Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 20. september 1973
TÍMINN
11
Vestmannaeyjaverkfallið:
Hættum starfsemi
að mestu 1. okt.
— segir stjórn Viðlagasjóðs
EINS OG Timinn greindi frá i
gær, kom stjórn Viðlagasjóðs
saman til fundar i fyrradag of
fjaliaði þá m.a. um verkfailið,
sem enn stendur yfir i Evjum
vcgna niðurfellingar sunnudaga-
vinnunnar þar. Á fundinum
samdi stjórnin greinargerö, þar
sem stefna Viðlagasjóðs varðandi
verktilhögun i Vcstmannaeyja-
kaupstað er skýrð. Timanum
liefur nú borizt þessi greinargerð
og er hún svohljóðandi:
Þar sem sýnt þótti, at með
haustinu, muniji. atvinn
s ao mestu lokio, og ýmis yyrir-
tæki hefja þar starfsemi sina að
nvÍU. Serði stiOrn ViMooasirtðs á
Þar sem sýnt þótti, að með
haustinu, mundi atvinnurekstur i
Vestmannaeyjum byrja að færast
I eðlilegt horf, hreinslun bæjarins
að mestu lokið, og ýmis fyrirtæki
hefja þar starfsemi sina að nýju,
gerði stjórn Viðlagasjóðs, á fundi
sinum 21. ágúst s.l., eftirfarandi
samþykktir:
I. ,,1. Starfsemi Viðlagasjóðs i
Vestmannaeyjum verði sem hér
segir:
a) Til 7. seþtember 1973 verði
starfsemin óbreytt.
b) Frá 7. seþtember til 1. október
1973:
Húsaviðgerðir og eftirlit, i
sama horfi og áður og með
sviþuðum fjölda.
Hreinsun fækkað i ca. 100
manns.
Þjónustudeild.fækkun, eftir
þvi sem eðlilegt er, miðað
við aðra starfsemi.
Hafnarstarfsmenn og slökkvi-
liö, óbreytt, en athugað,
hvort Bæjarstjórn Vestmanna-
eyja taki við þessari starf-
semi á timabilinu.
Flutningadeild lögð niður.
Frá 7. september, hætti öll
vaktavinna og allar deildir vinni
13 tima á dag nema sunnudaga.
Starfsmenn fái helgarfri, aðra
hverja helgi eins og áður, þannig
að vinnuvika verði 65 timar aðra
vikuna en 78 timar hina.
Vinnutimi i mötuneyti verði
ákveðinn miðað við þarfir.
2. Stefnt skal að þvi, að Bæjar-
stjórn Vestmannaeyja taki við
áhaldahúsi 1. október 1973 og
annist eftir það hreinsun gosefna,
sem þá er ólokið. Greiðsla miðist
við ákveðið verð pr. rúmmetra.
Frá sama tima taki bæjarstjórn
við stjórn hafnarmála, slökkviliðs
og félagsheimilis, enda hafi ekki
samist um yfirtöku þessarar
starfsemi fyrr.
3. Hafinn verði undirbúningur
að stofnun matsölu, sem taki til
starfa 1. október 1973. Viðlaga-
sjóður sjái matsölunni fyrir hús-
næði, tækjum og'borðbúnaði, en
rekstur verði á vegum annars
aðila.”
II. „Stjórn Viðlagasjóðs sam-
þykkir að veita neðangreindum
fyrirtækjum leyfi til að flytja út
vélar og tæki, sem nú eru i vörzlu
Viðlagasjóðs.
Ennfremur verði sömu fyrir-
tækjum heimilað að koma
þessum vélum fyrir eins og þær
voru og ráða menn til þeirra
starfa, með samþykki Viðlaga-
sjóðs.
Vilji fyrirtækin koma vélum
sinum öðru visi fyrir, skal það til-
kynnt trúnaðarmönnum Viðlaga-
sjóðs og greiði fyrirtækin sjálf
þann aukakostnað, sem það hefur
i för með sér.
