Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 26

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Fimmtudagur 20. september 1973 HAUKAR SEGJA ÍÞRÓTTAFULLTRÚA RÍKISINS TEFJA FRAMKVÆMDIR 106 + 114 = 220 2. Hanna Gabriels.............. ................110 + 112 = 222 2. fl. karla, 27 keppendur 1. Kristinn Bergþórsson........ ..................87 + 92 = 179 2. Guðmundur Ingólfsson........ ..................91 + 91 = 182 3. Lárus Ársælsson............. ..................87 + 96 = 183 3. fl. karla, 27 keppendur 1. JónArnason.................. .................92 + 103 = 195 2. Ástráður Þórðarson . 1*..... .................93 + 102 = 195 3. Halldór Sigmundsson......... ..................99 + 96 = 195 Leikinn var bráðabani, sem lauk með sigri Jóns i 3ju holu. Handknattleiksdeild Hauka hefur sent íþrótta- síöunni eftirfarandi frétta- bréf: „Vetrarstarf handknattleiks- deildar Hauka er nú að hefjast af fullum krafti, og eru æfingar þegar hafnar hjá öllum flokkum. Æfingatimar eru af skornum skammti eins og áður, og horfir nú senn til vandræða, ef ekki ræt- ist úr á næsta ári. Vænta menn þess að iþróttahús Hauka komist þá i gagnið, en iþróttafulltrúi rikisins hefur bannað áframhald- andi framkvæmdir við húsið, eða þar til úthlutun úr iþróttasjóði rikisins er fyrir hendi. Handknattleiksfólk úr Haukum var á ferð og flugi i sumar. Meistaraflokksmenn og konur þeirra fóru i sumarleyfisferð til Mallorca, og tókst sú ferð mjög vel. Kvennaflokkur fór til Færeyja á Ólafsvökunni, og lék þar þrjá leiki. Jafntefli varð við lið Neistans 5:5, en Haukastúlkurnar sigrðu liö Kyndils 5:3 og Úrvalsliö Þórshafnar 7:4. 3. og 4. flokkur karla tók þátt i alþjóðlegu móti i Gautaborg i Svi- þjóð, Partille Cup, og varð i 4. fl. i þriðja sæti, en i 3. fl. i 9.-12. sæti. Um 30 liö tóku þátt i hverjum aldursflokki. Stefnt er að áfram- haldandi þátttöku i þessu móti. Fimmtudaginn 20. þ.m. verður unglingaskemmtun fyrir Hauka- félaga i Skiphól, og verða þar sýndar myndir frá utanferðum unglinga úr Haukum, Ómar Ragnarsson skemmtir, og siðan verður diskótek. 1 vetur verður tekin upp sú ný- Framhald á 22. siðu. GOLF Einar vann Isal- keppn ina Mjög góð þátttaka var i Isal- keppninni I golfi, sem fór fram á Grafarholtsvellinum um hclgina. Alls tóku 116 kylfingar þátt i keppninni og er þaö mesti fjöldi, sem hefur leikiö á vellinum til þessa. Einar Guönason varö sigurvcgari I m eistara f lokk i karla, hann fór 76 holurnar á 151 höggi, tveimur betur en næsti keppandi Þorbjörn Kjærbo. Orslit i keppninni urðu þessi: Meistarafl. karla 29 keppendur 1. Einar Guðnason.............. ...................79 + 72 = 151 2. Þorbjörn Kjærbo............. ...................75 + 78 = 153 3. Hannes Þorsteinsson ...... ...................78 + 77 = 155 4. Jóhann Benediktsson......... ...................78 + 80 = 158 5. Sigurður Thorarensen ....... ...................81 +78 = 159 Meistarafl. kvenna 5 keppendur 1. Sigurbjörg Guðnadóttir...... ..................90 + 87 = 177 2. Hanna Aðalsteinsdóttir...... ................. 87 + 92 = 179 3. Jakobina Guðlaugsdóttir..... ...................92 + 92 = 184 1. fl. karla. 26 keppendur 1. Marteinn Guðjónsson......... .................. 