Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 20. september 1973 TÍMINN 17 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn b'ramkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ititstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- > stofur i Edduluisinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f - Geoffrey Smith, The Times: Svíum vegnar vel utan Ef nahagsbandalagsi ns Utanríkisverzlunin hefur verið þeim hagstæð Staða iðnaðarins Við opnun kaupstefnunnar íslenzkur fatnaður.sem haldin var nýlega, vakti Gunnar S. Friðriksson, formaður Félags isl. iðnrek- enda, athygli á þeirri staðreynd, að verðlags- þróunin hefði ekki verið iðnaðinum eins hag- stæð og sjávarútvegi og landbúnaði, og væri þvi nú svo komið, að iðnaðurinn væri kominn i verulegan vanda vegna þessarar þróunar. Sem dæmi um það, benti Gunnar á, að á árinu 1972 hækkuðu landbúnaðarvörur um meira en 18%, fiskur og fiskafurðir um nærri 18%, húsnæði og þjónusta um 14%, innfluttar neyzluvörur um 12,4%, en innlendar neyzluvörur, þ.e. almenn- ar iðnaðarvörur, um aðeins 10,4%. Á þessum tima varð iðnaðurinn að taka á sig yfir 25% kauphækkanir og miklar hráefnahækkanir. Gunnari fórust ennfremur orð á þessa leið: „Þróunin 1973 hefur orðið hraðari og má sem dæmi nefna að fyrir 2 árum var verð á áli og frystum fiskblokkum það sama, eða 21 cent fyrir hvert enskt pund, en i dag hefur verð á áli mjakazt upp i 27 cent á sama tima og verð á fiskblokk er komið i 72 cent. Þetta dæmi sýnir mjög glögglega, þó ef til vill nokkuð ýkt, mis- muninn á verðlagsþróun iðnaðarvara og fisk- afurða. Þegar svo innlent verðlag eltir verðlag fiskafurða má ljóst vera i hvern vanda iðnaðurinn er kominn. Af gamalli reynslu eigum við að geta ráðið, að ekki sé á það treystandi að mjög hátt verð lag á matvælum haldist til frambúðar, þar eð hátt verðlag hvetur til aukinnar framleiðslu, sem siðar veldur verðlækkun vegna aukins framboðs. Það væri þvi miður, ef hið mikla góðæri i fiskveiðum og fiskiðnaði, yrði til þess að áform um eflingu iðnaðar og aukningu á út- flutningi iðnaðarvara yrðu lögð á hilluna. Það er þvi knýjandi nauðsyn að stjórnvöld auðveldi iðnaðinum að bregðast við núverandi aðstæðum, svo að hann geti gegnt þvi hlut- verki, að hleypa fleiri stoðum undir islenzkt efnahagslif og gera það þannig óháðara verð- og aflasveiflum”. Undir þessi ummæli Gunnars ber að taka. Hér kemur i fyrsta lagi til greina að skapa iðnaðinum sem sambærilegasta stöðu við er- lenda keppinauta i tolla- og lánamálum. Það verður eitt af verkefnum næsta þings, að taka þessi mál til rækilegrar athugunar. Er Matthias siðlaus? Morgunblaðið heldur þvi fram i forustugrein i gær, að það sé „rakalaus, óábyrg ævintýra- mennska i utanrikismálum” og ,,leikur að eldi með fjöregg þjóðarinnar”, ef þvi er haldið fram, að árás Breta geti haft áhrif á afstöðu Is- lendinga til Nato. Það segir ennfremur að þetta sé „siðlaus ævintýrapólitik”. Enginn hefur þó gengið lengra i þessu en Matthías Jóhannes- sen, þegar hann spurði Kissinger, hvort honum væri ljóst, að „Bretar væru að skjóta íslandi út úr Nato”. Ekki verður annað talið af þessum siðustu skrifum Mbl. en að það dæmi einn