Tíminn - 20.09.1973, Page 12

Tíminn - 20.09.1973, Page 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 20. september 1973 Íf|§ I | | LISTAVERKA- ÞJÓFNAÐIR mikil tekjulind samvizkulausra þorpara Aumingja gæ7.lumafturinn á listasafninu i Oautaborg „fór alveg f kerfi” þegar hann uppgötvaöi, aft einn mcsti dýrgripur safnsins var horfinn og eftir stóö auður ramminn. Málverkinu „Stúlka i hvitu” var stolið úr lista- safninu i Gautaborg á siðastliðnu vori. Ekki hefur tekizt að hafa upp á ræningjanum og það eina, sem lögreglan hefur getað gert, er að viðurkennarað þar hafi átt sér stað mesti listaverkaþjófnaður, sem framinn hefur verið á Norðurlöndum til þessa dags. Á hverjum degi er stolið einhvérs staðar i ver- öldinni listaverkum, sem metin eru á ótrúlegar upphæðir. Sérstaklega er það ítalia, sem verður fyrir barðinu á listaverkaþjófunum, enda er þar ótölulegur fjöldi af alls kyns kirkjum og bænahús- um, sem eru opin almenningi og geyma listaverk, sem eru ómetanleg á peningalegan mælikvarða. Vatikanið neitar leyfis til þess að loka þessum stöð- um. Stærstum hluta þýfisins er komið i verð i Sviss. Verðið er oftast aðeins litið brot af raunvirðinu og kaupendurnir eru yfirleitt ástriðufullir listunnend- ur, sem margir eiga einkalistasöfn, sem alls ekki þola að lita dagsins ljós. Þessir listkaupendur eru búsettir viðs vegar um heiminn, m.a.s. eru margir þeirra búsettir austan járntjalds, en flestir eru þó taldir búa i Norður- og Suður-Ameriku. Dæmi eru til þess að listaverkum sé stolið eftir pöntun, og þá eru það aðeins vinnulaunin, sem freista ræningjans. „Stúlka í hvítu” eftir franska málarann Matisse. Þessari mynd var stoliö úr listasafni Gautaborgar á liönu vori og engar likur eru til þess aö hún finnisl i bráö. UM tvö hundruð manns gengu ró- lega um tignarlega sali lista- safnsins i Gautaborg og skoðuðu verk hinna miklu meistara, þegar atburðurinn átti sér stað. Það uppgötvaðist að einn ramminn var tómur. Mynd Henry Matisse, sem kölluð er „Stúlka i hvitu” og virt er á um 60 milljónir isl. króna, var horfin úr rammanum. Þessi ósvifni á sér enga hliðstæðu i sögu listaverkaþjófnaða á Norð- urlöndum. Safnið opnaði dyr sinar klukkan ellefu um morguninn, eins og venjulega. Ekkert óvenjulegt virtist vera á seyði og aðsóknin var svipuð og venjulega. Gæzlu- mennirnir gengu sinar venjulegu eftirlitsgöngur á hálftima fresti. En rétt fyrir klukkan þrjú komst allt upp. „Stúlka i hvitu” var horfin. A veggnum var nú aðeins auður rammi, nema hvað efst i hægra horni hans var nafnaritun málarans. Þjófunum lá greini- lega á! Þessi mynd Matisses er ein sú þekktasta eftir hann og er almennt álitin ómetanleg til fjár. Listasafnið hafði „aðeins” tryggt hana fyrir um 30 milljónir. Þetta gerðist á siðasta vori og ennþá hefur lögreglunni ekkert miðað við rannsókn þjófnaðarins. Allt bendir til þess, að þjófnaður- inn hafi verið framinn af atvinnu- manni, e.t.v. starfaði hann á vegum alþjóðlegrar glæpakliku, sem sérhæft hefur sig i lista- verkaþjófnuðum. Forstjóri lista- safnsins i Gautaborg er sann- færður um, að reynt verði að koma málverkinu úr landi og það muni siðan lenda i höndum ást- riðufulls listaverkasafnara, ef sænsku lögreglunni og Interpol tekst ekki að koma i veg fyrir það. Ef málverkið finnst verður það að teljast hrein og klár tilviljun. A