Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 25

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 20. september 1973 TÍMINN 25 Kristín Karlsdóttir: Húsmóðirin og þjóðfélagið 1. Eru sálarbrot erfiðari en likamleg? Geðrænir sjúkdómar eru þeir sjúkdómar, sem hrjá mannkynið hvað mest og éiga örugglega eftir stórum að aukast. Orsaka geðrænna sjúkdóma er oft að leita til þess sama og likamlegra. En geðrænir sjúkdómar njóta ekki sama skilnings. Það er sárt að horfa á ástvini sina þjást af llkamlegum sjíkdómum og þá stendur ekki á skilningi utan frá. En séu þjáningarnar geðrænar, verða viðbrögðin í flestum tilfell- um önnur. Sjúkdómar eiga sér ýmist stuttan eða langan aðdrag anda og stinga sér niður hvar sem er. Herja þeir jafnt á háa sem lága, rika sem snauða. Enginn er óhultur. En afstaða manna til geðrænna sjúkdóma er oft slik, að mann setur hljóðan og verður tiá að hugsa, hvort mannlegar til- finningar séu ekki til. Sálin er óá- þreifanleg og við getum ekki höndlað hana, sama hvað við reynum. En hún getur samt verið svo viökvæm og brothætt sem gler, þó hljóð heyrist ekki, ef hún brotnar. Oftast mun erfiðara aö lækna sálarbrot en þau likam- legu, þvi að mun auðveldara er að fást við það sem er áþreifanlegt. Og að öllu jöfnu er þvi frekar trú- að, að um mein sé að ræða. 2. Viðhorf margra til Klepps- spitalans. Þar sem þessi stofnun á að vera heilsuhæli hugans, gæti það ekki veriðfyrsti þáttur þess að breyta hugarfari fólks til spitalans og þeirra sjúkdóma, sem þar eru meðhöndlaðir, að setja nýtt nafn á sjúkrahúsið? Þvi viðhorf margra til stofnunarinnar er slikt, að hroll setur að fólki við aö heyra nafnið eitt nefnt. Þetta mun eiga sér gamlar rætur, langt aftur i timann, þegar komið var fram við þá sjúku sem um óargardýr eða smitandi sjúkdóma á borð við holdsveiki væri að ræða og þeir meðhöndlaðir að sama skapi. Með aukinni fræðslu, mannúð- legri meðferð og framförum á geðrænum sjúkdómum, mætti ætla að fólk öðlaðist innsýn i að um sjúkdóma sé að ræða, en ekki að þeim sjúku sé sjálfrátt gerða sinna. Þvi miður gætir þess enn á okkar dögum, sem ætti að heyra fortiðinni til, að sumt starfsfólk sjúkrahúsanna sýnir ekki nægan skilning á þessum sjúkdómum og Kristin Karlsdóttir kemur fram viö þá sjúku sem um illa vætti væri við að eiga, en ekki mannlegar verur, sem þarfnast skilnings og umhyggju engu aib siður en þeir,sem likamlegum sjúkdómum eru haldnir. 3. Konum hættara en körlum. Frá nýafstöðnu geðlæknaþingi segir dr. Denis Leigh, forseti Alþjóðasambands geölækna, að konum sé hættara en körlum við geðrænum truflunum. En hér á Is landi séu hlutföllin öfug, hvernig sem á þvi standi. En hvers vegna er konum hættara en körlum? Hann telur þá ástæðu helzta vera hin óliku hlutverk konunnar og hversu mikils er af henni krafizt. Hún á að vera góð móðir jafn- framt að standa sig fullkomlega i eiginkonuhlutverkinu sem sé allt annars eðlis. Myndarleg húsmóð- ir, og svo á hún auðvitað að fylgj- ast með öllu, sem er að gerast (jafnt i innan- sem utanrikismál- um) og ofan á allt á hún helzt að vinna úti lika. Hann telur að hlut- verk karlmannsins sé miklu tak- markaðra, þar sem aðallega sé af honum krafizt að vera fyrirvinna. 4. Fórn sem er þess virði að færð sé. Það er hreint ekki svo litið, sem af konunni er krafizt.og þarf engan að undra, þó hún brotnaði undan þeim þunga einhvern tima á lifsleiðinni. Það er ánægjulegt, ef islenzkar konur búa yfir meiri andlegum styrk en kynsystur þeirra erlendis. Eða er það kannski það, að þær hafa ekki ofboðið heilsu sinni með of mikilli vinnu utan heimilisins, á sama tima og þær hafa verið að ala börn sin upp? Svo eru konur niðurlútar og telja aö þær gegni veigaminni hlutverki en karlar i þjóöfélaginu. Nei, konur góðar, réttið úr bakinu og berið höfuðið hátt, en umfram allt, hlaupið ekki undan þeirri ábyrgð, sem á ykkur hvilir. Ef þið eigið börn, farið fyrst og fremst eftir þvi, sem þið álitið farsælast fyrir þau i sam- bandi við vinnu utan heimilisins en ekki eftir eigin óskum. Þvi ekki er ábyrgðarlaust að fæða börn i þennan heim og þau eru ekkert ieikfang til að leika með fyrstu ár ævinnar. Það þarf að skila þeim sómasamlega af sér út i þjóöfélagið. Að visu kostar það nokkurra ára fórn af beztu árum ævinnar, (sem sumir telja þau beztu) fyrir þær konur, sem helga sig börnum sinum, en sú fórn er fyllilega þess virði, að færð sé. Þvi okkur hlotnast ekki nema einu sinni að vera með börnum okkar ungum. 