Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 20. september 1973 TÍMINN 13 verkunum nokkrum vikum siðar, hefðu þau lent austur fyrir járn- tjald, eftir leiðum gegnum Napoli og Florenz og liklegast aldrei komið þaðan aftur. Menn, sem enska lögreglan hefur náð fyrir listaverkaþjófn- aði, hafa skýrt frá þvi við yfir- heyrslur, að góður markaður sé fyrir stolin málverk i mörgum löndum austan járntjalds. Madonna með dýrlingum Sveitapresturinn, sem i hrein- um óvitaskap tekur sig til og fyllir upp i holu, sem myndazt hefur i kirkjuþakið, með óbætanlegu málverki, er ekki lengur mesta ógnunin við listaverk Italiu. Sú ógnun stafar, að þvi er virðist.af vel skipulögðum glæpasamtök- um, sem hafa sérhæft sig i þjófn- uðum úr kirkjum og söfnum, þar sem öryggisgæzla er ekki nægi- lega trygg. A tæpum hálfum mánuði var stolið listaverkum, sem voru metin á um einn milljarð is- lenzkra króna, og er þá meistara- verk Tizians, Madonna með dýrlingum, sem stolið var úr kirkjunni i fæðingarbæ meistar- ans, ekki meðtalið, né heldur þær 13 myndir aðrar, sem teknar voru á sama stað og metnar eru á svimandi háar upphæðir. Það er raunverulega talið ómögulegt að meta Madonnumyndina til fjár. Vikuna eftir að Madonnunni var stolið varð kirkja í Feneyjum, fyrir barðinu á þjófunum. Cfr San Giovannie Paolos Basilika var stolið fimm málverkum frá endurreisnartimabilinu, tveim eftir Giovanni Bellini og þrem eftir Bartolomeo Vivarini. Þessar myndir voru metnar á um 600 milljónir króna. Kirkjan tilheyrir reglu Dominikumunkanna og þeir höfðu tryggt myndirnar fyrir eina og hálfa milljón króna. Mafian i spilinu 1 báðum tilfellum beittu þjóf- arnir sömu aðferðum. Þeir földu sig i kirkjunni og urðu eftir inni, þegar kirkjunni var lokað. Siðan stunduðu þeir iðju sina i ró og næði fram eftir nóttu. Lögreglan hefur ekkert til að styðjast við i leitinni að þjófunum — það sama Makríll til Neskaupstaðar Börkur með 500 lestir BÖRKUR NK landaði i.gærdag rúmum 500 lestum af makril f Neskaupstað. Er skipið þá búið að landa samtals um 2800 lestum. Aflinn er að langmestu leyti makrill, en eitthvað er innan um af sild og svokölluðum hrossamakril. Börkur landaði i fyrsta skipti makril i Neskaupstað 3, ágúst. Aflinn fer allur i bræðslu, en makrillinn hefur litið geymsluþol, þar sem hann er ekki isaður i kassa á miðunum og fitu- magn hans er mjög mikið. Bræðsla makrilsins hefur gengið frekar illa, að sögn Þórðar Þórðarsonar, skrifstofustjtfra Sildarvinnslunnar i Neskaupstað, en fyrir skipið er útkoman góð. Verð á makril til bræöslu er kr. 8.20 pr. kg. -hs- © Húsnæðismál stutt fjárfrekar byggingarfram- kvæmdir. 6. Skortur er á nægilega sterkum byggingafyrirtækjum viða um land, er gætu byggt og selt ibúðir með hagstæðum kjörum. 7. Flutningskostnaður á byggingarefni er viða baggi á ibúðarbyggingum utan Reykja- vikursvæðisins. 8. Norðanlands er byggingatimi mun styttri og erfiðari en sunnanlands. Ileilagur Vincenz (til vinstri) og heilagur Sebastian eftir Bellini. BáA- um verkunuin var stolið úr itölskum kirkjum, en þau fundust bæöi, eftir að inaður, sem ekki vildi láta nafns sins getið, gaf upplýsingar um geyinslustað þeirra. Var þeim stolið vegna fundarlaunanna? Mona Lisa, henni var stolið 1911, en hún fannst að nýju og er nú vand- lega gætt að enginn óheiðariegur nái tökum á henni. gildir raunar um flesta aðra lista- verkaþjófnaði — og hún telur, að innbrotið hafi verið gert sam- kvæmt beiðni frá listaverkakaup- manni. Mörg blöð á Italiu hafa kennt Mafiunni um þessi verk og telja að hún sjái um að koma verkun- um yfir til Sviss, en þar er talið, að kaupandinn biði reiðubúinn með greiðsluna. Eitt það sem styður kenninguna um „stuld eftir pöntun”, er að þjófarnir virðast alltaf vera vissir um hvað þeir ætla að taka, — og þeir taka ekki annað en það. önnur verð- mæti kirkjunnar, svo sem silfur- munir, altaristöflur og annað, — allt þetta fær að vera i friði. Það er næsta sorglegt hversu þjófunum er sköpuð góð vinnuað- staða. óteljandi