hverjum einasta degi er stolið listaverki á Italiu, að meðaltali tveim á dag, og fæst þeirra finn- ast aftur. Möguleikarnir á þvi að Gautaborg fái sitt verk aftur verða að teljast litlir sem engir. A myndinni sést nokkuö, sem þvi miöur er alltof sjaldgæft. Lögreglan hefur haft upp á ómetanlegu listaverki, sem haföi veriö stolið úr cinni kirkju á itaiiu. óbætanleg myndskreyting úr gamalli bók um stjörnufræöi. Llklega var henni stolið samkvæmt pöntun. Rockefeller saknar Rubens Annar stór listaverkaþjófnaður átti sér nýlega stað i einni af sum- arhöllum bandarisku milljarða- mæringafjölskyldunnar Rocke- feller, en þessi höll er i Dan- mörku. Það var málverk eftir Rubens, sem þjófarnir kræktu sér i og er verkið metið á um 50 milljónir islenzkra króna. Þetta verðmæta málverk er eign Edith Rockefeller, sem gift er bandariska hótelkóngnum Robert Jung. Það hékk i höll þeirra Hövdingsgaard i Mern á Suður-Jótlandi ásamt öðrum listaverkum, sem metin eru á um 300 milljónir króna. Það var yfirþjónninn i sumar- höllinni, sem uppgötvaði stuldinn. Rubensmálverkið, sem er 160x90 cm að stærö, var þá horfið af. veggnum i Riddarasalnum. Ekki hafði verið snert við öðrum myndum. Glæpalögreglan á Prestö hafði þegar samband við Interpol og kærði þjófnaðinn. Sið- an var ölium listaverkakaup- mönnum i heiminum gert aðvart. Lögreglan telur, að alþjóðleg klika listaverkaþjófa hafi staðið að stuldinum. Myndin nefnist „Andlitsmynd af ungum aðalsmanni” og er eitt af æskuverkum Rubens. Það er óráðin gáta, hvernig staðið var að þjófnaðinum, þvi að á sumarhöll- inni er ekki að sjá nein merki um innbrot — en myndin virðist að eilifu horfin. Markaður fyrir stolnar myndir. Fyrir nokkru var Tizian mál- verki, sem metið er á um hálfan milljarð islenzkra króna, stolið ásamt þrettán öðrum myndum úr kirkju á Norður Italiu. Nánast á sömu stundu var tveimur mynd- um eftir Francesco Guardi stolið úr Kenwood house i Englandi, en þær myndir voru metnar á um 20 milljónir króna. Sérfræðingar Scotland Yard telja, að þjófarnir losni við málverkin eftir leiðum, sem eiga höfuðstöðvar sinar i V-Þýzkalandi og Sviss, Kaupend- urnir eru ljósfælnir listaverka- unnendur viðs vegar um heiminn, aðallega i Norður- og Suður-Ame- riku. Hringurinn, sem annast sölu verkanna, selur þau fyrir aðeins litið brot af þeirri upphæð, sem fengist fyrir þau á frjálsum lista- verkamarkað og um leið gætir hringurinn þess vandlega, að nöfn kaupendanna komi hvergi fram i dagsljósið. Sumir halda þvi fram, að listaverkaþjófarnir biði með feng sinn i nokkur ár, áður en þeir láta verkin i sölu. Á þeim tima, sem liður, margfaldast yfirleitt söluverð listaverkanna. Nöfn gömlu meistaranna, sem gerðu listayerkin, útvega kaupendur, jafnvel þótt ekki sé kunnugt um upprunalega eigendur listaverks- ins. Lögreglan veit, að margir mestu listadýrgripir Evrópu ganga kaupum og sölum á svört- um markaði fyrir tiltölulega lág- ar upphæðir. Málverk, sem að raunvirði er kannski hundrað milljónir, er selt fyrir nokkur hundruð þúsund krónur. Fangi nokkur, sem sat inni fyrir þjófnað á málverkum, skýrði frá þvi, þegar hann losnaði úr fangelsinu, að þremur mál- verkum eftir Rembrandt og þremur eftir Rubens hefði verið stolið fyrir kaupendur I Póllandi. Ef lögreglan heföi ekki haft upp á

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.