rit- stjóra sinn siðleysingja. Svo fullkomlega eru þeir, sem nú skrifa forustugreinar Mbl., gengnir af göflunum. Olof Palnie NOKKUR breyting hefir orðið á skoðunum Svia i sam- skiptum þeirra við Efnahags- bandalag Evrópu. Ýmsir höfðu gert ráð fyrir að reynslan af þvi að vera utan bandalagsins ylli þvi fyrr en seinna, að Sviar sannfærðust um, að ekkert jafnaðist á við fulla aðild. betta var talið enn senni- legra vegna þess, að samningarnir við bandalagið færðu Svium miklu minna i aðra hönd en þeir fóru fram á. Þeir fengu litlu framgengt öðru en lækkandi tollum, auk veikra vona um aukna sam- vinnu i framtiðinni. Engar stofnanir eiga að sjá um stefnumótun og engir samningar fengust um þess háttar ráðstafanir. Sviar hafa þvi engin áhrif á stefnu bandalagsins, en stefna þess hefir að sjálfsögðu veruleg áhrif á viðskiptaaðstöðu þeirra. ENSKUR géstur i Sviþjóð hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu, að skoðanir Svia hafi tekið allt aðra stefnu en búizt var við. Þeir, sem héldu fram fyrir nokkrum árum, að efnahagsleg framtið Svia yilti á þvi að fá fulla aðild að Efnahagsbandalaginu, segj- ast nú vera fyllilega ánægðir með viðskiptasamningana. Afstaðan til Efnahags- bandalagsins var ekki á dag- skrá i ksoningabaráttunni. Bent hefir verið á, að banda- lagið hafi enn ekki mótað neina ákveðna stefnu um að- stoð, en þegar að þvi komi kunni sænsk fyrirtæki að standa höllum fæti i sam- keppni við hliðstæð fyrirtæki í Efnahagsbandalagsrikjunum um opinberar framkvæmdir. Sumir hafa einnig nokkrar áhyggjur af hugarfarslegum áhrifum þess að standa utan bandalagsins. Gleymast sænsk fyrirtæki til dæmis, þegar farið verður að sameinast um framkvæmdir i Suður-Ameriku og Afriku? Verða sænsk fyrirtæki afskipt vegna samvinnu fyrirtækja i aðildarrikjunum? Ofurlitið heyrist kvartað um, að brezk fyrirtæki beini skiptum sinum fyrirtæki beini skiptum sinum við Svia einungis af þvi, að þeim beri að skipta við banda- lagsrikin þegar þess er kostur. En þetta geta tæpast talizt nema örlitlir skýjahnoðrar á viðskiptahimni Svia, sem yfir- leitt er heiður og bjartur. HVAÐ veldur bjarsýni Svia? Sænskir viðskiptajöfrar kunna að meta það, að tollar lækka á flestum framleiðslu- vörum i skiptum við banda- lagsrikin, og sú lækkun er ná- lega jafn ör og orðið hefði við aðild. Að þvi kemur, að enginn toliur verður til fyrir- stöðu. Áhrif smáþjóðar á stefnumótun bandalagsins hefðuhvort sem er varla ráðið úrslitum um neinar meiri- háttar ákvarðanir. Annað atriði ræður einnig miklu um bjartsýni Svia. Þeir eiga marga viðskiptajöfra, sem þegar starfa meira og minna á erlendum vettvangi, og eiga auðvelt með að hefja starfsemi innan Efnahags- bandalagsrfkjanna eða auka fyrri umsvif þar. Sænsk fyrir- tæki hafa fjárfest það mikið erlendis, að mörgum þykir nóg um, og Krister Wickman utanrikisráðherra Svia hafði heitið að stemma stigu við aukningunni. Þess verður þó ekki vart, að hann eða aðrir hafi komizt að niðurstöðu um, hvernig þvi yrði við komið. SENNILEGA veldur mis- reikningur sænsku rikis- stjórnarinnar þó mestu um ánægju sænskra viðskipta- jörfa og bankamanna með skiptin við Efnahagsbanda- lagsrikin, enda njóta þeir góðs afhonum. Sænska