Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 33
Fimmtudagur 20. september 1973 TÍMINN 33 Það var enginn snjór undir stóra trénu, og mamma þurfti ekki að hafa eins mikið fyrir þvi að grafa litlu gröfina og hún hafði búizt við. Þegar þvi var lokið, gaf hún Friðu merki um að láta kettlinginn i kassann, og svo ofan i gröfina. ,,Eigum við ekki að syngja?” sagði Friða þá” er það ekki gert, þegar einhver er jarð- aður. ,, Jú, þið skuluð syngja eitthvað fallegt, sem þið hafið lært i sunnudaga- skólanum”, sagði mamma. Svo sungu þær fallegan söng, en söng- urinn var ekki hljóm- mikill, þvi að það var eins og kökkur væri i hálsi telpnanna sem vanalega voru svo dug- legar að syngja. „Jæja”, sagði mamma ,,þá skulum við ljúka þessu”. „Biðið við aðeins”, sagði Friða. Henni fannst ekki hægt að leggja Snotru sina i kassann, nema að lesa kvöldbæn, þvi að henni fannst að hún væri að leggja Snotru til svefns i fallega kassanum. Friða lokaði augunum, eins og hún gerði sjálf á kvöldin og fór með kvöldbænina sina i hálfum hljóðum, en mamma og Anna biðu hljóðar og kyrrar á meðan. En rétt þegar Friða var að leggja kisu sina i kassann, þá sýnd- ist henni að hún deplaði auganu, sem upp sneri. Þá heyrðist veiklulegt mjálm, nærri eins og tist i fugli. „Hún er lifandi!” hrópaði Friða, greip Snotru upp úr kass- anum, vafði aftur trefl- inum um hana og þrýsti henni fast upp að sér, eins og hún vildi gefa kettlingnum eitthvað af hita frá sinu heita hjarta. „Nú hef ég aldrei á ævi minni séð annað eins!” sagði mamma. „Ég vissi að kettir væru lifseigir, en þetta er eins og kraftaverk”. „Það er ekkert eins og”.. sagði Friða glöð, „það er það!” Nú fóru þær glaðar heim, og mikið var nú stjanað við Snortu, sem hafði verið heimt úr helju. Þegar vorið kom, þá tók mamma mynd af Friðu og Snotru i blómum skrýddum garðinum, og þær eru fallegar báðar tvær, — eða hvað finnst ykkur? SVALUR Villisvinin búa i þessum”^- holum og þeim er ekkert' gefið um forvitna f nágranna. Ég vonaði, að hann yrði \ ( Þetta ) leiður á þvi og ) bjargast. r færi. V<Við skulum V ^ athuga 'útvarpið. V* /r w 1 Ég meina það. Meðan við girðum lind 14, gætum viðl kannske losnað við ^-. Ljóna. ffalli, þú vilt ekki losna við hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.