listmunir á ttaliu eru i kirkjum, sem ekki er vörður um á nóttum, eða i söfnum, þar sem gæzla er mjög litil. Þjófnað- irnir hafa að sjálfsögðu vakið miklar og heitar umræður á ttaliu, og nú er svo komið að ásakanirnar fjúka milli stjórn- málamannanna, eins og laufblöð i haustvindi. Yfirvöld hafa heitið fé þeim, sem getur gefið upplýsing- ar, sem leitt geta til handtöku listaverkaþjófs, en það ráð dugar skammt og gagnrýnin á rikis- stjórnina er langt frá þvi að vera þögnuð. Þannig segir kunnur forstöðu- maður listasafns i landinu, að stjórnin sé meðsek i glæpunum, þar sem hún reyni ekki að gera neinar fyrirbyggjandi ráðstafan- ir, sem til gagns séu. Forstöðu- maðurinn fór fram á það, að stjórnin gerði ráðstafanir til að tryggja varðveizlu listaarfs landsins, en svar stjórnarinnar hefur verið að setja eina nefndina á fætur annarri á stofn. Nefndirn- ar hafa orðiðhver annarri gagns- lausari. Skrifstofubáknið hindrar Aðalsérfræðingur ítala i þvi að koma upp um listaverkaþjófnaði, Rodolfo Siviero, segir, að vinna sin sé svo til einskis, hann geti allt eins farið heim og lagt sig. Hann heldur þvi fram, að skrifstofu- báknið á Italiu hindri það að nokkuð raunhæft sé hægt að gera — Störf min hafa mætt stöðugri og mikilli óánægju hjá skrifstofu- veldinu, þvi að hinir háu herrar Yfir 50% af fjármagni Byggingas jóðs til Reykjavikur Þá kom fram hjá fram- kvæmdastjóra Húsnæðismála- stofnunar, að byggingarlán úr Byggingarsjóði rikisins frá 1955 til 1972 til Norðurlands alls hafi numið 500.084.000.- króna og verið veitt til smiði 1861 ibúðar. Þar af hafi Norðurland vestra fengið 94,3 millj. kr. til smiði á 378 ibúðum en Norðurland eystra hefi fengið 405,8 millj. kr. til smiði á 1473 ibúðum. Af heildarfjármagni, sem veitt hefur verið úr Byggingasjóði hefur Norðurland allt fengið 10,17% til bygginga 10,44% af heildaribúðafjölda. Aftur á móti hefur Reykjavik fengið 51,65% fjármagnsins til byggingar á 45,94% af heildar- ibúðafjöldanum. 28% norðlenzkr a ibúðar- húsa byggð fyrir|1930 Dr. Óttar P. Halldórsson framkvæmdastjóri Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins, flutti erindi um starfsemi stofn- unarinnar. Davið Arnljóstson, verk- fræðingur, Dalvik, kynnti hús- næðismálakönnunina, sem gerð vará vegum Fjórðungssambands Norðlendinga og kom þar m.a. fram að 28,0% norðlenzkra Ibúðarhúsa hafa verið byggð fyrir 1930. A timabilinu 1930—1949 hafa verið byggð 32,2% fbúðarhúsa á Norðurlandi og 1950—1969 voru byggð 39,8%. A Norðurlandi hafa verið teknar i notkun 1536 ibúðir á árunum 1963—1972 og ibúðir i smiðum á Norðurlandi 1973 eru 590. Af þeim byggja Akur- eyringar mest, eða 357 ibúðir. Að loknum framsöguerindum hófust almennar umræður, og kom fram hjá fundarmönnum sú eindregna skoðun, að taka þyrfti húsnæðismálin fastari tökum þar til lausn fyndist á húsnæðisvanda landsbyggðarinnar. geta ekki horft upp á eina deild innan kerfisins vinna á ærlegan máta, segir hann. Það er augljóst að eitthvað verður til bragðs að taka og það fljótt, ef listaarfur Itala á ekki að enda á veggjum samvizkulausra listaverkasafnara. Á sfðustu ár- um hefurað meðaltali verið stolið listaverkum fyrir hálfan annan milljarð árlega. Nú er greinilegt að þjófnaðirnir eru framkvæmdir af velskipuiögðum samtökum glæpamanna, þannig að eins lik- legt er að þjófnaðirnir muni fara i vöxt á komandi timum. Meðan gáfumenn á Italiu velta vöngum yfir þvi, hvernig megi koma i veg fyrir þjófnaðina, liggja þjófarnir ekki á liði sinu og stela sem aldrei fyrr. A einni viku I sumar var brotizt inn i Róm, Bologna og i kirkju i smáþorpi rétt fyrir utan Feneyjar og þarna var stolið verðmætum að upphæð 30 milljunum króna. Fundarlaunum heitið Auðvitað er miklum fjárhæðum heitið til handa þeim, sem getur fært myndirnar til upprunalegra eigenda, eða gefið upplýsingar, sem leiða til þess að málverkin finnast. Þetta hafa margir gert sér ljóst og fært sér i nyt, þar á meðai menn i lögreglunni. Fyrir nokkru brutust þrir menn inn i dómkirkjuna i norður italska