80 + 87 = 167 2. Guðmundur S Guömundsson .. ...................83 + 85 = 168 3. Viðar Þorsteinsson ......... ...................85 + 85 = 170 1. fl. kvenna, 2 keppendur 1. Kristin Þorvaldsdóttir...... Eyjamenn eiga erfiðan ieik fyrir höndum í kvöld Knattspyrnumenn Vestmannaeyja eru tæpast öfundsverðir af hlutverki sinu i kvöld, er þeir mæta vestur-þýzku bikarmeisturunum Borussia Mönchenglad- bach, sem er eitthvert sterkasta knattspyrnu- lið Þýzkalands um þess- ar mundir, en sem kunn- ugt er, eru Vestur-Þjóð- verjar I röð allra fremstu knattspyrnu- þjóða heims um þessar mundir. Leikur liðanna er fyrri leikur þeirra i Evrópu- keppni bikarhafa, hefst á Laugardalsvellinum kl. 17.30. Enda þótt vart sé við þvi að bú- ast, aö Vestmannaeyingar kræki i stig I leiknum i kvöld, er ástæða aö hvetja fólk til að horfa á leik- inn og sjá sýnishorn vestur- þýzkrar knattspyrnu, en með liði Borussia Mönchengladbach leika margir landsliðsmenn og ung- lingalandsliðsmenn, en auk þeirra leikur með liðinu gamall kunningi islenzkra knattspyrnu- áhugamanna, Allan litli Simon- sen frá Danmörku, sem oftlega hefur leikið islenzka landsliðs- menn grátt, þótt ekki sé hann hár I loftinu, eða rúmlega 150 senti- metrar. Sérstök ástæða er til að benda á Klaus Sieloff, landsliðsmann i liði Vestur-Þýzkalands i HM 1966 og 1970, en hann er talinn bezti mið- vörður þýzkrar knattspyrnu um þessar mundir. Til marks um styrkleika Borussia Mönchengladbach má geta þess, að á siðasta ári komst liðið i úrslit i UEFA-keppninni og lék til úrslita gegn Liverpool. Tapaði liðið á útivelli 3:0, en vann aftur á móti á heimavelli 2:0, svo ekki munaði miklu, að liðið hlyti sigur i þessari kunnu keppni. Skarð er fyrir skildi i Vest- mannaeyja-liðinu, þar semAsgeir Sigurvinsson er nú orðinn at- vinnumaður i Belgiu. Að öðru leyti verður Vestmannaeyja-liðið skipað þeim leikmönnum, sem gert hafa liðið að stórveldi I Islenzkri knattspyrnu. Fyrirliði liðsins er Ólafur Sigurvinsson. Sem fyrr segir hefst leikurinn klukkan 17.30. Er það nokkuð fyrr en venja er til, en ekki þótti hætt- andi á að hefja leikinn siðar, þar sem birtu tekur að bregða á sjö- unda timanum. Ólafur Sigurvinsson, stýrir Vestmannaeyja-liöinu f leiknum í kvöld. Hvernig fer hjd Fram r rX • i sioari leiknum? StÐARI leikur Fram og Basel FC i Evrópubikarkeppni meistara- liða i knattspyrnu verður háöur i kvöld i Ostel i Sviss. Hefst leikurinn klukkan 20 aö þar- lendum tima. Sem kunnugt er, tapaði Fram fyrri leiknum með 5:0, og er hætt við þvi, -að svissneska liðið sigri einnig I leiknum I kvöld, þótt vona verði, að markamunurinn verði minhi. Sagt verður frá leiknum i blaðinu á morgun. Innan- hússmót Gróttu Firmakeppni GRÓTTU I innan- hússknattspyrnu verður haldin i Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi á eftirfarandi dögum: Laugardaginn 29. Sept. kl. 2. Sunnudaginn 30. Sept. kl. 2. Sunnudaginn 7. Október kl. 2. Sunnudaginn 14. Október kl. 2. Grótta vill þakka þeim firmum, sem þátt tóku i keppninni s.l. ár og bjóða þau velkomin til keppni á ný. Keppt verður um farand- bikar sem nú er i vörzlu K.O.S. Einnig verða veitt verðlaun þremur efstu liðum keppninnar. Eftir farandi meginreglur gilda i keppni þessari: 1. Keppt verður i riðlum og verða þvi hverju liði tryggðir minnst tveir leikir. 2. Hvert lið mæti til keppni stund- vislega i keppnisbúningum. 3. Það lið, sem ekki er tilbúið til ieiks á uppgefnum keppnistima, fellur úr keppni. 4. Þátttökugjald kr. 2.000.00 fyrir hvert lið sendist um leið og þátt- tökutilkynning til Skúla Július- sonar Skólabraut 13. i siðasta lagi I dag. Stefnt er að fullkominni reglu og nákvæmum timasetningum, sem eiga að vera öllum til þæginda. Allar frekari upplýsingar verða sendar þátttakendum i pósti eftir 20. September.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.