Þetta starfsfólk fyrirtækjanna
veröi á launum hjá Viðlagasjóði
og verði uppbyggingin undir
eftirliti starfsmanna Viðlaga-
sjóðs, og skulu verkáætlanir
lagðar fyrir þá vikulega.
Aður en menn verða ráðnir til
starfa liggi fyrir upplýsingar um
fjölda starfsmanna, starfstima,
kaup og kjör og verði áætlun
fyrirtækjanna um það lögð fyrir
stjórn Viðlagasjóðs til sam-
þykktar
Allur kostnaður við flutninga
greiðist al' Viðlagasjóði.
Fyrirtækin eru: Isfélag Vest-
mannaeyja h.f., Fiskiðjan h.f.,
F.E.S., Fjölnir h.f., Vélsmiðjan
Þór h.f., Vélsmiðjan Magni h.f.,
Vélsmiðjan Völundur h.f., Skipa-
viðgerðir h.f. og Magnúsar-
bakari.”
! samræmi við þessar sam-
þykktir og þar sem gert er ráð
fyrir að aðrir aðilar taki að sér
verklegar framkvæmdir, hefur
stjórn Viðlagasjóðs ákveðið að
hætta að mestu starfsemi sinni i
Vestmannaeyjum frá 1. október
n.k. og segja upp með tilskildum
fyrirvara starfsliði sinu þar, öðru
en þvi, sem fæst við húsavið-
gerðir og eftirlit.
Aflabrögð fyrir vestan
— sumarvertíðin betri en í fyrra
SAMKVÆMT upplýsingum,
fengnum frá skrifstofu Fiskifé-
lags íslands á tsafirði, hafa gæftir
i Vestfirðingafjórðungi verið
sæmilega góðar i ágúst, einkan-
lega fyrri hluta mánaðarins. Var
al'li almennt heldur góður hjá
færabátunum, og sama er að
scgja um afla minni linuhátanna.
Hjá stærri linubátunum var afli
aftur á móti trcgari allan mánuð-
inn, enda brást grálúðuaflinn nú
gjörsamlega, og réru bátarnir þvi
fyrir þorsk lengst af. Afli drag-
nótabátanna var áþekkur og
undanfarin sumur og afli togbát-
anna var góður allan mánuðinn.
1 ágúst voru gerðir út 174 bátar
til bolfiskveiða frá Vestfjörðum.
Heildaraflinn I mánuðinum var
3.873 lestir, en var 3.279 lestir i
fyrra. Er heildaraflinn á sumar-
vertlðinni þá orðinn 13.700 lestir
en var 10.912 lestir á sama tima i
fyrra. Það er aukinn afli togbát-
anna, sem veldur aflaaukning-
unni i ár. Er þessi sumarvertið nú
orðin heldur betri en sumarver-
tiðin 1970. Veldur þvi mikill sam-
dráttur i afla stóru linubátanna,
sem þá fiskuðu ágætlega á grá-
iúðumiðunum fyrir norðan land-
ið.
Gert er ráö fyrir að handfæra-
bátarnir hætti flestir veiðum um
miðjan september og fari aö
undirbúa sig undir rækjuveiðarn-
ar, sem ákveðið er að hefjist 1.
október næstkomandi.
— hs —
Árbækur Ferðafélags
íslands Ijósprentaðar
1 ARBÓKUM Ferðafélags Islands
er að finna hafsjó af fróðleik
handa öllum þeim, sem vilja
fræðast um landið. Fyrsta árhókin
kom út 1928 og siðan hefur hver
rekið aðra. Margar árbókanna
eru fyrir löngu uppseldar og hafa
um langt skeið ekki verið fáan-
legar annars staðar en i forn-
bókabúöum og þá ekki nema við
ærnu gjaldi.
Þess vegna hóf Ferðafélagið að
Ijósprentaþærbækur, sem ófáan-
legar hafa verið og fyrir skömmu
komu út ljósprentaðar árbækur
áranna 1956-1959. Verið er aö
undi rbúa endurútgáfu á fjórum
árbókum öðrum, sem væntanlega
koma út innan skamms. og þá
verða allir árgangar fáanlegir á
nýjan leik.
