Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 32

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Fimmtudagur 20. september 1973 IflilMl llffllrl i,,,, Jlí qhm Frosni kettlingurinn hennar Fríðu ÞAÐ ER bezt að ég byrji þessa sögu á þvi, að segja ykkur að ég ætlast ekki til að þið trúið henni, — en hún er nú samt sönn. Sagan gerist uppi i litlum fjallakofa hátt i Sierrafjöllunum i Kali- forniu veturinn 1961. Það var mjög kalt daginn, sem fimm litlir kettlingar fæddust i þessum kofa. Þetta var ekki góður dagur fyrir litla kettlinga til að fæð- ast i þennan heim, en það eina, sem kisu- mamma gat gert til að bæta úr þvi, var að reyna að halda á þeim hita. Eigandi kofans hjálp- aði henni til við það, með þvi að útbúa trékassa fyrir börnin hennar. Kassinn var það hár, að engin hætta var á, að kettlingarnir féllu út úr honum. Þegar kassinn var tilbúinn, setti hann notalega ábreiðu i botn hans, og var þá kassinn eins og rúm fyrir kett- linga. Siðan lét hann kassann i ganginn, bak- dyramegin. „Megum við eiga þá i alvöru?” spurðu þær. „Já, vissulega,” sagði maðurinn. Hvor þeirra valdi sér nú kettling. Friða kall- aði sinn „Snotru”, en Anna kallaði sinn „Brandalin”. Það leið auðvitað ekki á löngu þar til Fríða og Anna, litlu stúlkurnar, sem áttu heima i næsta bjálkakofa ekki langt i burtu, fréttu um nýju kettlingana. Móðir þeirra hafi sagt þeim, að kisumamma ætti von á kettlingum og þær létu ekki stnda á sér að heimsækja kettlingana, þegar þeir voru loksins komnir. Þær hlupu strax þangað, og voru alsælar, þegar eigandinn sagði, að þær mættu hvor um sig fá einn kettling til eignar, þegar þeir væru orðnir nógu stórir. Á hverjum degi — já oft á dag — fóru stúlk- urnar til að sjá kettling- ana sina, og þegar þess- ir loðnu litlu hnoðrar fóru að stækka, þá tóku þær þá upp og gældu við þá, en létu þá svo aftur til kisumömmu. Einu sinni komu þær að morgni dags til bjálkakofa nágrannans. Þá var kalt i veðri og snjóaði, og þá sáu þær sorglega sjón. Einn af litlu kettlingunum lá fyrir utan kassann, is- kaldur og hreyfingar- laus. Hann hafði klifrað upp yfir kassabrúnina um nóttina og ekki komizt upp i kassann aftur, — og hafði nú frosið i hel. Þetta var Snotra „Ó aumingja litla kisan min!” sagði Friða og fór að vola. Hún rétti út höndina til þess að snerta kettlinginn, en dró hana strax að sér. Snorta var stif og köld. „Ó, hefðum við bara komið svolitið fyrr, þá hefði kannski verið hægt að bjarga þér, Snotra min”, sagði Friða grát- andi. „Við skulum fara og segja mömmu frá þessu”, sagði Anna, Fríða og Snotra „kannski veit hún, hvað hægt er að gera”. „Já og við skulum taka aumingja Snotru með okkur,” sagði Friða um leið og hún tók upp litla kettlinginn og vafði hann i ullartrefilinn sinn, og svo hlupu þær heim til mömmu. K U U „Hvað i ósköpunum eruð bið með þarna?” kallaði mamma upp fyrir sig, þegar þær komu þjótandi inn i húsið. „Farið þið strax með þetta út!” „En þetta er hún Snotra min,” sagði Friða. „Hún datt út úr kassanum i nótt og komst ekki upp i hann aftur. En það var svo kalt, að ég er hrædd um, að hún hafi frosið til bana”. „Ekki get ég betur séð”, sagði mamma. „Getur þú ekki gert eitthvað fyrir hana?” spurði Friða. „Það er ekkert, sem við getum gert fyrir hana nema að jarða hana,” sagði mamma. „Mér þykir þetta mjög leiðinlegt. Ég skal gefa þér annan kettling ein- hvern tima. Ég ætla að finna haka og skóflu og gera gröf handa henni nálægt stóra trénu fallega hérna fyrir utan húsið”. Það var fáliðuð lik- fylgd en sorgmædd sem gekk yfir snævi þaktan garðinn. Fyrst gekk mamma með haka og skólfu, þá Anna litla með sorgarsvip á andlit- inu og siðust Friða með Snotru sina, innvaföa i stóra trefilinn, og þrýsti hún henni fast upp að sér. Anna systir hennar hélt á fallegum pappa- kassa, sem átti að jarða Snotru i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.