rikistjórnin hefir undangengin ár óttazt þenslu heima fyrir og þvi reynt að hamla gegn henni. En ofvaxtar hefir aldrei gætt. Úrdráttarstef na sænsku rikisstjórnarinnar hefir sætt gagnrýni á þeim forsendum, að hún hafi valdið meira at- vinnuleysi en nauðsyn hefði veriðá. Atvinnuleysi i Sviþjóð telst þóekkimikið miðað við aðrar þjóðir. Hömlur gegn þenslu innanlands hafa leitt til þess, að Sviar hafa aukið sölu úr íandi hröðum skrefum. Sænskir iðjuhöldar og bankamenn glotta i kampinn þegar þeir lýsa þvi, hve mis- reikningur rikisstjórnarinnar hefir reynzt þeim arðvænleg- ur. Efnahagskerfið innan- lands hefir ekki ofhitnað og engir alvarlegir flöskuhálsar myndazt. Ahrif verðbólgu á tilkostnað hafa orðið minni i Sviþjóð en mörgum öðrum Evrópurikjum. Vextir eru lágir og horfur A auknum við- skiptum á Evrópumarkaði eru þvi góðar. ÚTFLUTNINGUR Svia hef- ir aukizt ört, mörg fyrirtæki hafa dafnað mjög vel og greiðslujöfnuður við útlönd er því hagstæður. Þegar þannig stendur á er varla við þvi að búast að viðskiptasamningar við Efnahagsbandalagsrikin valdi áhyggjum. Sænskir iðjuhöldar hafa verið of önnum kafnir við að selja til þess að gefa sér tima til að hafa áhyggjur af sölumögu- leikjum til bandalagsrfkjanna i framtiðinni. MEð hverjum deginum, sem liður, nálgast sú stund, að viðskipti við bandalagsrikin verði toll- frjáls. Hafi Sviar heppnina með sér næstu árin, geta þeir glaðzt yfir horfum á auknum viðskiptum við hinn svo- kallaða ytri hring Evrópu og þurfa þvi naumast að ryðja sér til rúms innan Efnahags- bandalagsins sjálfs. Velgengni Svia i viðskiptum að Vestur-Evrópu hefir valdið breyttri viðskiptastefnu. Þeir lita blátt áfram á árangurinn, sem náðst hefir, og kappkosta að auka umsvifin þar, sem hann hefir orðið beztur, en það hefir hann einmitt orðið i Vestur-Evrópu og Norður- Ameriku. SVIAR hafa verið seinir ti'.að notfæra sér japanska markaðinn, en eru nú farnir að athuga um hann, og horfurnar eru sýnilega upp- örvandi. En eftirtektarverðast erþóhvað orðið hefir útundan hjá Svium. Þeir fjölyrða mjög um hinn svonefnda þriðja heim i stjórnmála- umræðum. En vanþróuðu rikin hafa valdið vonbrigðum i viðskiptum. Einstök fyrirtæki geta gert ábatavænlega samninga við riki i Afriku og Suður-Ameriku, en þar þykir ekki eftirsóknarverður mark- aður yfirleitt. Hið sama á við um Austur- Evrópu. Skammt er siðan að Sviar gerðu sér góðar vonir um viðskipti þar, enda höfðu þeir sem ein af þróuðustu iðnaðarþjóðum Evrópu ágæta aðstöðu til að notfæra sér þann markað. En nú er ekki framar álitið, að útflytjendur fái æski- legt verð fyrir vöru sina i Austur-Evrópu. Ekki er talinn öruggur markaður i Sovétrikj- unum, og markaðurinn i Austur-Evrópurikjunum er hvorki talinn ábatavænlegur né ört vaxandi i samanburði við Vestur-Evrópu. Þarna er um merkilega mótsögn að ræða. Sviar hneigjast að þvi að haga stjórnmálasamskiptum sinum við erlendar þjóðir eftir sér- stöku siðalögmáli. Svo er þó að sjá sem þeir ætli að haga verzlunarviðskiptum sinum við aðrar þjóðir eftir meira raunsæi en þeir hafa til þessa gert,hvaðsem liður háværum stjórnmálaumræðum i þver- öfuga átt. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.