélaga á öllum
Norðurlöndum. Af Islands hálfu
sátu fundinn Hákon Jóhannsson,
Jón Finnsson og Guðmundur J.
Kristjánsson.
A íundinum var samþykkt
ályktun þess efnis, að studd var
samþykkt Norð-Austur Atlants-
hafsnefndarinnar um að allri lax-
veiði á alþjóðahafsvæðum á
N.A.-Atlantshafi skuli ljúka árið
1976. Jafníramt var þeim tilmæl-
um beint til dönsku rikisstjórnar-
innar, að hún dragi til baka mót-
mæli sin gegn þessari samþykkt,
þannig að hún megi öðlast endan-
legt gildi.
Mörg erindi voru flutt á fundin-
um. Arni Isaksson fiskifræðingur
flutti fróðlegt erindi um laxveiði
og laxamerkingar við Grænland,
en hann starfaði við laxa-
merkingar þar á siðast liðnu
hausti.
Hákon Jóhannsson ræddi um
þróun veiðimála og önnur skyld
mál. Talaði hann um vandamál
islenskra stangveiðimanna vegna
siaukinnar ásóknar erlendra
stangaveiðimanna i islenzkar
veiðiár. Benti hann jafnframt á
þann mikla þátt, sem islenzkir
stangaveiðimenn hafa átt i fiski-
rækt og fiskeldi.
Timinn fór þess á leit við Há-
kon að mega birta hluta úr erindi
hans og veitti hann leyfið góðfús-
lega og fer kaflinn hér á eftir:
íslenzkar laxveiðiár
og erlendir
stangaveiðimenn
Þá er það eitt mál, sem veldur
okkur islenzkum. stangaveiði-
mönnum miklum áhyggjum, en
það er hin siaukna ásókn erlendra
stangaveiðimanná i islenzkar
laxveiðiár. 1 ávarpi til Noregs
Jeger- og Fiskerforbund á áður-
nefndum afmælishátiðarfundi
1971 sagði ég m.a. þetta: ,,Hin
siðari ár höfum viö is-
lenzkir stangaveiðimenn fengið
skæöa keppinauta, erlenda
auðmenn. Ég er engan veginn á
móti útlendingum eöa erlendum
ferðamönnum, siður en svo, en
hins vegar skal ég játa það, að ég
er ekki yfir mig hrifinn, þegar
einstaklingar á Islandi og jafnvel
erlendar ferðaskrifstofur i
gegnum þá, yfirbjóða okkar
stangveiðimenn til þess að selja
útlendum auðmönnum laxveiði-
leyfi. Þið Norömenn hafið
kannski lika sögu hér að segja?”
bessi ásókn erlendra hófst fyrir
alvöru upp úr 1969. Gengi islenzku
krónunnar hafi áður verið
lækkað verulega vegna
minnkandi sjávarafla samfara
lækkandi heimsmarkaðsverði á
honum, svo og siminnkandi lax-
veiði i kanadiskum og norskum
ám, en úthafsveiðarnar áttu þar
sinn aðalþátt. Það voru þvi ein-
staklingar, sem sáu sér leik á
borði og buðu i ár hærra verð en
stangaveiðifélögin treystu sér til
að greiða. Nú er svo komið að út-
lendingar veiða i allflestum okkar
beztu laxveiðiám og á bezta lax-
veiðitimanum, frá þvi i lok júni og
fram i ágúst.
Sem dæmi um verðhækkunina
vil ég nefna Norðurá i Borgar-
firði, eina af okkar beztu og feg-
urstu laxveiðiám. Stangaveiði-
félag Reykjavikur sem hefur haft
þessa á á leigu um langt árabil,
hefur nú orðið að fara út á þá
braut, að selja útlendingum bezta
og dýrasta timann til að halda
ánni. Arið 1969 kostuðu dýrustu
dagarnir isl. kr. 2.800.00 per stöng
netto. Veiðileyfi á- dýrasta tima
voru seld útlendingum sl. sumar
á 250 dollara brúttó (þ.e. fæði,
húsnæði, leiðsögn, ferðir o.þ.h.
innifalið i verði). Þrátt fyrir þetta
háa verð treysti S.V.F.R. sér ekki
til að leigja áfram dýrasta
timann samkvæmt nýjum leigu-
samningum, sem gerðir voru
fyrir nokkrum dögum.
bað mun láta nærri að um 18
þúsund stangaveiðidagar séu i
laxveiðiánum okkar. Islenzkir
stangaveiðimenn innan vébanda
Landssambands stangaveiði-
félaga eru tæplega 3000. Þeir,
sem stunda laxveiði, eru varlega
áætlaðir 4-5000, en um það liggja
ekki tölur. Kæmu þá um 4 stang-
veiðidagar i hlut hvers og eins
aö meðaltali, ef þeir heföu ráð
yfir öllum laxveiðidögunum i öll-
um laxveiöiám landsins, smáum
sem stórum, en þar er langur
vegur frá.
Það er þvi auðskilið mál,að við
erum litt hrifnir af að fá hingað
erlenda laxveiðimenn i svo mikl-
um mæli sem raun hefur orðið á.
Fiskrækt
Hér má svo bæta þvi við, að það
eru fyrst og fremst stangaveiði-
menn, sem hafa sýnt fiskræktar-
málum áhuga.sérstaklega
framan af. Gott dæmi um þetta er
Norðurá, sem ég nefndi áðan.
Stangaveiðifélag Reykjavikur
upplýsir, að þegar félagið tók
ána á leigu fyrir 28 árum, hafi
veiðin verið um 600 laxar yfir
veiðitimann, en nú hefur hún
komizt upp i rúmlega 2500 laxa.
Stangaveiðifélag Reykjavikur,
Erlendir auðmenn skæðir
keppinautar íslenzkra
stangaveiðimanna