Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 6
ií TÍMINN Fimmtudagur 20. september 1973 Nýlenduveldi um heim allan hafa i stórum dráttum brugðizt við á sama hátt, þegar ný- lendustjórn þeirra hefur verið ógnað. í byrjun er öll andspyrna barin niður með miskunnar- lausri grimmd, en þegar á liður og tekið er að koma fastara formi og skipulagi á hina vopn- uðu baráttu, er reynt að brjóta uppreisnina á bak aftur með fjölmennum hersveitum, sem búnar eru fullkomnum nýtizku vopnum. Þegar á liður og þar er komið frelsisbarátt- unni, að þjóðfrelsishreyfingunum hefur tekizt að leggja undir sig hluta landsins, verða ný- lenduherrarnir ofurlítið glöggskyggnari. Þá en ekki fyrr taka þeir i mál að verja einhverjum fjármunum til félagslegra umbóta, sjúkrahúsa og skóla i nýlendunum. Þetta er þó ekki annað en herkænska og tilgangurinn sá einn að reyna að búa svo um hnútana, að skæruliðasveitirnar eigi ekki lengur visan stuðning þjóðarinnar, svo að hægt sé að halda áfram arðráninu óhindrað. Nýlendur Portúgala eru glöggt dæmi þessa. Þeir sem framsýnastir eru nýlenduherranna þar hafa nokkur undanfarin ár rekið áróður fyrir þvi, að meira yrði lagt af mörkum til hins ,,félagslegastríðs”og reynt yrði að hlúa að inn- lendri borgarastétt, semtryggværi þeim. Einn þessara inanna er dr. Afonso Mendes,forstöðu- maður Atvinnustofnunar Angóla. Atvinnu- stofnunin hefur með höndum alla stjórn vinnu- markaðarins i Angóla: neyðir alla ibúa lands- ins til þess að skrá sig og úthlutar leyfum til handa vinnumiðlurum. Af þessu leiðir, að dr. Mendes hefur öðrum gleggri yfirsýn yfir ástand og horfur mála i Angóla. fór Portúgalsstjórn þess á leit, að hann semdi leynilega skýrslu um ástandið i nýlend- unni. Ætlunin var að skýrslan yrði hagnýtt í hinum sálfræðilega striðsrekstri gegn Agóiia- búum. Hann og aðrir Portúgalar, sem gegndu mikilvægum embættum i Angóla,voru spurðir hvaða ráðum vænlegast væri fyrir stjórnina að beita til þess að hnekkja stuðningi landsmanna við þjóðfrelsishreyfinguna (MPLA). Ætlunin var að klekkja á þjóðfrelsishreyfingunni og spilla þeirri neðanjarðarstarfsemi, sem hún rekur á þeim landsvæðum sem enn lúta ný- lenduherrunum. Af skýrslunni má glögglega ráða hvilikt harðrétti Angólamenn hafa mátt þola öldum saman, þótt nú keyri úr hófi, þegar þjóðfélagsbaráttan harðnar og reynt er að fremja þjóðarmorð á þeim. Skýrslán er að sjálfsögðu leynileg, en komst í hendur hollenzkra nefnd til stuðnings Angóla. fyrir tilstilli nokkurra hollenzkra þingmanna. Hér fylgir útdráttur úr skýrslu dr. Mendes.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.