Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Fimmtudagur 20. september 1973
beittir og álita þetta vera þjófnaö,
sem svipti þá ekki aðeins lífs-
björginni heldur geri líka að engu
allar framtlöarvonir þeirra. Forn
óréttur af þessu tagi er hinn svi-
virðilegasti í augum Afrlku-
manna og verður auðveldlega til
þess að þeir hallist að f jandmönn-
unum og snúist jafnvel á sveif
meö þeim.
Tillaga: Við verðum að taka
fullt tillit til fornra réttinda
Afrikumanna, þegar við gefum
öðruni leyfi til þess að eigna sér
land þeirra, og neyðumst við til
þess aö skerða þessi réttindi
veröum viö að sjá svo um að þeir
fái réttlátar skaðabætur og búa
svo um hnútana, að almenningur
fái að vita aö greiddar hafi verið
skaðabætur.
e) Meðalmánaöarlaun land-
búnaðarverkamanns af afrl-
könskum uppruna eru um 600 es-
cudos (2200-2300 isl. kr.), en
verkamenn i borgunum, sem
aðallega eru Evrópumenn, fá
sex sinnum meira. Ekki má
gleyma þvi aö þrir fjórðu hlutar
allra verkamanna teljast til hinna
fyrrnefndu. Noti óvinirnir sér
þetta I áróöri sinum, hefur þeim
bætzt enn eitt hættulegt vopn.
Tillaga: Auka veröur launa-
jöfnuö með þvi að setja ákveðin
lágmarkslaun handa land-
búnaðarverkamönnum, auka
feröafrelsi verkamanna og fá At-
vinnustofnuninni meira vald i
hendur. Við verðum lika að gefa
verkamönnum i bæjunum kost á
þvi að velja vinnuveitendur og
vinnu, ræöa um vinnuskilyrðin og
segja upp, ef þeir eru óánægðir. A
meöan vinnuveitendur halda
áfram að beita vinnumiðlurum
fyrir sig og gera vinnusamninga
til þess að tryggja sér vinnuafl, er
ekki að vænta betra samkomu-
lags á milli vinnuveitenda og
launþega. ...
g) Það kemur enn oft fyrir, að
lögreglu og herliði er beitt gegn
verkamönnum að beiðni atvinnu-
rekenda, og ófá dæmi eru um
blóösúthellingar. Vinnuveitendur
hika ekki við að láta refsa verka-
mönnum ef þeim verður eitthvað
á og gildir þá einu þótt það sé litil-
fjörlegt. Samkvæmt lögum má
dæma menn i allt aö tveggja ára
fangelsi fyrir slikt. Þetta fellur
svertingjunum afar illa og gerir
óvinunum hægara um vik.
Tillaga: Gefa ber borgaraleg-
um yfirvöldum sem og her og lög-
reglu fyrirmæli um að leiða deilur
atvinnurekenda og verkamanna
hjá sér. Deilur af þessu tagi eiga
aö koma til kasta dómstóla.
Binda verður endi á likamlegar
refsingar. Aö sjálfsögðu verður
að berja niður allan byltingar-
kenndan mótþróa verkamanna,
en það á sérstakur aðili að hafa
Konur vinna enn mörg erfiðustu störfin.
viðskiptum og iðnrekstri leiöir til
þess að fjárhagslegar skuld-
bindingar þeirra eru engar og
þeir eiga engra efnahagslegra
hagsmuna að gæta. Vegna þess er
ekki til nein millistétt svertingja,
en hún væri af eðlilegum ástæð-
um ihaldssöm, ef til væri, og ekki
eins móttækileg fyrir kenningum
byltingarhreyfinga.
Tillaga: Komið verði á fót lána-
kerfi sem yrði grundvöllur
svartrar borgarastéttar.
1) Til er félagslegur lagabálk-
ur, sem einungis gildir fyrir
Afrikumenn. Þetta álita þeir vera
tákn þess að stjórnin beiti þá kyn-
þáttamisrétti.
Tillaga: Sameiginlegt laga-
kerfi.
Tillaga: Stuðla ber að auknum
hraða og afköstum réttarkerfis-
ins, annað hvort með þvi að f jölga
dómstólum eða með raunhæfri
vinnulöggjöf.
i) Fólk af evrópskum uppruna
sviviröir Afrikubúa af ásettu ráði
dag hvern. Þessi afstaða sýnir
greinilega hver munur er á þeim
tveim hópum, sem íbúar landsins
deilast i og þetta hyggjast
óvinirnir notfæra sér til þess að
auka sundrungina á milli hvitra
og svartra.
