Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 20. september 1973 TÍMINN 21 Þaö er litiö gaman aö standa i rétt i súld og þungviöri— sizt þegar dilkurinn fyllist smám saman af fé svo að varia er hægt að snúa sér viö. — Já, hvort það nú er. — Heldurðu að það verði nokk- uð gaman? — Ég efast ekkert um það. — Er ekki miklu meira gaman að fara i göngur en á ball? — Það er tvennt ólikt, og gott hvað með öðru. Þá er lokið heimsókn okkar i Skeiðaréttir. Við stigum inn i bil- inn og ókum til Reykjavikur i þokusudda og fúlviðri. t hlustun- um sat eftir ómur af hundgá og kindajarmi. Það er betri niður en bæjarbúar hafa að jafnaði i eyr- um. -VS. — Myndir þú vilja halda þessu áfram? — Já, alveg eins. Þá er það seinasti viðmæland- inn hér i réttunum. — Hvað heitir þú? — Sigriður Harðardóttir. — Hefur þú oft farið i göngur? — Tvisvar. — Var erfitt núna? — Það gekk að minnsta kosti illa. — Ertu þá ekki þreytt? — Ég læt það vera... ekki svo ég komist ekki á ballið. — Verður réttarball á eftir? — Já, já. — Og ætlar þú þangað? Daginn eftir gekk allt ver. t fyrstu var bjart veður, en þegar búið var meira en að hálfsmala afréttinn og komin mikil fjár- þyngsli, skall á okkur blindþoka, bókstaflega kolsvarta myrkur. Klukkan fimm komum við fénu loks i Seljadalinn, sem er gerði, en áttum við að réttu lagi eftir að koma þvi i Skaftholtsréttir. Nú var orðiö áliðið, fólk og fé stein- uppgefið af streði við þokuna og alla þá erfiðleika, sem hún skap- aði, svo að við ákváðum að skilja féð eftir, en fara lausriðandi að Fossnesi, en þar er gerði, sem af- réttarfélagiö á. Þangað fórum við með hestana, en það er um tlu kílómetra leið. Þaðan fórum við á dráttarvélarkerrunni og bil að Arnesi, félagsheimili Gnúpverja, en þar höfðum við jafnan fengið að gista siðustu nóttina. Þar vor- um við meirihluta nætur, en klukkan fjögur lögðum við af stað i náttmyrkri, þoku og rigningu, inn að Fossnesi, tókum þar hest- ana og riðum þessa tiu kilómetra leið um hæl, sem við höfðum fariö kvöldið áður, þar sem féö beið okkar i gerðinu. Klukkan sex um morguninn gátum viö lagt af stað ekki handa skil. meö féð frá gerðinu, í svo kol- svartri þoku, aö það sáust bók- staflega ekki handa skil'. Það voru þarna tuttugu og tveir fjallmenn, sem voru ákveðnir i þvi að koma fénu til byggða. Þetta var röskt fólk, það lagði sig fram, enda tókst þetta. Þess er rétt að geta, að á okkar afrétti voru fjórar ungar stúlkur, þrjár frá Reykjum og ein frá Holti i Stokkseyrarhreppi. Þær stóðu sig alveg sérstaklega vel i leitunum. — Ertu sæmilega ánægður með þessa leit? — Ég veit ekki hvort maður á að vera sæmilega ánægður, að öðru leyti en þvi, að fólkið komst allt slysalaust og heilu og höldnu heim, svo og hestar þess. En við gerum alveg ráð fyrir þvi, að margt fé hafi orðið eftir inni i þokunni, að það er alltaf áhyggju- efni, þegar margt fé hefur orðið eftir I fyrstu leit. — Hvað farið þið i margar göngur á hausti? — Við förum þrjár leitir. Þær heita fjallsafn, eftirsafn og eftir- leit. — Ferð þú sjálfur i allar leitir? — Nei, ég fer aðeins i fyrstu leit. Annars hef ég fariö i eftirleitir á Hreppamannaafrétt fimm sinn- um I röð. Það er ákaflega gaman að fara i eftirleitir. Rætt við Árna Magnússon Hinn fjallkóngurinn, sem við hittum i Skeiðaréttum,heitir Arni Magnússon. Við fáum að skipta örfáum orðum við hann: — Hvar varst þú á fjalli núna, Arni? — I Vesturleit á Flóamannaaf- rétti. — Ertu búinn að vera þar lengi? — Það eru tuttugu og fimm ár siðan ég fór þetta fyrst. — Hvernig gekk þessi leit núna hjá ykkur? — Hún gekk að mörgu leyti vel — eftir aðstæðum. Þokan var svo kolsvört, að mér finnst næstum að ég hafi aldrei séð þoku fyrr en nú. Þegar verst var, hefur skyggnið verið þrir metrar — i mesta lagi. — Hlýtur þá ekki að hafa smal- azt illa? — Það er ómöguiegt annað. Við fengum þoku allan timann frá byrjun, inn á Sultarfit og alla leið framúr. Að visu komu smágöt einstöku sinnum, og þau