Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 31

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 31
if .(fí, mjjfibBifrtini’í 'viy'.ljtjlt) ______ .________________________■_____________________ _ ^JSí Fimmtudagur 20. september 1973 TÍMINN 31 einstöku sinnum slæddust með hnifapör og rekaviður. Allt þetta rogaðist ég með upp i f járhús og kom upp ágætis búi. Að visu var enginn afrakstur af búinu, en úr þvi var bætt með eggjatinslu úr hænsnabúi afa og ömmu. Þegar viðraöi var farið á fisk- veiðar. Fiskveiðarnar föru fram á gömlu sildarplani, og veiðar- færin samanstóöu af spýtu, nokkrum metrum af snæri, nælon þræði og ryðguðum önglum,og yfirleitt engri beitu. Þarna sat maður timunum saman og dorgaði og veiðin var aðallega sandkoli, smá rauðspretta og marsadonnar. Annars voru marsadonnar illa þokkaðir. Þeir bitu fast á önglana og svo átti maður i erfiðleikum með að losa þá af, þvi þeir stungu, en veiddi maður kóngamarsadonna, þá átti að losa þá af önglinum, skyrpa upp i þá og kasta svo i sjóinn aftur. Þetta átti að auka feng- sældina. Þessu trúði ég, en það versta var að ég þekkti ekki kóngamarsadonna frá þeim alþýðlega, svo ég skyrpti upp i hvern þann marsadonna sem ég veiddi og kastaði i sjóinn aftur. Nú er ekkert sildarplan til lengur. — Trúlegt þykir mér að það hafi horfið sömu leið og fjaran, fjósið, fjárhúsin og hlaðan. Þrátt fyrir erfiða að- stöðu eru enn til veiðimenn á Hólmavik. Nú eru þeir komnir með alvöruveiðstangir, gott ef þeri hafa ekki flugu lika. Þeir standaútiá gömlu bryggjunni og plönunum, sem enn standa inni á Tanga, eða vaða út i sjó, kasta lon og don, en veiða ekki bröndu. Hér áður var bakari á Hólma- vik. Að öllu hans bakaða brauði ólöstuðu, þá bakaði hann þær beztu hunangskökur, sem ég hef bragðað. Aðdáun min á bakaranum var gifurleg, og kannski beggja blands, þvi hvert sumar er ég kom norður og kom i fyrsta sinn i bakariið, það sumarið, gaf hann mér súkku- laði, súkkulaði með piparmintu- kremi. Eiginlega fannst mér ég ekki vera komin norður fyrr en ég var búin að fá súkkulaðið. Einu sinni þegar ég var nýkomin norður, fórum við amma i bakar- íið. bakarinn var ekki við og ég fékk ekkert súkkulaðið. Allan þann daginn hugsaði ég um súkkulaðið, fannst ég vera illa svikin , og þráspurði ömmu hvort ég ætti nú ekki að skreppa i bakariið. Næsta morgun fékk ég að fara, ég hálfhljóp inn á Tanga og kom lafmóð i bakariið. Þar stóð bakarinn sjálfur ég horfði á hann i von um súkkulaði og hef sjálfsagt verið á svipinn eins og soltinn úlfur, en ég fékk súkku- laði með piparmintukremi og var alsæl. Eitt af þvi skemmtilegasta, sem ég vissi.var að fara i stór- innkaupaleiðangur með ömmu inn á Tanga. Við lögðum af stað og leiddumst. Amma með bast- körfuna og i henni lá rauða buddan hennar, sem ég var viss um að alltaf væri full af pening- um. Við byrjuðum i bakariinu, þar keypti amma brauð og hunangsköku. Þaðan héldum viö i frystihúsið og amma fór i frysti- klefann sinn og ég stóð við hlið ömmu og horfði stórum augum á lærissneiðar, kótelettur, hryggi, læri, svið, slátur, fisk og hafði aldrei séð eins mikið af matar- birgðum i eigu nokkurs manns, svo lokaði amma hólfinu en ég andvarpaði sáran, og kyngdi munnvatninu. Gamla frystihúsið er farið sömu leið og fjaran, fjósið, fjárhúsin og hlaðan. Þeir eruaðbyggja nýtt og fullkomn- ara frystihús. Kaupfélagið er þó á sama stað, og þaðan fórum við amma eftir heimsóknina i frysti- húsið, en alltaf fannst mér kaupfélagið litilfjörlegt i saman- burði við frystihólf ömmu eða krambúð Jakobinu. Krambúð Jakobinu var eitt aflangt her- bergi inni iibúðinni hennar. Þar seldi hún matvörur, búsáhöld, klæðnað, vefnaðarvöru, skó- fatnað og sælgæti. Þarna var allt i skiþulagðri óreiðu og lyktin af söluvarningnum saman tvinnuð i sérkennilegan þef. Þar var yfir- leitt siðasti viðkomustaður okkar ömmu i stór-innkaupa- leiðöngrum. Krambúð Jakobinu átti siðan samleið með gamla frystihúsinu fjörunni, fjósinu, fjárhúsinu og hlöðunni, þvi Hólm- vikingar þörfnuðust hótels. Einstaka sinnum fórum við amma i heimsóknir. Þá sátum við hvor á sinum stól. Amma talaði meðan ég horfði á myndirnar á veggjunum, veggina sjálfa, loft og gólf. Mér fannst það alltaf ókurteisi að horfa mikið á fólkiö, sem ég var i heimsókn hjá, svo ég notaði tækifærið, þegar gest- gjafarnir voru uppteknir og gjóaði á þau augunum. I þessum heim- sóknum opnaði ég ekki munninn nema til að borða veitingar. Inni á Tanga var hús, sem i min um augum var dularfullt og óút- reiknanlegt. Þar gekk ég inn um dyr á húsinu framanverðu, gekk herbergi úr herbergi, upp stiga, inn i fleiri herbergi, niður annan stiga og út um aðrar dyr en þær, sem ég hafði komið inn um. Fyrir þessu húsi bar ég slika lotningu að ég hefði tekið ofan -i hvert skipti, sem ég sá það, hefði ég haftvit tilþessá þeimárum. Þetta hús stendur enn og fleiri gömul hús, sem viðhalda þeirri Hólmavik, sem ég man, en hvað ætli verði langt þangað til að sú Hólmavik hverfur fyrir fullt og allt $ Myndir og texti Valdís

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.