HHJ
Mikil læti í miðbænum
— þegar busar voru teknir inn í MT og MR
t gamla menntaskóianum var sá æruverðugi háttur á hafður að tollera nyiiðana.
ÞAÐ FÓR vist varla fram hjá
nokkrum sem átti ieið um
Lækjargötuna seinni partinn i
gærdag, að eitthvað mikið var um
að vera. Annars vegar var alit
logandi i slagsmáium á túninu
fyrir framan gamia menntaskól-
ann, menn gengu um blóðugir, I
rifnum fötum, margir útataðir i
hveiti og tómatsósu, en hins veg-
ar var iðandi mannlif i tjörninni
fyrir framan Tjarnarmennta-
skóiann.
Ástæða þess var, að eldri nem-
endur i tveimur menntaskólum
borgarinnar, þ.e. MR og MT voru
að veita „busum” inngöngu i
skóla sina.
t MT eru það tvöhundruð busar,
sem hefja nám á þessu hausti og
er jafnt hlutfall milli kynjanna.
Busar i MT hafa til þessa verið
skirðir úr tjarnarvatni, sem fyrir
hefur verið komið i portinu við
skólann istirum ámum og hefur
siðan verið ausið úr ámunum yfir
busana. I þetta skipti var frá þvi
horfið að hafa hreint tjarnarvatn i
ámunum vegna ummæla borgar-
læknis um að mengun i Tjörninni
væri orðin svo mikil að sýkingar-
hætta stafaði af þvi og var þvi
gripið til þess ráðs að skira bus-
ana upp úr hreinu Gvendar-
brunnavatni, sem að vísu hafði
aðeins verið blandað með vatni úr
Tjörninni.
Busunum var smalað saman i
rétt i portinu fyrir framan skól-
ann og siðán drógu eldri nemend-
ur þá einn af öðrum að ámunum,
þar sem hver fékk sina skírn.
Eins og vænta mátti gekk at-
höfnin ekki átakalaust fyrir sig,
þvi margur businn streittist
hraustlega á móti, með þeim af-
leiðingum að fleiri urðu holdvotir
en busar einir.
Þegar skirnarathöfninni var
lokið var gengið i göngu umhverf-
is Tjörnina og gengu lúðraþeytar-
ar og trommuslagarar i broddi
fylkingar.
Busarnir voru hinir hressustu i
göngunni og gekk karlmennska
þeirra svo langt að þeir fengu sér
bað i Tjörninni. Eldri bekkingar
voru einnig iðnir við að hjálpa
busunum við baðið,tóku menn og
hreinlega hentu þeim út i Tjörn-
ina. Var svo komið um tima, að
telja mátti á annan tug manna
svamiandi i vatnsforinni og voru
margir þeirra i hörkuslagsmál-
um reynandi að kaffæra næsta
4; *
•m .
mann. Heldur var þó dregið af
köppunum þegar þeir komu upp
úr Tjörninni aftur, tennur glömr-
uðu og eðjan lak úr klæðum. Ekki
er óliklegt að nokkuð verði um
veikindaforföll i skólanum næstu
daga.
Á túninu fyrir framan gamla
menntaskólann voru busar toller-
aðir að gömlum sið. Alls eru það
um 160 busar, sem hefja nám við
skólann að þessu sinni. Að venju
fylgdu nokkur átök tolleringun-
um, en að þessu sinni hafa þau þó
liklega verið meiri en oftast áður.
Föt voru rifin, likamar lemstrað-
ir og menn siöan ataðir i tómat-
sósu, hveiti og öðru lauslegu, sem
við hendina var. Ekki er þó vitað
til þess að meiðingar hafi verið
alvarlegar, liklega er þetta ekki
meira en gengur og gerist á með-
al sveitaballi.
Nemendur MT og MR hresstu
sig eftir átökin á dansleikjum i
gærkvöldi. - gj
Gusugangurinn er mikill, og ekki vægilega tekið á þeim, sem veita viö-
nám. 1 Tjörnina skal hann, þessi nýgræöingur á lendum
menntunarinnar. — Timamyndir: Róbert.