Tillaga: Rekinn skal harður
áróöur til þess að auka gagn-
kvæman skilning þessara hópa.
j) Banninu við kynþáttamis-
rétti er ekki alltaf hlýtt. Allir sem
eitthvað þekkja til mála i þessum
landshluta vita, að svo er, og það
er þetta sem fjandmenn okkar
benda oftast á til sönnunar flá-
ræði Portúgala i Angóla. Með
rökum af þessu tagi reyna
óvinirnir að telja Afrikumönnum
trú um að lifskjör þeirra muni
ekki skána, ef Evrópumenn verði
ekki á braut. Og við vitum hver
verða viðbrögð þess manns, sem
ekki eygir nokkra von.
Tillaga: Gegn öllum brotum á
banninu við kynþáttamisrétti
skal rekinn áróður af sama tagi
og stungið var upp á i næsta lið
hér að framan.
k) Svertingjar i borgunum eru
ekki bundnir á klafa fjárhags-
legra skuldbindinga og eru þess
vegna kjörin fórnarlömb
byltingarkennds áróðurs. Hér við t frelsishreyfingunni vinna karlar og konur hliö viö hliö.
Margvislegar ástæður valda
óánægju, sundurþykkju, sam-
keppni og óöryggi um framtiðar-
hag innan þess minnihlutahóps,
þar sem Evrópumenn eru i meiri
hluta, þótt þar sé einnig nú orðið
nokkuð um félagslega og efna-
hagslega þroskaða kynblendinga
og svertingja. Fjandmennirnir
virðasta einbeita sér að þvi að
sundra þessum hópi.
Nauðsyn ber til, að stjórnvöldin
búi svo um hnútana, að hægt
verði að koma i veg fyrir hið
ósanngjarna og oft á tiðum
ástæðulausa misrétti. Það verður
að gefa þessum hóp von um betri
framtið og fá hann til þess að taka
þátt I sameiginlegum vörnum.
Það verður að gera þessu fólki
hægara um vik að komast yfir
eignir i þessum hluta landsins,
svo að það staðfestist hér. Rann-
saka verður þau ótal vandamál,
sem fæða af sér sundrung, svo að
hægt sé að finna lausn, sem ekki
er andstæð samfélagi, þar sem
kynþættirnir lifðu hlið við hlið i
friði og spekt, öllum til.góðs. Þar
yrði manngildið eitt látið ráða,
hvern frama menn hlytu, en ekki
kynþátturinn.
Verði þessu fylgt fram mun það
aö minu viti stuðla að lokasigri
yfir uppreisnaröflunum og
tryggja að Angóla verði áfram
mikilvægur og dýrmætur þáttur i
hinu portúgalska veldi.
Byltingarmenn verða þvi að-
eins kveðnir I kútinn, að gerðar
verði veigamiklar umbætur i
félagslegum, pólitiskum og
stjórnarfarslegum efnum. Auka
verður fjárveitingar á þessum
sviðum eins og á hermálasviðinu.
Þetta tvennt myndar órofa heild I
baráttu okkar fyrir sjálfstæði
þjóðarinnar, en illu heilli bólar
ekki enn á þeim fjárveitingum,
sem mundu gera okkur kleift að
ná þessu marki. Og timinn er
bandamaöur fjandmanna okkar.
HHJ þýddi
Ungir sem gamlir berjast fyrir sjálfstæði lands sins, þótt vopn og klæði séu oft af skornum skammti.
með höndum og þvi aðeins skal
það gert, að þeir reynist sannir að
sök.
h) Atvinnurekendum er ekki
refsaö svo að gagn sé að, þótt þeir
láti hjá liða að greiða verka-
mönnum laun sin eöa beiti þá
órétti af öðru tagi og það leiðir til
þess að verkamennirnir telja, að
hvitir menn geri enn sem fyrr það
sem þeim þóknast, refsingalaust.
Atvinnudómstólar eru ekki nógu
margir og eru oft ákaflega svifa-
seinir. Það gerist oft, að verka-
menn I f jarlægum héruðum verða
að blða lengi áður en þeir fá árs-
laun eða meira greidd. Verka-
mönnunum er það óskiljanlegt,
hvernig á þessari töf stendur og
ályktun þeirra er sú, aö þeir séu
réttlausir með öllu. Þetta leiðir til
vonleysis, sem veröur óvinunum
til framdráttar.
bætist að áhangendur óvinanna
reyna að koma þeirri hugmynd
inn hjá mönnum að þeir hafi allt
að vinna en engu að tapa. Hús-
næðisvandræðin I bæjunum munu
sennilega verða mikilvæg rök I
áróðri óvinanna. Sú staðreynd að
svertingjarnir eiga engan þátt i