bænum Gastelfranco Veneto og stálu þar einni Madonnumynd eftir endurreisnarmálarann Giorgionex. Margir sérfræðingar telja, að þessi mynd sé fallegasta málverk heimsins. En nú fyrir skömmu fannst myndin aftur, og margt bendir til þess, að mynd- inni hafi verið stolið og henni sið- an verið skilað aftur gegn lausn- argjaldi. Lykillinn stóð i dyrum dóm- kirkjunnar, svo það var ekki sér- lega erfitt að stela listaverkinu. Verðmæti þessa Giorgionex er — eins og einn listfræðingur sagði — ómetanlegt, tölurnar verða milljónir á milljónir ofan. Myndin er talin talsvert verðmeiri, en sú mynd, sem dýrast hefur verið seld á listaverkauppboði, en það var „Portrett af Juan de Pareja”, sem seld var fyrir nálega 800 milljónir. Hún er eftir Velasques. Upphæðin, sem fengist fyrir Giorgioni á frjálsum markaði yrði örugglega stjarnfræðileg. Slik verk sjást naumast á lista- verkauppboðum. En sem sagt, þessi mynd fannst allti einu, hálfum mánuði eftir að henni var stoliö, og allar aðstæður við fundinn hafa orðið til þess, aö marga grunar að ekki sé allt með felldu i þvi sambandi. Það má nota tvær milljónir Nokkrum dögum eftir þjófnað- inn sneri ónafngreind persóna sér til lögreglunnar og sagöi, að myndina væri aö finna i útjaðri bæjarins Padua, þrjár milur norðan við Castelfranco Veneto. Það er ljóst, að þessar upplýsing- ar voru gefnar i von um að verð- launin, tvær milljónir króna, yrðu greidd. Nokkrum dögum siöar hringdi annar ónafngreindur maöur til lögreglunnar og upplýsti, að ætl- unin væri að smygla málverkinu yfir landamærin til Sviss. Lög- reglan hafði hraðann á og setti upp vegatálmanir umhverfis Padua. 1 opinberri skýrslu um atburð- inn segir svo: — Snemma morguns næsta dag reyndi Alfa Romeo bifreið að komast framhjá vegatálmunum. Lögreglubifreið hóf þegar i stað eftirför og skaut að Alfa Romeo bifreiðinni með vélbyssum. Bil- stjórinn á Alfa Romeo bilnum stoppaði, og stökk út úr bilnum og tókst siðan að komast undan lög- reglumönnunum. Ekkert fannst við nákvæma leit i bilnum. Lögreglan gafst þó ekki upp við svo búið og hóf að rann- saka öll húsin i nágrenninu og i einu þeirra, um það bil einn kfló- metra frá þeim stað, er billinn hafði stoppað, fannst málverkið. 29 ára gamall atvinnulaus maður var handtekinn á staðnum, þrátt fyrir kröftug mótmæli hans. Stuttu siðar fékk hinn ónafn- greindi greidd verðlaunin og illar tungur segja, að hann hafði skipt þeim að jöfnu með lögreglunni. Sumir halda þvi fram, að eini til- gangurinn með stuldinum hafi verið sá að ná verðlaununum, sem vitað var að heitið yrði fyrir málverkið. Stjórnmál og ástarbréf Fyrir stuttu stal ungur Belgi málverkinu „Astarbréf” eftir Vermeer úr safni i Brussel. Hann hafði fljótlega samband við lög- regluna og krafðist 500 milljóna i lausnargjald fyrir myndina og skyldu peningarnir renna til þess að aðstoða bágstadda i Bangla- desh. Maðurinn náðist fáum dög- um siðar, þannig að aldrei kom til greiðslu lausnarfjárins, en hug- myndin um að nota ómetanleg listaverk sem stjórnmálalegan eða hugsjónalegan gisl hefur nú verið notuð og er eins vist að það verði gert aftur. En hvað finnst páfanum og Vatikaninu um að svona miklum verðmætum úr eigum kirkjunnar sé stolið? Og af hverju gætir kirkjan ekki muna sinna betur? Vatikanið hefur alltaf haldið þvi fram, að ekki eigi að læsa hluti inni á söfnum, sem hafa ver- ið i kirkjum og þannig orðið and- lag bæna fólks. Þetta er sjónar- mið, sem menn bera virðingu fyrir. En hitt er óskiljanlegt, að kirkja visar öllum tilmælum yl'ir- valda um aukna öryggisgæzlu i þeim, sem geyma óbætanleg listaverk, á bug. Vandamálið er þvi gífurlegt. Mörg hundruð ólæstar kirkjur um alla ftaliu geyma verðmæti, sem hljóta að vera stöðug freisting fyrir fingra- langa menn i landinu. En hvað er annars orðið af „Stúlku i hvitu” eftir Matisse. Þvi miður veit það enginn og Inter- pol hefur ekkert til að styðjast við i leitinni. (lauslega þýtt —-gj.) r konur fylgjast með Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.