reyndum við að sjálfsögðu að nýta til hins ýtrasta, og var þá ekkert til spar- að, hvorki menn, hundar né hestar. — Hvenær lögðuð þið af stað ykkar leitir? — Menn fóru að heiman ; sunnudagsmorgni, eða laugar dagskvöldi, eftir þvi sem á stóð og komum hingað á fimmtudags kvöld með safnið. Að þessu sinn var komið myrkur, þegar vii komumst hingað. — Hvað eru margir menn í þinu svæði? — Ég er með tuttugu manns — Hefur gangnamönnum ekk fækkað á siðari árum? — Ætli að þeir séu ekki orðni: um það bil helmingi færri en áður. Það var algengt, að átján menn væru frammi á Sultarfit. Þeir voru tiu núna. — Vilja menn ekki lengur fara I göngur — eða eru þeir engir til? — Ég verð að segja að það var ekki dæmalaust, að unglingar sætu heima grátandi yfir þvi að komast ekki i göngur núna. — Hvers vegna nýtið þið ekki krafta þessa fólks, fyrst alltaf fækkar hjá ykkur i göngunum? — Það er kostnaðarins vegna, sem reynt er aö hafa sem allra fæsta menn á fjalli. — Er það svo? — Já. Það er einmitt svo. Það þykir ekki hátt kaup að fá átján hundruð krónur á dag frá klukkan sex á morgni til klukkan tiu að kvöldi, fyrir sjálfan sig, hest sinn og hund. Engu að siður er það þessi kostnaður, sem verið er aö reyna að halda eins lágum og hægt er. — Hvernig lizt þér á féð? — Mjög vel. Ég hef séð mörg lömb með tommu breiðum horna- hlaupum, og það leynir sér ekki, aö hornin hafa gildnað niður við hársvörðinn. Það er alveg auð- séð, að féð hefur átt mjög gott, einkum seinnipartinn i sumar. — Hverju þakkar þú það? — Tvennu. Fyrst má nefna áburðinn, sem afrétturinn fékk, en i öðru lagi er hitt, að hann spratt seint i vor var lengi undi’r snjó, og er að spretta enn. Það er þvi ekki að furða, þótt féð sé enn að batna, enda er ekki nokkur minnsti vafi á þvi. — Hvað er farið i margar göng- ur á þinu svæði? — Það er nákvæmlega eins og hjá honum Hermanni, sem þú varst að tala við áðan. — En hvað er langt á milli leita? — Núna er það hálfur rnánuður, og eru satt að segja hálfgerð vandræði, að það skuli vera svo langur timi, einmitt núna, þegar afrétturinn er svona ófallinn. Það er hætt við, að féð renni til baka inneftir. — Þykir þér gaman að fara i göngur? — Já, ekki get ég neitað þvi. Það er alltaf viss stemning, — hugblær — sem fylgir þvi að fara I göngur. Þá ánægju vil ég ekki fara á mis við. Hvað segir kvenþjóðin? Þá er búið að ræða við fjall- kóngana tvo, eftir þvi sem tök eru á i örstuttri heimsókn i réttir, og er nú ekki annað eftir en að snúa sér að yngstu smölunum. Það eru tvær bráðungar dömur, virðast jafngamlar, og þótt það hafi jafn- an þótt hin mesta ósvinna að spyrja konur um aldur sjálfra þeirra, get ég ekki stillt mig um að forvitnast um þá hluti hér. Þó mun bezt að fara með löndum og vera sakleysið uppmálað: — Hvað heitir þú? — Jóhanna Þorsteinsdóttir. — Og hvað ertu gömul? — Sautján ára. — Hefurðu oft farið i göngur? — Tvisvar áður. — Likar þér þetta vei? — Já, að sumu leyti. — Ertu ekki þreytt? — Það læt ég allt vera, — jú, maður er dálitið syfjaður. Tilkynning Vér viljum hér með vekja athygli heiðraðra viðskiptavina vorra á þvi að vörur, sem liggja i vörugeymsluhúsum vorum, eru ekki tryggðar af oss gegn bruna, frosti eða öðrum skemmdum og liggja þar á ábyrgð vörueigenda. — At- hygli bifreiðainnflytjenda er vakin á þvi, að hafa frostlög i kælivatni bifreiðanna. HF. Eimskipafélag íslands. Þokuluktir fyrir J-perur Verð 560,00 TOYOTA HtuTII HLUTIR Armúla 23 - Sími 3-12-26 § AAIKIÐ URVAL 1 MÆLA g f í bílc % báta og vinnuvélar nnac é/Í/tiMÍw>ou It.f S Viögeröarþjonusta á eigin verkstæöi Utbúum hraöamælisbarka oa snurur i flesta bila íjtuumi é/fomWtPn h.f. CJ Suöurlandsbraut 16 y BwS og Söngskólinn í Reykjavík Skólastjóri Garðar Cortes Kennsla hefst þann 10. október.— Innritun nemenda verður i skólanum að Laufás- vegi 8 eða i sima 21942 kl. 2-4 i dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag. Skólastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.