Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 29
Fimmtudagur 20. september 1973
TÍMINN
29
VERÐUR
S-KÓREA
IÐNAÐARRISI?
UNDANFARIÐ hefur hraði iðn-
aðarþróunar i Suður- Kóreu auk-
izt gifurlega. Takmarkið er, að
landið geti á þvi sviði kallazt
„þróað land” fyrir árið 1981. Nýj-
ar skipasmiðastöðvar, áburðar-
verksmiðjur, bræðslustöðvar alls
konar og verksmiðjur, sem fram-
leiða rafeindatæki eru i þann veg-
inn að gerbreyta landinu. Kórea
er fátækt land að náttúruauðlind-
um, en nú er það að verða iðnað-
arriki.
Stjórn S-Kóreru hefur það að
takmarki, að auka brúttó þjóðar-
framleiðsluna upp i 82500 krónur
á ibúa og útflutninginn upp i 850
milljarða (isl) króna á ári fyrir
1981. Til að ná þessu marki verður
hagvöxturinn enn að aukast, en
undanfarin 10 ár hefur aukning
hans verið um 10%.
1 fyrra var brúttóþjóðarfram-
leiðslan á mann um 25000 krónur
og útflutningur nam rúmum 140
milljörðum. Samkeppnin við
Norður-Kóreu, sem er komm-
únistiskt land, er mikilvægasta
driffjöður iðnaðarbyltingarinnar
i suðurhlutanum. Þungaiðnaður
hófst i N-Kóreu þegar er landið
var nýlenda Japana i 35 ár fram
til 1945, þegar Kóreuskaganum
var skipt. En siðan hefur S-Kórea
ekki haft nokkurn grundvöll til að
byggja iðnað á.
1 N-Kóreu eru fleiri auðlindir i
jörðu en fyrir sunnan, en Chung-
hee Park forseti S-Kóreu vonast
þó til að geta sýnt fram á, að kerfi
kapitalismans i suðri sé sterkara
kommúnismanum fyrir norðan.
Bandariski framtiðarsérfræð-
ingurinn Herman Kahn hefur
sagt, að Suður-Kórea eigi eftir að
verða „Ruhr-hérað” Kyrrahafs-
svæðisins. 1 S-Kóreu búa 33
milljónir manna, en i norðurhlut-
anum 14 milljónir.
Japanskir hagfræðisérfræðing-
ar vára S-Kóreu við þvi, að gera
sér of miklar vonir um efnahags-
lega þróun i landinu. Þeir benda
á, að landið sé fjárhagslega háð
erlendum rikjum og þvi geti oltið
á ýmsu i þvi sambandi.
S-Kóreanir stefna að þvi að taka
fremur lán erlendis en að hleypa
erlendum aðilum inn i landið með
starfsemi sina.
Nú nema skuldir S-Kóreu við
erlend riki um 300 milljörðum
króna og vextir og afborganir af
þvi eru hvorki meira né minna en
15% af þjóðartekjunum i erlend-
um gjaldeyri.
Efnahagur landsins byggist að
mestu leyti á vinnslu úr innfluttu
hráefni og tvær helztu útflutn-
ingsvörurnar eru vefnaðarvara
og krossviður. S-Kóreanir eru
iðnir og vinnufúsir og nú beinist
áhugi þeirra stöðugt meira að þvi
að koma á fót fjölbreyttum tækni-
legum iðnaði.
Japan er mikilvægasta sam-
starfsland S-Kóreujivað efnahag-
inn varðar, en leiðtogarnir reyna
að láta almenning verða sem
minnst varan við þá staðreynd,
vegna þess aö þjóðin er alltaf
heldur andvig Japönum. Til
dæmis var það ekki birt opinber-
lega i Seoul.að 98% af eldri fjár-
mögnun á fyrri hluta þessa árs
kom frá Japönum.
Stjórnin hefur nú heft skilyrði
fyrir erlendum fjárfestingum i
landinu til að tryggja að S-
Kóreanir hafi sjálfir stjórn á
efnahag sinum.
Japan litur á S-Kóreu sem
freistandi svæði til að færa út kvi-
arnar. I fyrsta lagi er atvinnu-
leysi i S-Kóreu, og þar er fram-
leiðslukostnaður þrisvar sinnum
lægri en i Japan. Auk þess taka S-
Kóreanir mengun sem illa nauð-
syn, en lög um mengun af völdum
iðnaðar eru orðin mjög ströng i
Japan.
SB
Litli drengurinn var einn þeirra fjölmörgu barna i S-Kóreu, sem naut hjálpar frá Sameinuöu þjóðunum
á árunum eftir styrjöldina. Hann er væntanlega orðinn fuilorðinn núna.
Þessi mynd er nokkurra ára og sýnir hún Chung-hee Park, forseta S-Kóreu (i svörtum frakka) virða fyrir sér múr þann, sem aðskilur Suður-og Noröur-Kóreu.