5. Hver er það sem ber ábyrgðina? Eitt af þvi, sem er mjög rikj- andi i okkar þjóðfélagi, er hvað fólk almennt reynir að koma sér undan þeirri ábyrgð, sem á þvi hvilir. Gildir það jafnt um ráða- menn þjóðarinnar, sem aðra. Nærtækasta dæmið er Seðla- bankinn Þegar leyföar hafa veriö óvinsælar aðgerðir, eins og bygg- ing hans hefur i för með sér— og ekki að ástæðulausu, þá keppast þeir, sem meö völdin fara, við að firra sig ábyrgö. Sjálfsagt hafa flestir lands- menn lesið orðsendingu þá, sem Hjálmtýr Pétursson ritaði til dag- blaöanna, þar sem hann biður fólk um aö sýna samstöðu til bjargar Arnarhóli frá Seðla- bankanum. Viðbrögð hjá lesend- um hafa að sjálfsögðu orðið mis- jöfn eftir lesturinn. Min urðu þau, að ég fór að velta fyrir mér, hvort ekki væri vænlegt að auglýsa i Útvarpi og safna húsmæðrum saman til mótmæla, þvi að þær hafa sýnt það áður að þær geta staðið saman eins og t.d. fyrir utan Alþingishúsið forðum. Það fór fyrir mér sem öðrum, ég aðhafðist ekkert, en beið og bið enn. Ég vonaði að vinnuhópar tækju höndum saman likt og gert var, þegar verið var að mótmæla herskipaflota Breta inn i islenzka landhelgi. Þvi hvað er það, sem nú er að ske, annað en rányrkja á almanna fé. Og á sama tima er verið að krefja almenning um sparnað og þeir lægst launuðu mergsognir og vita ekki hvernig þeir eiga að fara að, til að láta endana ná saman, til að hafa fyrir nauðþurftum. Hvaö skal til várn- ar? Er ekki bezta leiðin til að beina þeim, sem með völdin fara inn á rétta braut, að mótmæla? Mótmæla öllu, sem okkur þykir miður fara i þjóðfélaginu, hvar i flokki sem við erum. En umfram allt að senda ekki þeim, sem manndóm hafa til þess, ókvæðis- orð eða lita allavega litum. Þeir, sem mótmæla, vilja þjóö sinni eii göngu vel, Hvers vegna þegir verkalýðsforustan og AÍþýðu- sambandið, hafa þau ekkert til málanna að leggja, eða leggja þau blessun sina yfir bygging- una? Ég hef alltaf haft þá trú, að við tslendingar værum fátæk þjóð, en sé nú, að það er á mis- skilningi byggt. Þvi þjóð, sem hefur ráð á að byggja Seöla- banka, sem áætlað er að kosti frá 300 milljónum eða 500 og allt þar fyrir ofan, ofan á allar þær bankabyggingar, sem eru fyrir i landinu, þarf ekki að kvarta. Og ættu ráðamenn þjóðarinnar að sjá sóma sinn i að reisa hið br.áð- asta sjúkrahús, heilsuhæli og elli- heimili fyrir þá, sem þurfa þess með, en ekki að láta fólk ganga hér um göturnar sjúkt á sál og likama sökum þess, að hvergi er aðstaða til lækninga. Mætti ætla, að ráðamenn þjóðarinnar hafi verið svo lánsamir að hafa aldrei þurft á sjúkraplássi að halda, eða ganga þeir fyrir ef svo ber undir? Væri ekki ráðlegt að setja þá á biðlista sem aðra og sjá hvort það verkar ekki eitthvað á aðgorðir i sjúkrahúsmálum. Þar s n .00 sjúklingar eru á biðlista á bæklunarlækningadeild einni fyr- ir utan alla þá, sem biða eftir plássi á öðrum deildum. Hvort ætli sé meira aðkallandi bygging sjúkrahúss eða Seðlabanka? Séu framkvæmdir á byggingunni það langt á veg komnar að ekki verði stöðvaðar, legg ég til að innrétt- ingum hússins verði þannig hag- aö,að hægt verði að notaþaðlyrir sjúkrahús eða elliheimili fyrir þá, sem sjúkir eru, eða búnir að ljúka sinu ævistarfi, þeim til yndisauka, að hafa fallegt útsýni jafnframt því, að sýna þakklæti fyrir vel unnin störf. Það er sómi hverri þjóð, sem býr vel að þeim, sem sjúkir eru og minna mega sin I þjóðfélaginu. Og hvað er nauð- synlegra fyrir þjóðarheildina, en viðhalda heilbrigði huga , ekki siöur en likama hvers ein- staklings, allt frá vöggu til graf- ar, þá leið, sem viö öll eigum eftir aö ganga, að visu mislanga. Kristin Karlsdóttii þér búið beturmeð IGNIS IGNIS Frystikistíi Hæó • cm Breidd cm. Dypt cm Frystiafkös! Verð kr 145 litr 85.2 60 60 15,4 kg / 24 klst 21.165 190 litr 85.2 83 60 20,9 Kg./ 24 klst 24.480 285 lilr 91.2 98 64 5 3 7 kg / 24 klst 30,530 385 litr 91:2 124 64,5 37 kg / 24 klst 36,160 470 litr 90 148 74 43 kg / 24 klst 46.295 570 litr. 90 174,5 74 51.5 kg / 24 klst 52.075 RAFTORG HR * RAFIÐJAN HF v/AUSTURVOLL • RVÍK • SlMf 26660 VESTURGÖTU11 • RVlK • SlM119294 JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 emangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frian álpappir með Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville í alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. Hnnjbrout 121 . Simi 10*400

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.