Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. september 1973 TÍMINN 5 : ' ■ ■: S-ÍS x-x-v-x-xv-v^v:- m iiSría* Austrænn James Bond fí Á meðan Roger Moore setur sölumet um allt Bretland á nýj- ustu James Bond myndinni, er fyrirrennari hans, George Lazenby i þann veginn að gerast James Bond Austurlanda. Hann hætti að leika 007 óforvarendis. Siðasta mynd hans var ,,I þjón- ustu hennar hátignar”. t næsta mánuði flýgur hann til Hong Kong til að halda áfram að leika 007, i þetta sinn hinn austræna. Það hlutverk gerði kinversk- bandariska leikarann Bruce Lee að milljarðamæringi. En Lee lézt á dularfullan hátt i júli sl. og yfirvöld i Hong Kong rannsaka nú það mál. En á meðan þarf einhver að leika 007 austur þar, svo sent var eftir Lazenby og hann þáði boðið. Annars er það af honum að frétta svona privat, að hann er i þann veginn að verða faðir. Móðirin er Chrissie Townson, erfingi blaðahrings i Banda- rikjunum. Þau hittust fyrir þremur árum og Chrissie segist aldrei hafa hugsað um hjóna- band fyrr en hún varð ófrisk. Nú eru þau að hugsa um að skella sér i það heilaga bráðlega. * Vinnuhagræðingin í framtíðar- eldhúsinu Krafan um styttri vinnutima heyrist alls staðar nú á dögum. I samningum um kaup og kjör er sifellt lögö meiri áherzla á styttri vinnutima — en einn er sá starfshópur, sem hefur ekki stéttarfélag til að semja fyrir sig um vinnutima eða annað, það eru húsmæðurnar. Þær verða sjálfar að skipuleggja sina vinnu eins og þeim bezt hentar. Sumar hafa góð heimilistæki sér til hjálpar, og er að þvi auövitað mikil bót. Hér sjáum við eina tillögu að fyrir- myndareldhúsi framtiðarinnar. Til að spara sér sporin þá fær húsmóðirin þarna kringlótt borö og það er ekki neitt venjulegt borð. Þetta er á heimilissýningu kallað „matseldar-eyjan”, og þarna er allt á sama stað: fimm eldunarplötur með sérstökum timastillum, vaskur, rusleyðingarvél og gufueyðir yfir. Einnig pottageymslur og skúffur og fleira. Þetta litur vel út, en liklega verður mamman, sem leikur viö barnið sitt þarna á gólfinu, að standa öðru hverju upp og hræra i pottun- um! Fjölhæf lögregla Lögreglumenn verða að vera viðbúnir þvi að þurfa að sinna hinum einkennilegustu verkefn- um. Það hafa þeir i Bodö i Noregi sennilega verið um daginn. Eina nóttina kom maður askvaðandi inn á lög- reglustöðina og sagði, að á þjóðvegi einum í grenndinni væri kýr að bera. Kallað var út liö, og mikið rétt: A miðjum þjóöveginum lá kýrin og var komin vel á veg með að fæða kálf sinn. Lögreglumennirnir láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna.og þartóku þeir á móti kálfinum, eins og þeir heiou aldrei gert annað. Eigandi kýrinnar hafði verið að leita hennar lengi og kom ekki á vettvang fyrr en allt var vel af staðið. ★ Verkaskipti John nokkur Sherlock, fimmtugur San Fransisco-búi, varð fyrir þvi óláni nýlega að aka bil sinum drukkinn. Hann var handtekinn og færður á lög- reglustöðina. Hann hringdi slöan i konu sina og bað hana að koma á sinum bil og sækja sig heim. Ekki tókst þó betur til en svo, að eiginkonan var eitthvað undir áhrifum lika, og var tekin og færð á stöðina til manns sins. Endirinn varð sá, að Sher- lock fékk sér leigubil heim, en frúin varð eftir hjá lögreglunni yfir nóttina. ★ Furðufugl D{> Frjádagur heitir tveggja ára Amazon-páfagaukur, sem kann vel að meta lúxus. Fyrir skömmu yfirgaf hann eiganda sinn, efnamanninn John Part- ridge til heimilis við Eaton Square og flaug sem leið lá til Goring Hotel, sem er skammt frá Buckingham Palace. Þar settist Frjádagur á öxl gests, sem var að sötra kaffið sitt i veitingasalnum. Þjónn kom og fjarlægði fuglinn og endirinn varð sá aö fuglinn fékk eins manns herbergi með prýöis þjónustu, banana, grape, ★ ÉI y? I ÉSl 'itíú ferskjur og silfurskeiö til aö drekka úr. Dýraverndarfélagið og lögreglan hófu mikla leit að Frjádegi, en allt kom fyrir ekki. Um kvöldið tók næturvörður hótelsins fuglinn meö sér heim og siðan i vinnuna daginn eftir. Þannig gekk þetta I viku, en þá ★ loks komst Frjádagur i hendur eigandanum á ný. Hann á einnig annan páfagauk, sem heitir Krúsó og félagarnir fara iðulega með honum i ökuferöir i Rolls Roycinum. Hér sést Frjádagur hinn ánægöasti meö silfurskeið- ina. ★ Mim: aifflS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.